Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1995, Page 37

Freyr - 01.03.1995, Page 37
Fjósvagn og heyrúlluvagn Einar Svanbergsson er einn af þeim bændum sem brugðið hefur búi á síðari árum. Hann bjó áður í Torfufelli í Eyjafjarðarsveit, en flutti til Akureyrar og keypti þar fyrirtækið Ryðvarnarstöðina, sem auk þess að ryðverja bfla hefur með höndum púströra- og dekkjaþjónustu. Með reynslu af búskap hóf Einar að smíða tæki sem komið gætu að gagni við bústörfin. Þannig smíðaði hann mjaltavagn sem nota mætti undir ýmislegt það sem tilheyrir mjöltum, svo sem fötur, sýnakönnu og „statíf‘ undir bók til að færa í upplýsingar, sjá 1. mynd. Með mjaltavagningum er unnt að fá tækjahengi sem aukahlut, en á hengið eru settar mjaltavélar á milliferðum úr mjólkurhúsi í fjós, sjá 2. mynd. Einar hóf smíði á þessum vögn- um sl. sumar. Vagnarnir eru á þrem- ur hjólum og eru léttir og liprir og hafa notið mikilla vinsælda þar sem þeir eru notaðir. Einnig hefur Einar hannað og smíðað rúlluvagn til að flytja rúllu- bagga innanhúss, úr hlöðu og fram á fóðurgang, sjá 3. mynd. Undir vagninum miðjum til beggja hliða eru tvö hjól, en að auki sitt hvort hljólið að framan og aftan. Síðast- nefndu hljólin ná ekki samtímis niður á gólf þannig að auðvelt er að stjórna vagninum. Við gjöf má rista baggann í miðju ofanfrá og fellur þá heyið til beggja hliða þannig að auðvelt er að handfjalla það. Ryðvarnastöðin er til húsa að Fjölnisgötu 6E, Akureyri, sími 96- 26339. Mynd 1. Mjaltavagn án tœkjahengis. Mynd 2. Mjaltavagn með tœkjahengi. Mynd 3. Heyrúlluvagn. Með því að rista baggann niður í miðju er auðvelt að gefa I heyið. MOLflR Termítar komnir til Englands Termítamaurar valda árlega miklu tjóni í heitustu löndum heimsins. Á hinn bóginn hafa norðlægari lönd verið laus við þá. En nú hefur fundist termíta-nýlenda í húsi einu í Devon í Suður-Eng- landi, sú fyrsta af sínu tagi á Bret- landseyjum. Húsið var byggt á rök- um trjáviði og er kynnt með mið- stöðvarhitun. Sérfróðir menn segja að termítar þessir éu upprunnir frá Miðjarðarhafslöndum. Hvemig þeir komust til Englands er ókunnugt. Nýlendan er talsvert stór orðin og hefur sennilega verið mörg ár í hús- inu. Líklega hafa maurarnir borist í ógáti með skipsfarmi frá suðrænum slóðum. (New Scientist) 3.'95- FREYR 125

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.