Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 18

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 18
burð við meðalkúna. Hinn sterki þáttur þeirra er hins vegar að þessar kýr hafa gríðarlega hátt próteinhlut- fall í mjólk og sá dómur hefur ekki breyst. Þessi breyting á dómi Bassa þarf ekki að koma að öllu á óvart því að greinilegt er að dætur hans líkjast um margt dætrum föður hans, Arnars 78009, sem gaf kýr sem stóðu sig vel á fyrsta mjólk- urskeiði en sóttu sig ekki jafn mikið með aldri og dætur margra annarra nauta. Þrátt fyrir þessar breytingar tel ég að allt mæli með að nýta Bassa verulega sem nautsföður, en synir hans verða einmitt í vali til notkunar á þessu ári, vegna þess að hinir sterku þættir hans eru þeir sem okkur vantar mest nú. Á síðasta ári voru sum nautin í árgangi nauta frá 1987 dæmd á grunni heldur smárra dætrahópa. Dómur þeirra hefur nú verulega styrkst vegna þess að nær allar dætur þessar nauta sem til urðu vegna afkvæmarannsókna eru nú komnar fram með sitt fyrsta mjólk- urskeið. Eins og vænta má af þess- um orsökum þá koma víða fram verulegar breytingar á dómi frá fyrra ári. Það sem er hins vegar jákvætt við þessar breytingar er að yfirleitt lækka lökustu nautin enn verulega í dómi en þau bestu styrkja mörg hver jafnvel sinn áður góða dóm. Andvari 87014 heldur sínum gífurlega sterka dómi fyrir mjólkurmagn með 128 í kynbóta- mati en próteinhlutfall er iágt hjá þessum kúm og kynbótamat hans fyrir próteinhlutfall aðeins 90. Daði 87003 hefur styrkt enn sinn góða dóm. Hann gefur mjög mjólkur- lagnar kýr en dómur hans fyrir próteinhlutfall hefur enn styrkst og er nú 102 og er hann því nú kominn með hærra heildarmat en Andvari. Örn 87023 lækkar heldur í kynbóta- mati sem skýrist einkum af því að einkunn hans fyrir mjólkurmagn lækkar. Heildarmynd hans er hins vegar mjög jákvæð þar sem þetta er naut sem fær einkunnir vel yfir meðallag fyrir alla þá 15 eiginleika sem metnir eru í kynbótamatinu. Önnur naut sem einnig virðast mjög áhugaverð til frekari notkunar úr þessum árgangi nauta eru Háleistur 87008, Flekkur 87013, Vindur 87015 og Leistur 87027 en ég vísa til Nautgriparæktarinnar frá síðasta ári um frekari upplýsingar um kosti og galla þessara nauta í einstökum eiginleikum. Dómur um naut sem fœdd eru árið 1988 Fyrsti dómur um dætur nautanna sem fædd eru árið 1988 er hér birt- ur. Þegar þetta er skrifað hefur endanlegur dómur ekki verið fell- dur um þessi naut þannig að ekki liggja fyrir ákvarðanir um hvejir þeirra verða valdir sem nautsfeður eða til frekari nota. Einnig er ástæða til að benda á að sá dómur sem hér er birtur byggir í sumum tilfellum á mjög takmörkuðum fjöl- da dætra. Þegar kynbótamat er unnið hverju sinni þá vinnum við einnig annað spásagnarmat þar sem við tökum með upplýsingar til viðbótar fyrir þær kýr sem komnar voru með yfir 200 daga í fram- leiðslu á nýju mjólkurskeiði. Sú reynsla sem við höfum fengið bendir til að sú spá sem við á þennan hátt gerum segi verulega fyrir um á hvern veg einkunnir nautanna muni þróast í framtíðnni. Þess vegna byggi ég umsögn mína einnig á þeim upplýsingum sem ég leyfi mér að lesa þar. Þegar tölurnar eru skoðaðar er hins vegar greinilegt að hér er á ferðinni nautaárgangur sem hefur ótrúlega yfirburði umfram allt sem áður hefur komið fram í ræktun- arstarfinu hjá okkur til þessa. Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við það sem ég hafði talið mig sjá við skoðun á hluta af þessum kúm vegna kvíguskoðunar á síðasta ári og stuðningur við þær virðist einnig birtast í þeirri umsögn sem fram kemur frá eigendum þeirra í mjalta- athugun. Þetta er að sjálfsögðu mjög ánægjuleg niðurstaða en þó fyrst og fremst vegna þess að hún sýnir að það ræktunarstarf sem verið er að vinna skilar tilætluðum árangri. I því sem ég segi um þessi naut hér á eftir hef ég valið þá leið að fjalla um þau sem hálfbræðrahópa vegna þess að þarna eru á ferðinni nokkrir mjög stórir hópar hálf- bræðra. Nikki 80001 á þarna sjö syni, þá Breiðfjörð 88005, Pytt 88007, Sæla 88012, Dalakút 88014, Júní 88018, Tára 88019 og Hofdal 88030. Þetta er greinilega lang lakasti hópur hálfbræðra senr þarna kemur til dóms. Meðaleinkunn þessara nauta er 102,7 og í spáeinkunn lækkar þetta meðaltal frekar og er 101,6. Eg ætla að ekki verði mörg naut úr þessurn hópi sem koma til frekari notkunar nema þá Pyttur 88007 sem er þriðja nautið undan Dídí 18 í Stíflu í Vestur-Landeyjum sem fær dóm og Dalakútur 88014 frá Efri- Brunná, undan Dimmu 27 þar sem var mikill afreksgripur, dóttir Brúsks 72007. Stærsti hálfbræðrahópurinn eru synir Dálks 80014, samtals eftir- talin 10 naut; Svelgur 88001, Óli 88002, Uggi 88004, Hlýri 88008, Flakkari 88015, Holti 88017, Haki 88021, Sporður 88022, Mosi 88026 og Ufsi 88031. Niðurstaða fyrir þennan hálfbræðrahóp er einstök. Meðaleinkunn þeirra er 112,1 og í spáeinkunn hækka þeir enn veru- lega og eru þar með 114,1. Ljóst virðist af öllum fyrirliggjandi upp- lýsingum að hér er á ferðinni ótrú- legt úrval nauta. Ætla má að öll þessi naut nema Hlýri 88008 séu áhugaverð til frekari notkunar. Á undanförnum árum hefðu flest þessara nauta verið dæmd sem mjög góðir nautsfeður. Hér verður ekki frekar fjallað um þessi naut en eftir að dómur hefur endanlega verið felldur um nautin munu frek- ari upplýsingar um þau verða birtar. Bæsi 80019 á þarna þrjá syni, þá Balda 88003, Tón 88006 og ísólf 88011. Meðaltal þeirra er 107 í heildareinkunn en í spáeinkunn lækka þeir frekar, í 105,1. Tvö þessara nauta koma vafalítið til skoðunar um frekari notkun. Baldi 88003 er frá Baldursheimi í Mý- vatnssveit undan Klöpp 28 sem var dóttir Báts 71004 og er því sam- mæðra Háleisti 87008. Tónn 88006 er frá Geirshlíð í Flókadal undan Hörpu 12 sem var sammæðra Kóngi 81027. Tónn 88006 gefur mikið af rnjög fallegum kúm. Þá koma hér til dóms þrír fyrstu synir Tvist 81026, þeir Valur 88025, Uni 88027 og Þristur 88033. Öll þessi þrjú naut eru enn með Frh. á bls. 52. 58 FREYR - 1.’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.