Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 20

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 20
Ágúst Þór Jónsson mjólkurfrœðingur í Mjólkurbúi Flóamanna hugar að sýríngu \ lífrænnar ab-mjólkur. Mjög miklar takmarkanir eru á allri lyfjanotkun. Öll kerfisbundin eða fyrirbyggjandi lyfjanotkun þeg- ar engir sjúkdómar eru fyrir hendi er bönnuð. Það hefur t.d. í för með sér að geldstöðumeðhöndlun kúa er bönnuð. Allar lögbundnar bólusetn- ingar eru leyfðar og einnig fyrir- byggjandi bólusetningar gegn stað- bundnum sjúkdómum. I anda dýra- verndunarsjónamiða er notkun deyfandi lyfja leyfð, sem og notkun fúkkalyfja ef önnur meðferð virkar ekki. Ef fúkkalyf eru notuð skal út- skolunartíminn að lágmarki vera þrisvar sinnum lengri en gefið er upp og minnst 14 dagar. Lífræn mjólkurvinnsla Eins og bóndinn þá þarf mjólkur- | stöðin einnig að uppfylla ýmis skil- | yrði til þess að geta framleitt vottað- ' ar lífrænar mjólkurvörur. Fyrst og fremst þarf mjólkurstöðin að hafa aðgang að nægu magni af vottaðri lífrænni mjólk, þar sem allar lífræn- | ar mjólkurafurðir skulu eingöngu J innihalda slíka mjólk. Hins vegar má lokaafurðin innihalda að há- marki 5% hráefni sem ekki eru líf- ræn. Sem dæmi má nefna að lífræn ab-mjólk er próteinbætt með hefð- bundnu undanrennudufti. Við vinnsluna er lögð mikil áhersla á fullkominn aðskilnað frá annarri mjólk og mjólkurvörum. Æskilegast er að notaður sé sérstak- ur tækjabúnaður, sem ekki er notað- ur í annað. Þó er leyfilegt að nota sama tækjabúnað og notaður er við vinnslu hefðbundinnar vöru að því tilskildu að hann hafi verið þveginn áður en byrjað er á vinnslu lífrænnar mjólkur. Vinnsluaðilinn þarf einnig að halda skýrslur yfir allt er lýtur að líf- rænu vinnslunni þannig að hann geti sýnt fram á að ekki sé framleitt meira af lífrænum vörum en hægt er úr því mjólkurmagni sem er til ráð- stöfunar. Einnig þarf að gera grein fyrir samsetningu og uppruna allra íblöndunarefna og umbúða. Sérstak- lega er fylgst grannt með hvaða ör- verur eru notaðar, og eru gerðar kröfur um vottorð frá seljendum um að þær séu ekki á neinn hátt erfða- breyttar. Gæðakröfur til lífrænnar mjólkur Ein spuming, sem stjóm TM fannst áhugavert að varpa fram hér, er sú hvort gera eigi aðrar og meiri gæða- kröfur til lífrænnar mjólkur heldur en til hefðbundinnar mjólkur. Eins og staðan er í dag em gerðar ná- kvæmlega sömu kröfur til gæða líf- rænnar mjólkur og hinnar hefð- bundnu, og lagaleg heimild er ekki fyrir hendi til þess að breyta því. Þ.e.a.s. núverandi mjólkurreglugerð leyfir ekki slfkt. Hins vegar má velta fyrir sér hvort slíkar kröfur eigi rétt á sér. Hafa ber í huga að vottunin er eingöngu trygging á ákveðnu fram- leiðsluferli hjá bónda og vinnslu- stöð, en segir ekkert til um gæði vör- unnar. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna hefur verið lögð áhersla á að lífræn ab-mjólk sé nýr valkostur við hliðina á venjulegri ab-mjólk, við höfum hins vegar forðast að hefja aðra hvora vöruna á stall fyrir ofan hina og teljum það mjög varhugavert. 20 - Freyr 1 2/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.