Freyr - 15.04.1994, Blaðsíða 22
Einangrunarstöð fyrir svfn f Hrísey
Með henni batnar staða svínabœnda
Mikið hagsmunamál
Eitt helsta baráttumál Svínarækt-
arfélags Islands um langt skeið hefur
verið að setja á fót einangrunarstöð
fyrir svín svo flytja mætti inn til
landsins erlend kyn til að bæta ís-
lenska svínastofninn.
Kynbætur eru ein af meginfor-
sendum þess að efla megi svínarækt-
ina í landinu en með þeim má m.a.
ná aukinni hagkvæmni í framleiðslu
svínakjöts. Annað lykilatriði fyrir
framgang greinarinnar er sérstakur
dýralæknir í svínasjúkdómum, sem
hefur starfað í um tvö og hálft ár, og
veitirframleiðendum bættan aðgang
að sérhæfðri fagþekkingu innan
svínaræktarinnar.
Lœgra verð
Með starfsemi einangrunarstöðv-
arinnar er sem fyrr segir stefnt að því
að lækka framleiðslukostnað með
því að auka hagkvæmni í svínakjöts-
framleiðslunni. Einkum er sóst eftir
auknum vaxtarhraða eldisdýra,
minni fóðurnotkun með bættri fóð-
urnýtingu og hærra vöðvahlutfalli.
Fyrir neytendur þýðir þetta lægra
verð á svínakjöti og afurðum unnum
úr því.
Bœtt samkeppnisstaða
Fyrir svínabændur þýðir starf ein-
angrunarstöðvarinnar að sam-
keppnisstaða þeirra batnar bæði á
innlenda kjötmarkaðnum og gagn-
vart auknum innflutningi landbún-
aðarafúrða.
Verðþróun svínakjöts hefur verið
hagstæð undanfarin ár, og starf
Konráðs Konráðssonar, dýralæknis
í svínasjúkdómum, hefur þegar skil-
að sér í aukinni hagkvæmni í fram-
leiðslunni. Bundnar eru miklar von-
ir við að með einangrunarstöðinni
megi styrkja þessa jákvæðu þróun og
þannig gera svínaræktinni kleift að
takast á við harðnandi samkeppni.
Norskt landsvín
Ákveðið hefur verið að flytja til
landsins svín af norska landsvíns-
stofninum. Það sem ræður valinu er
aðallega hversu fátíðir sjúkdómar
eru í svínum í Noregi. Farin hefur
verið ferð á vegum embættis yfir-
dýralæknis og Búnaðarfélags
íslands til að velja dýrin sem flutt
verða til landsins.
Innflutningurinn
í fyrstu umferð voru fluttar inn 10
fengnar gyltur og komu þær til
landsins í marsbyrjun. Fyrstu grís-
irnir fæddust í lok mars. Það verður
síðan önnur kynslóð eða „barna-
börn“ þeirra sem verða flutt í land ef
það sannast í einangrunni að þau séu
laus við alla sjúkdóma.
Ef ræktunarstarf gengur vel verð-
ur líklega tímabært að huga að frek-
ari innflutningi að rúmum tveimur
árum liðnum, en það er sá tími sem
þarf að líða á milli hvers innflutn-
ings. I athugun er að flytja þá inn
finnskan Yorkshire-stofn, en sú
ákvörðun bíður betri tíma.
Líklegt er að staðið verði að inn-
flutningi með jöfnu millibili. Það
borgar sig ekki að stunda víðtækar
kynbótarannsóknir hér á landi og af
þeim sökum er betra að „flytja inn“
árangur og þekkingu annarra þjóða.
Hvað verður um íslenska
stofninn?
Innflutningur á nýjum dýrastofn-
um til landsins vekja ósjálfrátt upp
spurningar um hvað verði um inn-
lenda stofninn.
Við framræktun verður þess vita-
skuld gætt að varðveita og viðhalda
hagstæðum eiginleikum íslenska
stofnsins en spyrja má hvort tilkoma
nýrra svínastofna kalli ekki á reglur
til að vernda þann íslenska.
Eftirsóknarvert
Hjá innfluttu stofnunum er það
vaxtarhraði, fóðurnýting og vöðva-
hlutfall sem þykja eftirsóknarverðir
erfðaeiginleikar í samanburði við ís-
lenska stofninn. Þá er talið að með
aukinni kynbótastarfsemi og bættri
fagþekkingu megi draga úr vanhöld-
um. Islensku svínin þykja á hinn
bóginn hafa ýmsa kosti. Því miður
skortir meiri rannsóknir á íslenska
stofninum svo að erfitt er á þessari
Einangrunarstöð Svínarœktarfélags íslands í Hrísey.
294 FREYR - S'94