Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 37

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 37
Fjallað er um viðhald, viðgerðir og endurbætur, á húsakosti til sveita, jafnt utandyra sem innan. Hliðsjón er höfð af skýrslu um tjón af völdum óveðurs í febrúar 1991. Ræddir eru möguleikar á endurbótum húsa, í stað nýbygginga og hvað þarf þar helst að athuga. Nám- skeiðið er ætlað bændum og öðrum sem sjá um húsakost til sveita. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri, Stofnlánadeild landbúnaðarins og fleiri aðilum. SAUÐFJÁRRÆKT - SÓTTVARNIR OG STÖRF ÁSAUÐBURÐI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 15.-16. mars Umsjónarniaður: Sveinn Hallgrímsson Ahersla er lögð á umfjöllun um helstu sjúkdóma sem tengjast sauðburði og varnir gegn þeim. Einnig verður fjallað um vinnutilhögun á sauðburði o.fl. ÚRVINNSLA ÚR BEINI OG HORNI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 16. - 18 . mars Umsjónarmaður: Matthías Andrésson Farið er yfir undirstöðuþætti við úrvinnslu úr horni og beini. Kennsla er að mestu verkleg. Efni og áhöld eru fyrir hendi, en þátttakendur sem eiga efni eru hvattir til þess að koma með það (t.d. horn, klaufir eða hófa af ful- lorðnum gripum). NAUTGRIPARÆKT - HEYÖFLUN Á KÚABÚUM Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 16.-17. mars Umsjónarmaður: Bjarni Guðmundsson Námskeiðið er ætlað mjólkurframleiðendum. Fjallað er um fóðurþarfir bústofnsins og gæðastjómun við fóð- urframleiðslu. Þá verður fjallað um áburð, grænfóður- rækt og sláttutíma og loks um heyverkun og hey- geymslu. Kynntar verða niðurstöður innlendra rann- sókna varðandi heyöflun handa mjólkurkúm. Áhersla er lögð á vinnu með gögn og forsendur þátttakenda sjálfra. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvann- eyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins - Bútækni- deild. NAUTGRIPARÆKT - FÓÐRUN MJÓLKURKÚA Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 20. -21.mars Umsjónarmaður: Gunnar Guðmundsson Námskeiðið er ætlað mjólkurframleiðendum. Fjallað er um meltingu jórturdýra, fóður, fóðrun og helstu fóðr- unarsjúkdóma. Kynntar eru niðurstöður úr nýlegum íslenskum rannsóknum á þessu sviði. Rætt er um nýj- ungar í orku- og próteinmati. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Bændasamtökunum. NAUTGRIPARÆKT - MJÓLKURGÆÐI OG JÚGURHEILBRIGÐI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 22. - 23. mars Umsjónarmaður: Líneik Anna Sævarsdóttir Námskeiðið er ætlað mjólkurframleiðendum. Fjallað er um júgurbyggingu, bakteríur í mjólk, flokkun mjólk- ur, og orsakir og afleiðingar júgurbólgu. Farið er yfir I áhrif aðbúnaðar og mjaltatækni á júgurheilbrigði og gæði mjólkur. Kennsla er verkleg og bókleg. Nám- skeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri, Búnaðarsambandi Suðurlands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. NAUTGRIPARÆKT - KLAUFSKURÐUR Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 24. - 25. mars Umsjónarmaður: Sigurður Oddur Ragnarsson Fjallað en um klaufskurð og þátttakendur fá þjálfun í klaufskurði. Auk þess er rætt um fótabyggingu naut- gripa, áhrif umhverfis á klaufir og áhrif ástands klaufa á heilsufar nautgripa. Námskeiðið er verklegt og bóklegt. TÓVINNA II Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 23. - 24. mars Umsjónarmaður: Jóhanna Pálmadóttir Námskeiðið er einkum ætlað fólki sem hefur lokið grunnnámskeiði í tóvinnu. Kennslan er að mestu verk- leg. Fjallað er um notkunarmöguleika ullarinnar m.t.t. heimilisiðnaðar eða smáiðnaðar. Einnig er fjallað um áhrif húsvistar á ullina sem hráefni. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Ullar- selinu á Hvanneyri. VISTFORELDRAR í SVEITUM - GRUNNNÁMSKEIÐ Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 27.- 29. mars Umsjónarmenn: Halldóra Ólafsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir Fjallað er um reglur varðandi vistun bama, um þroska barna, samskipti við foreldra og samstarf við félags- málastofnanir. Einnig er fjallað um matarræði og nær- ingu, hreyfmgu og leiki, skyndihjálp o.fl. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri, Bænda- samtökunum og Landssamtökum vistforeldra í sveitum. HROSSARÆKT - BYGGINGARDÓMAR HROSSA Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 28. - 29. mars Umsjónarmaður: Ingimar Sveinsson 1.’95 - FREYR 77

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.