Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 21

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 21
Framleiðsla á BST með erfðatækni EinfBld skýringarmynd DNA hringur (plasmíð) plasmíð bitað með skerði enz-ymi gen sem framleiðir 1 BST 3ST-gen skeitt inn i bakteríupiasmíð 2 endurraðað plasmíð flutt aftur inn i bakteríuna Skvring 1. Gen sem stjórnar myndun BST einangrað úr kú 2. Þessu geni, endurröðuðu- er skeitt inn í algenga bakteríu (E.coli). 3. Bakteríurnar eru settar í ætistank þar sem þeim fjölgar ört og framleiða BST í miklum mæli 4. Bakteríurnar eru drepnar og BST er skilið frá og vandlega hreinsað. 5. Hreinsað BST er fellt í langverkandi lyfjaform til dælingar undir húð hreinsað 5lyf til inndælingar BST Það verður því reikningsdæmi bóndans hvern ávinning hann telur sig geta haft af því að nota þessa lyfjameðferð til að jafna eða auka mjólkurframleiðslu búsins, en fá samtímis í hendur gripi, sem krefjast mun meiri og nákvæmari umhirðu, aðbúnaðar og betra fóðurs og þar með meiri vinnu og tilkostnaðar. Eins og ástand í mjólkurmálum hér á landi er nú, koma ýmis önnur atriði til álita, t.d. framleiðslu- skömmtun (kvóti), misjafnt fram- leiðsluverð mjólkur eftir árstíðum, fylling gefins kvóta o.s.frv. Rétt er í þessu sambandi að geta þess að þar sem val kynbótagripa byggir að verulegu leyti á nythæð þeirra, getur það ruglað mat á eðli- legri afkastagetu gripanna, ef lyfja- notkun af þessu tagi er ekki gerð opinber. Eins og áður er nefnt, er nauta- somatotropin að finna bæði í venju- legri mjólk og í mjólk úr kúm sem fengið hafa þetta lyf en þá í nokkuð auknu magni. Nautasomatotropin er með öllu skaðlaust fyrir neytend- ur, því það brotnar niður í melting- arveginum líkt og önnur prótein mjólkurinnar. Sama máli gegnir um kjöt og slátur af þessum gripum. Hinsvegar er enn með öllu óvíst hver viðbögð neytenda kunna að verða gagnvart mjólk og mjólkur- afurðum ef tekin verður upp notkun á somatotropini. Ýmsir telja að þau gætu orðið sterk og neikvæð. Ef sú verður raunin, er til lítils að auka framleiðslu á mjólk með þessum hætti, ef neysla mjólkur dregst sam- an af þeim sökum. í þessu sambandi er nauðsynlegt að taka skýrt fram að nautasoma- totropin er með öllu óskylt ýmsum svonefndum „sterum“ sem notaðir hafa verið ólöglega sumstaðar er- lendis til þess að örva og auka vöxt gripa, og geta, ef illa tekst til, haft áhrif á heilsu neytenda. Ýmsir hafa velt fyrir sér siðfræði- legri hlið þessa máls, hvort verjandi sé að taka fullhrausta gripi og dæla í þá lyfjum sem pína þá til afurða umfram eðlilega getu. Erlendis hafa málsmetandi félög, ráð og nefndir ekki talið þessa aðferð verjandi frá siðfræðilegu sjónarmiði. Ekki er vit- að um viðbrögð hér á landi um það atriði. Þess skal að lokum getið að ekki mun notkun somatotropins hafa verið reynd á íslenskum kúm, svo vitað sé. Því er allt á huldu á hvern hátt þær myndu bregðast við. Ekki er heldur vitað til þess að fram hafi komið óskir um að fá lyfið flutt til landsins. Nautasomatotropin (r BST) er nú framleitt af nokkrum voldugum og vel þekktum lyfjafyrirtækjum, t.d. Upjohn Co, Eli-Lilly Co., American Cyanamid Co. og Monsanto Co. Sala á þessu lyfi hefur þegar verið leyfð í nokkrum löndum t.d. Suður- Afríku, Rússlandi (USSR) og Tékkóslóvakíu (CSSR). í lyfjaskrárnefnd Efnahagsbanda- Frh. á bls. 295. 8'94 - FREYR 293

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.