Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 25

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 25
dýralæknir í Reykjavík fylgdist um áratuga skeið vel með heilsufari svína í héraðinu. Taldi hann að al- menn bólusetning og aukið aðhald varðandi notkum matarleifa til skepnufóðurs hafi verið þeir þættir sem mestu máli skiptu í báráttunni við svínapestina og að lokum leitt til þess að hún hvarf með öllu. Astæða er til þess að vekja at- hygli á því að þrátt fyrir að margir svínabændur yrðu fyrir verulegu tjóni af völdum veikinnar, kom aldrei til neinna bóta af opinberu fé, þó að tjón af völdum sauðfjársjúk- dóma væri bætt á ýmsan hátt á sama tíma. Þó að hálf öld sé nú liðin síðan barist var við svínapest hér á landi þótti rétt að rifja þessa baráttu upp í stórum dráttum, ekki síst vegna þess að með bólusetningu tókst að upp- ræta veikina á nokkrum árum, sem víðast hvar annars staðar hefur ekki tekist. En að vísu voru ýmsar ytri að- stæður okkur hagstæðar í því sam- bandi. Hvort þessari aðferð yrði beitt á ný ef svo hörmulega skyldi til takast að svínapest bærist aftur til landsins skal engu spáð um, eða hvort gripið yrði til róttækari aðgerða, líkt og nú er fyrirskipað innan Evrópusam- bandslanda. Helstu heimildir: 1. Arsskýrslur Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafnræðium að Keld- um: 1949, 1950 og 1951. 2. Asgeir O. Einarsson: Svínafárið, Freyr 1942, 37. árg. bls. 125-126. Dagbækur og munnlegar upplýs- ingar. 3. Dunne H.W.: I Diseases of Swine 1964, bls. 140-186. 4. Torrey J.R: I Animal Diseases 1956, bls. 354-362. 5. Jón M. Guðmundsson, Reykjum, munnlegar upplýsingar 1998. 6. Morgunblaðið 21. og 24. júlí og 9. ágúst 1942. 7. Dagblaðið Vísir 5. september 1942. Olíkur hugs unarháttur ikill munur er á hugsunarhætti í Bandaríkjunum og Evrópu- sambandinu hvað varðar búvöru- framleiðslu og matvælaiðnað. Af- leiðing þess er að Bandaríkin fram- leiða ódýrari matvæli en ESB. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að auka hlut sinn á heims- markaði fyrir matvæli og þar verður að horfast í augu við eftirfarandi: 1. Framleiðslukostnaður er nú hvergi lægri en í Bandaríkjunum. 2. Bandaríkin, sem eina stórveldið, mun beita afli sínu til að ná betri aðgangi að heimsmarkaðnum. 3. Bandarísk búvöruframleiðsla er í sókn eftir að lög hafa verið sett um fullt frelsi til búvörufram- leiðslu, „Freedom to Farm”, og með framförum í framleiðslu vaxtarhormóna og í erfðatækni, sem annað hvort er bönnuð í ESB eða ESB hefur þar dregist aftur úr. Undirstaða bandarísks landbún- aðar og landabúnaðarstefnu er vís- indi, rannsóknir, aukin framleiðsla, nýjar framleiðsluaðferðir og ný tækni. Eins og önnur lönd vilja banda- rískir bændur framleiða bestu mat- vörumar handa neytendum. Skoð- anamunurinn birtist hins vegar þeg- ar farið er að ræða um hvað sé best fyrir neytendur. I Bandaríkjunum eru það vísind- in sem skera úr um það hvort vara sé holl og framleiðsluaðferðir í lagi. Umhverfissjónarmið, aðbúnaður og velferð búfjárins, félagsleg sjónar- mið o.s.frv. gegna ekki sama hlut- verki og í ESB. Sveitasæla er ekki til í bandarískum landbúnaði, kjör- orðið er: því stærra, því betra. Hinar stóm bandarísku borgir og hinn umfangsmikli og afar iðnvæddi landbúnaður hefur leitt til þess að bandarískir neytendur hafa sáralitlar áhyggjur af því hvað gerist með bú- vörurnar áður en þeim er raðað í búðarhillumar. Yfirvöldin eiga að tryggja að vörumar séu í lagi. Það gerist m.a. með því að leyfa geislun matvæla, skolun kjúklinga í klór- upplausn o.s.frv. Hin hraða sókn erfðatækni í Bandarrkjunum veldur áhyggjum. Sitthvoru megin Atlants- ála hafa um langt árabil farið fram rannsóknir í erfðatækni. Við í Dan- mörku höfum lengi heyrt talað um tilraunir og umfjöllum um viður- kenningu á erfðabreyttum sykurróf- um. Neytendur eru tortryggnir gagnvart þessu nýja afbrigði af syk- urrófum og talað er um genatrix (genmanipulation). I Bandaríkjunum er afstaða til erfðatækninnar jákvæð. Þessi tækni gefur af sér betri afurðir, á lægra verði, það er unnt að auka fram- leiðsluna og jafnvel er talað um um- hverfisvænni framleiðslu, þar sem notkun vamarefna (t.d. gegn ill- gresi) minnkar verulega. Af sjónarhóli Bandarikjamanna verður ekki aftur snúið. Genbreytt afbrigði nytjajurta munu verða alls- ráðandi. þegar á þessu ári mun 30- ) 40% af uppskeru mais og sojabauna | verða erfðabreytt. Innan skamms | verður ekki unnt að halda aðskildum erfðabreyttum og ekki erfðabreytt- um afurðum. í ESB er afar erfitt að fá erfða- breyttar búvörur viðurkenndar. Það er jafnvel erfitt að fá hið opinbera til að fjalla um málið. Aðildarlönd ESB em innbyrðis ósammála. Banda- rískur vararáðherra orðaði þetta þannig nýlega: „I USA eru nú þegar framleiddar búvömr með tvö erfða- breytt gen og áður en langt um líður með fimm eða sex. það mun ESB ekkert geta ráðið við”. Grein eftir Jörgen Möllegaard í Landsbladet nr. 32/1998. M.E. Þýddi. Freyr 1 2/98 - 25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.