Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 35
Mœlingar á þvagefni (urea) í mjólk Jón Viðar Jónmundsson Með auknum tœkniframförum hafa ýmsar efnamœlingar sem áður voru mjög kostnaðar- samar orðið einfaldar og ódýrar í framkvœmd. Þróaðar hafa verið hálfsjálfvirkar aðferðir til mœlinga. Þetta á m.a. við um mœlingar á ýmsum efnum í mjólk. Hér nægir að minna á að ekki er nema um áratugur síðan teknar voru upp reglubundnar próteinmælingar á mjólk. Þeim varð fyrst komið við vegna kostnaðar eftir að buðust sjálfvirk og afkastamikil mælitæki til þeirra nota. í upphafi þessa árs þurfti að endurnýja mælitæki Rann- sóknarstofu mjólkuriðnaðarins. Þegar ráðist var í þá endurnýjun var ákveðið að með nýjum mælitækjum yrðu skapaðir möguleikar á fjölda- mælingum á fleiri þáttum en áður. Einn sá þáttur sem mikið hefur farið í vöxt að mæla víða erlendis á síðustu árum er þvagefni (urea) í mjólk. Hvað er þvagefni? í grein sem ég birti í 20. tbl. Freys á síðasta ári er gerð grein fyrir grein- ingu á hinum einstöku þáttum þess sem talað er um undir samheitinu prótein í mjólk. Þar er gerð grein fyrir nokkrum einföldum efnasam- böndum sem efnafræðilega eru ekki prótein en eru flokkuð með þeim við efnamælingar, þar sem þetta eru efnasambönd sem innihalda köfn- unarefni (N). Eitt þessara efnasam- banda, og það þeirra sem yfirleitt er að finna í mestu magni þessara efna, er þvagefni. Þetta efnasamband verður til í allmiklum mæli við efnaskipti próteins. Við niðurbrot á um- frammagni próteins losar líkaminn sig við þann hluta, sem bundinn er köfnunarefni, með umbreytingu og bindingu þess í þvagefni. Þetta efna- samband er því fyrir hendi víða í líkama gripsins og flæði þess milli vefja og líffæra fer fram með blóði. Ákveðið jafnvægi skapast því á milli magns þessa efnis í blóði og mjólk. Jón Viðar Jónmundsson. Þannig endurspeglar mæling á þessu efnasambandi í mjólk magn þess í blóði gripsins. Sú mælieining sem valin hefur verið fyrir þetta efni við mælingarn- ar hér á landi er mmol/1 (millimól í lítra). Mæligildi eru þar yfirleitt á bilinu 1-10 en geta í undantekning- artilvikum farið umfram þessi mörk. Þess má hér til gamans geta að efnasambandið þvagefni er hægt að nota við fóðrun jórturdýra vegna þess að gerlar í vömb þess geta um- breytt slíkum köfnunarefnissam- böndum, sem ekki eru eiginleg prótein, í prótein með lífsstarfsemi sinni. Hvað segja þessar mœlingar? Eins og áður segir er þvagefnið eðlileg afurð niðurbrots á um- frammagni próteins hjá jórturdýr- um. Mæling á þessu efni gefur því vissar vísbendingar um próteinfóðr- un. Ef magn þessa efnis er mjög lítið kann það að vera vísbending um vöntun á próteini í fóðri gripanna. Sýni mælingar óeðlilega lág gildi og samtímis er próteinprósenta í mjólk lág á búinu er veruleg ástæða til að ætla að skortur á próteini í fóðri geti verið ástæða fyrir þessu ástandi. Við slíkar aðstæður er full ástæða til að huga að endurskipulagningu fóðr- unar á búinu. Mjög há gildi benda til mikils magns efnisins. Ástæður þess eru þá oft á tíðum offóðrun með próteini eða þá að nýting á próteini úr fóðri er af einhverjum ástæðum mjög lé- leg. Ef grunur er um að síðartalda skýringin eigi við er full ástæða til að huga að úrbótum. Hvernig má nota mœlingarnar? Slíkar mælingar hafa mjög verið að ryðja sér til rúms víða í nágranna- löndunum á allra síðustu árum. Þar hefur á allra síðustu árum verið tek- ið upp nýtt mat á próteini í fóðri jórturdýra og virðast allir sammála um að slíkar mælingar hafi mjög hjálpað við að leita uppi þau bú þar sem fóðrun er áfátt í þessum efnum. Allir virðast sammála um að slíkar breytingar hafi leitt af sér verulegar breytingar til batnaðar á fóðrun kúnna. Annar þáttur sem miklu varðar í allri umræðu um þessi mál í nágrannalöndunum er að með breyttu fóðurmati er talið að mjög hafi tekist að bæta nýtingu próteins í fóðri þannig að mengun af köfnun- arefni frá búfjárhaldi hafi stórlega 8*94 - FREYR 307

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.