Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 36

Freyr - 01.02.1995, Blaðsíða 36
og upphitun lofts til súgþurrkunar. Námskeiðið er skipu- lagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins - Bútæknideild. HROSSARÆKT - TAMNINGAR í HRINGGERÐI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 27. febrúar - 1. mars Umsjónarmaður: Ingimar Sveinsson Kynnt verður aðferð “Monty’s Roberts” (ameríska aðferðin) í frumtamningu hrossa. Aðferðin byggir á notkun hringgerðis við frumtamningar. Sýnd verða myndbönd og skýrðar þær forsendur sem aðferðin byg- gir á. Námskeiðið er verklegt og bóklegt. Hver þátt- takandi kemur með ótamið hross og vinnur með það á námskeiðinu. Námskeiðið er einkum ætlað hrossa-bæn- dum sem fást við tamningar og hentar aðeins fólki sem vant er tamningum. Möguleiki er á að aðstoða þátttakendur við að útvega hross að láni í nágrenni Hvanneyrar. BÓKBAND Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 28. febrúar - 2. mars Umsjónarmaður: Jón Friðbjörnsson Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað þeim sem vilja kynna sér undirstöðuþætti bókbands. Kennslan er að mestu verkleg og þátttakendur koma sjálfir með bækur til að binda inn. Mikilvægt er að bækurnar sem vinna á með á námskeiðinu séu heillegar, blöð séu ekki rifin eða skemmd. NÁMSKEIÐ í MARS SAUÐFJÁRRÆKT - RÚNINGUR OG MEÐFERÐ ULLAR Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 1.-3. mars Umsjónarmaður: Guðmundur Hallgrímsson Námskeiðið er ætlað fólki með litla reynslu af vél- rúningi. Auk verklegrar kennslu í rúningi er fjallað um frágang, meðferð og flokkun ullar og áhrif húsvistar á u 11. KARTÖFLURÆKTUN - NÁMSKEIÐ FYRIR KARTÖFLUBÆNDUR Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 2.-3. mars Umsjónarmaður: Magnús Oskarsson Fjallað er um ræktun kartallna; val afbrigða, stofn- ræktun, kartöflusjúkdóma, áburðarnotkun, aðskotaefni í kartöflum o.fl. Éinnig verður fjallað um bústjórn og markaðsmál. Námskeiðið verður kynnt með bréfi til kartöflubænda og annarra sem þess óska. Leiðbeinendur ; verða Magnús Oskarsson, Olafur Vagnsson, Sigurgeir Ólafsson o.fl. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskól- anum á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Utsæðisnefnd og Landssambandi kartöflubænda. BÓKHALD - BÚBÓT 3.5 Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 6. - 7. mars Umsjónarmenn: Þórarinn Sólmundarson og Ketill A. Hannesson Námskeiðið er ætlað núverandi eða væntanlegum notendum bókhaldsforritsins Búbót 3.5. Æskilegt er að þátttakendur mæti með eigin tölvu og vinni verkefni á hana. Forritið verður sett upp á tölvur þeirra sem ekki hafa það. Námskeiðið byggist á verkefnavinnu og fyrir- lestrum. Fjallað er um helstu þætti bókhaldsreglna, meðferð fylgiskjala, lög og reglur varðandi VSK, skattalög og ný bókhaldslög. Ahersla er á kennslu á fjárhagsbókhaldshluta kerfisins og unnin verða raunhæf verkefni. Af einstökum efnisþáttum má nefna val- myndir og glugga, upphafsvinnslur, bókanir og upp- færslur, fyrirspurnir og útskriftir VSK-skýrslna, árs- uppgjör og gerð skattframtals. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hólum og Bændaskólanum á Hvanneyri. SKATTSKIL Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 8. - 9. mars Umsjónarmaður: Stefán Öm Valdimarsson Fjallað er um gerð skattframtals bænda. Einnig er fjal- lað um staðgreiðslu skatta og lög um tekju- og eigna- skatt. Ahersla er lögð á verkefnavinnu þátttakenda. Athygli er vakin á námskeiði um skil á virðisaukaskatti sem haldið er 10. mars, það er sjálfstætt framhald af þessu námskeiði. SKIL Á VIRÐISAUKASKATTI Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 10. mars Umsjónarmaður: Stefán Öm Valdimarsson Farið er í grannatriði virðisaukaskatts t.d. skattskyldu, innskatt, útskatt, uppgjör og skil. Einnig er rætt um útlit reikninga, færslu og frágang fylgiskjala. Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna m.a. fært í færslubækur. SPJALDVEFNAÐUR I Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 8. -10. mars Umsjónarmaður: Philippe Ricart Kennt er að vefa bönd og borða með íslenskri vefn- aðaraðferð. Notuð eru spjöld til að stjóma munstur- gerð. Unnið er með kambgarn, bómull og língarn. VIÐHALD HÚSA Staður: Bændaskólinn á Hvanneyri Tími: 13. -14. mars Umsjónarmaður: Gunnar Jónasson 76 FREYR - 1.’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.