Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 13

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 13
Fyrsta stundin á sjó. sést að veðurfar í heild, öll árin sem athuganimar stóðu, hefur verið æðarvarpi mjög hagstætt, þ.e. hlýtt og fremur þurrviðrasamt, ekki vindasamt og sólfar um og í kringum meðaltal. I ljósi þessa verður að líta á niðurstöðumar. Ekkert er hægt að fullyrða um hvort meiri veðurfarssveiflur hefðu haft áhrif á niðurstöðumar. Niðurstöður Niðurstöðumar eru dregnar saman í 2. töflu. Umfjöllun I dálkum 3 og 4 í 2. töflu sést fjöldi eggja alls og meðalfjöldi eggja í hreiðri. Meðalfjöldi eggja í hreiðri er 3,6-3,8 egg, en miðað við það að hreiður vom alltaf valin af tilviljun í tilraunaliðina, þá virðist furðu mikill munur koma fram á milli aðferða, en sá munur er tölfræðilega ekki mark- tækur. Til útskýringar má minna á, að þegar talað er um að hefðbundnar tölfræðilegar reikniaðferðir sýni ekki marktækan mun á milli aðferða, þá er átt við að sá munur sem fram kom á milli tilraunaliða sé vegna tilviljunar og prófun gerð miðað við 5% örygg- ismörk. Ungar komu úr 75-81% eggj- anna, hin hurfu. Mjög vel var fylgst með svæðinu og er tæpast um annað að ræða en að mávur eða annar vargur hafi tekið þau. Veðurfar var þannig að ekki var talið að um fok gæti verið að ræða. Ekki var töl- fræðilega marktækur munur á milli aðferða. Að meðaltali komu 14,85-17,05 gr. af dúni úr hreiðri eftir aðferð eða með öðrum orðum, þurfti 58,7-67,3 hreiður til að gefa 1 kg af fullhreins- uðum dúni eftir aðferðum. Þó að mestur dúnn kæmi úr þeirri aðferð þar sem allt var tekið strax og minnstur dúnn fengist þar sem dúnninn lá óhreyfður í hreiðrinu all- an tímann, þá skal haft í huga að ekki var tölfræðilega marktækur munur á milli aðferða. Bent skal á að jafnvel þar sem allur dúnn var tekinn strax og fulldúnað var, þá þarf 58,7 hreiður til að gefa 1 kg af dúni. I viðtölum við æðarbændur sem taka dúninn snemma kemur fram að margir þeirra ná betri nýt- ingu. Að ekki næst betri nýting á þessu svæði skýrist af því að mikið er af mosa og öðrum gróðri í landinu sem mjög erfitt er að ná úr dúninum og því rýmar hann talsvert við hreinsunina. Varðandi rænd eða yfirgefm hreiður og fjölda fúleggja, þá reyndist ekki tölfræðilega mark- tækurr munur á milli aðferða. Dúnninn var þurrkaður strax að tínslu lokinni og síðan sendur í hreinsun. Hreinsunin var fram- kvæmd með hefðbundnum hætti, þar sem dúnninn er hitaður alllengi við 110-120°C, síðan hreinsaður í dúnhreinsivél og að lokum fjaður- tíndur fyrst í vél og síðan farin loka- yfirferð í höndum. Miðað við vigtun fyrir hreinsun og svo aftur að hreins- un og fjaðurtínslu lokinni, þá fékkst eftirfarandi niðurstaða: Breiðfírska aðferð a), 21,7% nýt- ing. Breiðfirska aðferð b), 23,5% nýting. Óhreyft, 24,1% nýting. Allt tekið strax 27,3% nýting. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á milli aðferða. Þessar tölur undir- strika það hversu mikil óhreinindi dúnninn tekur til sín úr landinu, þrátt fyrir bestu mögulega meðferð. Freyr 12/98 - 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.