Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Síða 5

Freyr - 01.10.1998, Síða 5
Ástæða fólksfækkunar í Inn-Djúpi Erfitt aðfinna önnur störf með búskapnum Jónas Helgason í Æðey ólst upp í Reykjavík en fluttist vestur í Æð- ey á unglingsárum með foreldrum sínum, en þangað á hann ættir að rekja. Hann stundaði þar alhliða bú- skap framan af, með kýr, sauðfé ásamt æðarækt, en hefur nú hætt kúa- og fjárbúskap og hefur vetur- setu í Reykjavík með fjölskyldu sinni, en stundar búskapinn vestra á sumrin. Blaðamaður Frey lagði leið sína í Æðey á liðnu sumri til að ræða við Jónas og bað hann fyrst að segja á sér deili. Ég er fæddur í Reykjavík árið 1947. Foreldrar mínir voru Helgi Þórar- insson frá Látrum í Mjóafirði hér í Djúpinu og Guðrún Lárusdóttir héð- an frá Æðey. Faðir minn starfaði um þetta leyti sem fulltrúi hjá Almenn- um tryggingum. I Æðey bjuggu á þessum tíma systkini móðurömmu minnar, þau Sigríður, Halldór og Asgeir Guð- mundsbörn. Um áramótin 1960- 1961 höfðu þau samband við for- eldra mína og buðu þeim Æðey til kaups, en það höfðu þau reyndar gert áður. Þessu boði fylgdu þau skilaboð að þetta væri í síðasta skipti sem þau byðu þeim þetta, því að þau mundu hætta búskap að vori og selja jörðina þá einhverjum öðr- um. Foreldrar mínir voru þá taldir þeir einu af ættinni sem kæmu til greina að búa hér. Faðir minn hafði alla tíð mikinn áhuga á búskap og fjölskyldan hafði eignast sumarbú- stað upp við Elliðavatn fimm árum áður þar sem þau dröldust í allt sum- arið, en hann stundaði vinnu í bæn- um. Þetta þótti langt upp í sveit á þessum árum, þó að það sé í útjaðri Reykjavíkur í dag. Skólaganga þín? Eftir skyldunámið, sem ég tók fyrst í Reykjavík en síðan í Reykjanesi við Isafjarðardjúp, fór ég á Hvanneyri og var þar tvo vetur, 1964-’66. Síð- an fór ég reyndar aftur í Reykja- nesskóla veturinn 1969 í 4. bekk. Hvernig nýttist þér nám þitt á Hvanneyri? Það nýttist mér ágætlega og það var gaman að vera þama og góður andi. Ég lærði t.d. heilmikið í vélfræði og | hef náð að bjarga mér mikið til síð- | an. Pétur Haraldsson kenndi hana, afbragðskennari. Við fengum m.a. | Það verkefni seinni veturinn að taka J í gegn vél úr gömlum Willys jeppa. j Við tókum hana í gegn frá gmnni með rafkerfi og bensínkerfi og ann- að. Við stilltum henni upp í grind og þegar því verki var lokið þá var hún notuð það sem eftir var vetrar til að leita að bilunum sem Pétur var mjög hugvitsamur að búa til. Annars vann ég dálítið við skóla- búið þessa vetur, hjá Guðmundi Jó- hannessyni ráðsmanni. Það var líka dýrmætur skóli, hann er sennilega einhver besti verkstjóri sem ég hef kynnst. Fyrri veturinn var ég í ým- j issi lausamennsku hjá honum en seinni veturinn vomm við þrír sem skiptumst á að fóðra féð eftir ára- mótin. Guðmundur fór sjálfur á morgnana og gaf mjöl en við sáum um að gefa að öðru leyti. Kona þín? Hún er frá Reykjavík og heitir Kat- rín Sigríður Alexíusdóttir og eig- um við þrjá syni, Alexíus 16 ára, Magnús Helga 14 ára og Jónas Kristján 8 ára. Freyr 1 2/98 - 5

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.