Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 17
Mynd 2. Helstu gerðir framhliða í básum. Þar sem kýr eru misstórar er æski- legt að básarnir séu hafðir mislangir. A mynd 2 eru sýndar helstu gerðir framhliða í básum. Framhliðin, ásamt bindingu þarf að veita kúnum aðhald þegar þær teygja sig eftir fóðri. Óhentugar framhliðar og of stífar bindingar særa kýrnar, hindra hreyfingar þeirra og auka hættuna á spenastigum. Jötukantur skilur að bás og jötu. Hæð hans skiptir miklu máli. Of hár jötukantur truflar kýrnar við að standa upp og leggjast en sé kantur- inn of lágur slæðist fóður aftur í básinn. Hærri jötukantur en 20 cm telst alvarlegur galli á innréttingu. Mælt er með að efsti hluti jötukants- ins sé sveigjanlegur gúmmírenning- ur sem komi í veg fyrir að fóður slæðist aftur í básinn en hindri ekki hreyfingar kúnna. Jatan þarf að vera a.m.k. 5-10 cm hærri en básgólfið. Ef hæðarmunur- inn er minni þurfa kýrnar að glenna framfæturna út eða leggjast á hnén til að ná til fóðursins. Þetta leiðir til ójafns slits klaufa og eymsla í klauf- um, hnjám og bógfestingum. Lýsing og loftslag. Erlendar rannsóknir sýna að hiti hefur ekki bein áhrif á nyt kúa á meðan hann er á bilinu 0 til 25°C. Kjörhiti mjólkurkúa er talinn nær neðri mörkum þessa bils. Rakastigið hefur mikil áhrif á hreinleika bása og kúa, almennt heilbrigði gripanna, örveruvöxt, og tæringu byggingar- efna. Ef rakastigið í fjósum fer oft yfir 80% bendir það til að um alvar- legan galla á loftræstingu sé að ræða. Algengustu gastegundirnar í fjós- um eru koldíoxíð (CO2), ammoníak (NH3), metan (CH4) og brenni- steinsvetni (H2S). Þrjár fyrsttöldu gastegundirnar mega finnast í all- nokkrum mæli án þess að hætta stafi af en brennisteinsvetni er banvænt í mjög litlum skömmtum. Það mælist yfirleitt ekki nema þegar hrært er upp í haughúsum en hefur við þær aðstæður valdið dauða manna og dýra. Fátt bendir til að gasmengun hafi bein áhrif á júgursýkingar. Heil- næmi loftsins skiptir hins vegar máli fyrir almenna líðan manna og dýra. Dag- og náttlýsing hefur áhrif á mjólkurframleiðslu, frjósemi, spenastig og vaxtarhraða nautgripa. Lýsingin hefur einnig áhrif á vinnu- gæði og almenna líðan manna og dýra. I flestum árgöngum Handbókar bænda eru upplýsingar um heppi- lega lýsingu í gripahúsum. Reikna má með að í fjósunum fáist 10 lux fyrir hvert Watt/m2 en allt að 30 lux í mjólkurhúsum. Náttlýsing ætti að miðast við að ratljóst sé í fjósinu (t.d. ein 60 W pera á 200 m2). Mikil náttlýsing getur haft neikvæð áhrif á frjósemi kúnna. Mjaltatœkni Vönduð vinnubrögð við mjaltir eiga stóran þátt í að viðhalda góðu júgurheilbrigði kúa. Dæmi eru um að röng mjaltatækni sé talin megin orsök júgurbólgu í ákveðnum fjósum (Ólafur Jónsson, 1990. Júg- urbólguverkefni í Eyjafirði 1988). Til eru samnorrænar leiðbeining- ar um vinnubrögð við mjaltir (sjá Handbók bænda 1993). Áhersla eru lögð á hreinar og vel klipptar kýr, þurra og hreina bása og vel þrifin mjaltatæki. Heilbrigðar kýr skal alltaf mjólka á undan sýktum. Mjalt- ir krefjast athygli og einbeitingar og mjaltamaðurinn ætti ekki að sinna öðrum verkum meðan á mjöltum stendur. Fjölda mjaltatækja á mjaltamann þarf að stilla í hóf svo að tómmjaltir komi ekki fyrir. Alltaf skal nota minnst einn hreinan þvottaklút/pappír á kú. Mikilvægt er að þvo spena vel, en þotturinn örvar mjólkurvaka og kýrin selur betur. Gerlafjöldi í mjólk ræðst mjög af fjölda gerla á spenaendanum og fyrst eftir mjaltir eru spenagöngin opin og sýklar við spenaopið eiga greiða leið upp í júgrað. Alltaf á að mjólka fyrstu 3-4 bog- ana í sýnakönnu. Það er besta leiðin til að fylgjast með júgurheilsu kúnna en jafnar líka mjólkurflæði úr kirtl- um júgursins. Sé sýnakannan ekki notuð getur smituð mjólk borist um fjósið með mjaltamanni eða klauf- um kúnna. Miklu skiptir að biðtíminn sé hæfilega langur. Með biðtíma er átt við tímann frá því byrjað er að þvo kúna þangað til tækin eru sett á hana. Ef þvotturinn er rétt fram- kvæmdur byrja kýrnar fljótt að selja og þá má setja á þær. Biðtíminn ætti aldrei að vera lengri en 2-2,5 mínútur. Þegar mjaltatækin eru sett á spen- ana eiga þeir að vera hreinir og þurrir. Loftinnsog á að vera eins lítið og mögulegt er. Ef undirbúningur- inn er réttur og kýrin fær næði með- an á mjöltum stendur eiga allir júg- urhlutarnir að tæmast jafnt og án hjálpar. Þetta er þó háð því að mjaltatækin sitji rétt á kúnum og Frh. á bls. 308. S'94 - FREYR 289

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.