Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 7
um framleiðslu, dreifingu og sölu á mjólk og
mjólkurvörum.
Nú má spyrja út frá þessum viðmiðunum
hvort Búnaðarfélag íslands og Stéttarsam-
band bænda eigi það mikið sameiginlegt að
þau standi sterkara ef þau tala einum rómi
innávið sem útávið eða hvort íslenskir bændur
standi sterkara með óbreyttu fyrirkomulagi.
Vert er að minna á að hér er á ferð mál þar sem
huglægt mat hvers og eins hefur sitt að segja.
Og vegna þess geta skoðanir manna verið að
breytast. Það sem getur m.a. haft áhrif í þessi
sambandi er að þjóðfélagið er að breytast og
hlutur landbúnaðar og dreifbýlis er að minnka
með vaxandi þéttbýlismyndun og fólksfjölgun
á höfuðborgarsvæðinu. Rödd landbúnaðarins
verður þannig smám saman veikari í þjóðar-
kórnum og enn hallar á landbúnaðinn og
bændur þegar áhrif inngöngu í fjölþjóðleg
viðskiptabandalög á greiðari innflutning bú-
vara fara að koma í ljós. Þróunin er því í þá átt
að íslenskir bændur muni eiga fullt í fangi með
að koma sjónarmiðum sínum á framfæri sam-
einaðir í einum samtökum og að staða þeirra
verði tvímælalaust veikari ef þeir heyja þá
baráttu undir fleiri merkjum. Þá er ástæða til
að ætla að hagsmunir þeirra sem lakar eru
settir og afskiptir eru nái frekar fram að ganga
innan sterkra sameinaðra samtaka heldur en
ósameinaðra og veikari í þjóðfélagi þar sem
hlutur atvinnuvegarins fer minnkandi.
M.E.
MOLRR
Villisvín breiðast
út í Finnlandi
Á þeim áratugum sem liönir eru
síðan villisvín komu til Finnlands,
eftir aö hafa verið aldauða þar um
langa hríð, hafa þau fjölgað sér
tífalt. Frá því segir í Landsbygdens
Folk að maður að nafni Erkki
Aaltonen, sem er uppgjafarhermað-
ur og fremsti villisvínasérfræðingur
þarlendis. haldi 34 þeirra á 8 hektur-
um lands, þar sem bæði eru akrar og
skógur.
Villisvínið er talið alæta. Það étur
jurtarætur, gras og kartöflur og
fúlsar ekki við dýrahræjum. Villisvín
sem höfð eru á bújörðum verða
sauðgæf og mannelsk.
Villisvín eru sterkbyggðar skepn-
ur með allt að 20 sentímetra langar
höggtennur. Fönguleg gylta vegur
um 200 kg. Gylturnar gjóta 4-5
grísum á ári. í heitum löndum eru
tvö got algeng á ári.
Villisvínin eru harðger og þolgóð.
Fyrstu villisvínin reikuðu inn í Finn-
land austan að á miðjum 6. áratugn-
um. Villisvínið getur synt yfir firði
og flóa, t.d. yfir Finnska flóann,
segir í fréttinni.
Tvær stærðir:
800 og 1000 lítra
K> AMAZONE kastdreifarinn er með tveim dreifiskífum
sem gefa jafna og örugga áburðardreifingu.
K> Vinnslubreidd er stillanleg á 9, 10, 12 og 15m. Einnig
er hægt að dreifa aðeins til annarar hliðarinnar, t.d.
meðfram skurðum og girðingum.
K> Auðveldur í áfyllingu vegna þess hve lágbyggður
dreifarinn er.
K> Bútæknideildarprófun sumarið 1988, sem staðfesti
þessa eiginleika.
H
F
ÁRMÚLA 11 - SÍMI 681500
S'94 - FREYR 279