Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 13
Niðurstöður úr skýrslum nautgriparœktarfélaganna árið 1994 Jón Viðar Jónmundsson / þessari grein verður á hefðbundinn hátt gerð stutt grein fyrir nokkrum fyrstu niðurstöðum þegar ársuppgjör á skýrslum nautgriparœktarfélaganna fyrir árið 1994 liggur fyrir. Aðeins er hér um að rœða nokkur helstu atriði en fyllri niðurstöður munu birtast í Nautgriparœktinni innan nokkurra mánaða. Tafla 1 gefur yfirlit um helstu fjölda- og meðaltalstölur eftir hér- uðum og fyrir landið allt. Þátttaka í skýrsluhaldinu hefur tekið litlum breytingum frá fyrra ári. Skýrslur voru í uppgjöri frá samtals 888 búum og er það tveimur búum fleira en árið 1993. Þar sem breyt- ingar í þátttöku eru þetta litlar er að sjálfsögðu ekki um miklar breyt- ingar að ræða á milli svæða. Fækkun er samt í héruðum þar sem þátttaka var almennust áður, þ.e. Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu, en þar er um að ræða bú þar sem framleiðslu hefur verið hætt og bú sem standa utan skýrsluhaldsins eru orðin ákaflega fá á þessum svæðum þannig að erfitt verður að finna aðila í stað þeirra sem hætta fram- leiðslu. Þrátt fyrir að umtalsverður ár- angur hafi orðið í að auka þátttöku mjólkurframleiðenda í þessu starfi á allra síðustu árum má það alls ekki leiða til þess að á sé slakað að keppa að því marki að öll mjólk- urframleiðsla í landinu fari fram á búum þar sem slíkt skýrsluhald fer fram. Nú á sér stað nokkur umræða um möguleika fyrir íslenskan land- búnað að hasla sér völl á mörkuð- um undir merkjum vistvænnar og ómengaðrar framleiðslu. Engin ástæða er til að gera lítið úr þessum möguleikum, það fer varla á milli mála að þar eru sóknarfærin. En til að árangur geti náðst verða menn að gera sér grein fyrir að slíkt krefst aga og eftirlits. Hliðstæð umræða á Jón Viðar Jónmundsson. sér nú stað á öðrum Norðurlönd- unum og þær frændþjóðir okkar hafa vafalítið nokkurt forskot þar í sumum efnum. I því sambandi fer þar nú fram umræða um að gera skýrsluhald að skilyrði fyrir mjólk- urframleiðslu á næstu árum og rökin fyrir því eru eingöngu þau að það sé grundvallarþáttur í að sýna faglegan styrk og gæðaímynd greinarinnar. Full ástæða er fyrir íslenska mjólkurframleiðendur að gera sér grein fyrir þessari þróun. Skýrslufœrðum kúm fjölgar Skýrslufærðar kýr eru nú fleiri en nokkru sinni áður eða 26.981 og reiknaðar árskýr 20.317,4 og hafa þær heldur aldrei áður verið svo margar. Það sem einkennir hlutfall á milli skýrslufærðra kúa og árskúa alls er að hlufall árskúa miðað við fjölda kúa alls hefur lækkað miðað við það sem áður var. Fyrir þessu eru nokkrar ljósar ástæður. Með hverju ári eykst hlutfall þeirra fyrstakálfs kvígna sem bera að hausti eða snemma vetrar og fyrsta skýrsluár verður því aðeins skamm- ur hluti árs. Einnig hefur förgun kúa á síðustu árum aukist verulega frá því sem áður var og slíkir gripir verða á skýrslu hluta ársins. Meðalafurðir eftir hverja árskú árið 1994 eru 4147 kg af mjólk og er það 21 kg minna en árið 1993. Kjarnfóðurgjöf á hverja árskú á þeim búum sem skrá slíkar upplýs- ingar var að jafnaði 498 kg og er það 21 kg meira en árið 1993. Þessi samanburður sýnir að fyrir landið í heild er árið 1994 ekki jafn hagstætt mjólkurframleiðslu og árið 1993 var. Afurðaþróunin er hins vegar verulega breytileg eftir landshlutum þegar farið er að huga nánar að tölum. A Suður- og Vesturlandi er nokkur lækkun í afurðum og er þessi lækkun um það bil 70 kg af mjólk hjá hverri árskú. Um örlitla afurðaaukningu er að ræða á Vest- fjörðum. A Norðurlandi eru breyt- ingar aðeins mismunandi eftir hér- uðum en víðast nokkur aukning og langsamlega mest í Suður-Þingeyj- arsýslu þar sem afurðir eru að jafnaði mestar í einu héraði en þar skilar árskýrin að jafnaði 4377 kg af mjólk. I Austur-Húnavatnssýslu er um smávægilega lækkun afurða að ræða á milli ára. I Múlasýslum 1.’95 - FREYR 53

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.