Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 23

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 23
Myndarleg kös afsvínum sem deydd voru í Hollandi 1997 vegna svínapestar. Þeim var síðan öllum eytt í eldi. fjöldi svína. Árið 1940 eru talin fram 453 fullorðin svín, en árið 1943 er talin fram 1508 svín, rúm- lega þreföldun á þremur árum. I byrjun veikinnar lýsir Ásgeir Einarsson einkennum hennar þann- ig: „Dýrin eru dauf og lystarlaus, sem stafar af háum hita 40,5-41,5° sem oft helst í marga daga. Skita er venjulega mest áberandi einkennið. Veikinni fylgja blæðingar í líffærum og blæðir þá stundum út um nasir frá lungunum, blæðingar í nýrum og blöðru með rauðleitu eða gruggugu þvagi og fylgir þessu óstjómlegur þorsti. Oft hafa dýrin skjálfta og grísir fá jafnvel krampadrætti. Sum dýr verða blárauð á eyrum og oft verður skrokkurinn rauðblár þegar líður á veikina og stundum koma rauðir blettir aðallega á útlimi og kvið”. Fljótlega eftir að veikinnar varð vart voru bannaðir allir ílutningar á svínum nema til sláturhúsa, jafn- framt vom allir sem fóðmðu svín með eldhúsúrgangi hvattir til þess að sjóða hann áður en svínunum væri gefinn hann. Brýnt var fyrir svínabændum og starfsmönnum við svín að heimsækja ekki önnur svína- bú. Um það bil mánuði eftir að veik- in kom upp var gerð tilraun í sam- vinnu við amerískan dýralækni, dr. Meaks, sem þekkti vel svínapest, til að ganga úr skugga um það að þetta fár væri vímspest í svínum, „Hog eholera” eins og Bandaríkjamenn nefna sjúkdóminn. Fimm grísir voru sýktir með blóði úr sjúkri gyltu. Grísimir urðu veikir tveim dögum eftir að þeir voru sýktir og allir drápust þeir inn- an tíu daga með greinilegum svína- pestareinkennum, að dómi dýra- læknanna. Þrátt fyrir hömlur á samgöngum milli svínabúa og tilmæli um að sjóða matarúrgang ætlaðan svínum, breiddist pestin hratt út og í byrjun september 1942 var veikin komin upp á 10 búum og um 260 svín dauð, þar af um 100 svín sem slátrað var heilbrigðum til að forða þeim frá veikinni og koma í veg fyrir að kjöt- ið skemmdist og dýrin dæmd óhæf til neyslu. Eigi að síður greip ótti fólk með þeim afleiðingum að sala á svínakjöti snarminnkaði um nokkurt skeið. Sermi gegn svínapest Strax og staðfest hafði verið að um svínapest væri að ræða var hafist handa við að útvega blóðvatn, (sermi), frá Bandaríkjunum til varn- ar veikinni. Á þessum árum var notkum á slíku blóðvatni almenn þar í landi til að draga úr tjóni af völdum svínapestar. Var það fram- leitt á svínum sem fengið höfðu svínapest og náð sér aftur. Til að auka mótefni í blóði þeirra voru þau dæld með svínapestarveiru (þ.e. blóði úr svíni veiku af svínapest). Að ákveðnum tíma liðnum var blóði Freyr 1 2/98 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.