Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 7

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 7
FRfl RITSTJÓRN lenskum landbúnaði. Þar ber hæst erfiðleika sauðfjárbænda, en markaðsstaða kindakjöts versnaði enn á síðasta ári og viðunnandi útflutn- ingsmarkaðir eru ekki í sjónmáli. Innan margra annarra búgreina er einnig skortur á samstöðu í markaðsmálum, en best er staðan eins og áður í sölumálum mjólkur og mjólkurvara. Hér og nú eru þannig vandamál íslensks land- búnaðar ærin, en um leið má ekki gleyma því að aðrir atvinnuvegir búa einnig við þrengingar, og er þar sjávarútvegurinn nærtækastur. Og vilja menn líta til annarra landa megum við víðast hvar vel við samanburðinn una. M.E. Framleiðsla og velta jókst hjá Fendt 1994 Árið 1994 jók bæverski drátt- arvélafrantleiðandinn XAVER FENDT GmbH & CO heildarveltu sína um 21%, úr 715 milljón mörk- um 1993 í 865 milljón mörk 1994. Af einstökum greinum jókst framleiðslan mest á dráttarvélum. þar jókst veltan úr 555 milljón mörkum 1993 í 699 milljón mörk 1994, eða um 26%. Hjólhýsaframleiðslan kom út með sömu veltu bæði árin, eða 114 milljón mörk. Og hjá dótturfyrir- tækinu KEMPTENER MASCHIN- ENFABRIK (knf) í Kempten, varð 16% veltuaukning, úr 37 milljón mörkum í 43 milljón mörk, aðal- lega vegna vaxandi sölu á gaffal- lyfturum. Samdróttur á þýska dráttarvélamarkaðnum Samkvæmt tölum um nýskrán- ingu frá ökutækjaskránni í Flens- borg dróst þýski dráttarvélamark- aðurinn saman um 4,5%, (miðað við 7% samdrátt árið 1993). Alls voru nýskráðar 27.380 dráttarvélar. Aftur á móti fjölgaði nýskrán- ingum Fendt-véla nokkuð. Skráðar voru 4.385 Fendt-dráttarvélar, sem samsvarar 16% (15,2%) markaðs- hlutdeild og jafnframt forystu í þýska markaðnum. í gamla Vestur-Þýskalandi hélt Fendt markaðsforystu sinni tíunda árið í röð með 17,8% markaðshlut- deild. Á þeim markaði varð þó 3% samdráttur. í nýju sambandslöndunum, eða gamla Austur-Þýskalandi, tókst Fendt að auka markaðshlut sinn um tæp 40% og stökk þar úr 16 sæti upp í það fjórða. Eftir mikla upp- sveiflu á þeim markaði fyrstu árin eftir sameininguna, dróst heild- arsalan saman um 7% árið 1993 og 9% á síðasta ári. Aukning í öðrum Vestur- Evrópulóndum Eftir tilfinnanlegt markaðshrun á Vestur-Evrópumörkuðum í byrjun áratugarins snerist dæmið við á síð- asta ári þegar dráttarvélasalan jókst um 10%, nákvæmar tölu liggja þó ekki fyrir. Af heildarframleiðslu sinni, sem nam 7.370 dráttarvélum, flutti Fendt 44% út, eða 3.219 vélar, sem var 10% aukning frá árinu 1993. MOLRR Fluga gegn flugu Húsflugnaplága í svínahúsum getur verið erfið viðfangs. Danir hafa reynt og sett á markað s.n. fluga - gegn - flugu kerfi. Með því að flytja ránflugur í svínahús er fundin árangursrík aðferð til þess að berjast við flugnapláguna án þess að þurfa að brúka skordýra- eitur. Liifur ránflugunnar éta lirfur hús- flugunnar og eftir fáar vikur eru Nýjar dráttarvélar hljóta góðar viðtökur Það sem gerði gæfumuninn hjá Fendt voru hinar góðu viðtökur, sem nýja dráttarvélalínan fékk. Stórtraktorarnir Favorit 800 með 165 til 230 hö, Favorit 500 vélarnar með 95 til 140 hö og Farmer 300 með 75 til 125 hö vöktu mikla at- hygli, ekki síst erlendis. Búnaður, svo sem framásfjöðrun, aukinn aksturshraði úr 40 km/klst upp í 50 km/klst og margskonar aukin þæg- indi fyrir ökumann, vakti hvarvetna hrifningu fagmanna. Með aukinni veltu fylgdi batn- andi fjarhagsafkoma, svo árið 1994 varð í heild gott ár hjá Fendt. Söluumboð á Islandi fyrir Fendt- dráttarvélar hefur Búvélar hf., um- boðs-heildverslun. (Fréttatilkyiming). mestmegnis ránflugur eftir. Óþæg- indi af ránflugu eru smávægileg samanborið við amann af húsflugu. Ágæt meömæli Kona, 46 ára, sjúkraliði með 7 ára barn, óskar eftir starfi á sveitaheimili um mánaðamótin apríl-maí nk. Upplýsingar í síma 588 7989. 1.’95 - FREYR 47

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.