Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 9
Jónas í Æðey um borð í heimilisbátnum, M/S Svan, Æðey íbaksýn.
Hvað er þetta hús lengi í
notkun?
Það er búið í því til 1934 að fóstur-
foreldrar móður minnar flytja úr því.
Það hefur þó komið fyrir að það haft
síðan verið sofið í því á sumrin, en
fyrst og fremst hefur það verið notað
sem geymsla. Við reynum að halda
því við og tókum það í gegn að utan
árið 1980.
Á þínum tíma hér hefur byggð
hér um slóðir mikið breyst og
dregist saman.
Já, hér hefur byggð breyst alveg gíf-
urlega mikið síðan ég flutti hingað
árið 1961. Þá eru í þessum fjórum
gömlu Inndjúpshreppum, þ.e. Snæ-
fjalla-, Nauteyrar-, Reykjafjarðar-
og Ögurhreppum, um 50 bæir í
byggð en nú eru þeir um 20-21, fyrir
utan það hvað fólki hefur mikið
fækkað á bæjum. Áður voru böm á
flestum bæjum, en nú óvíða. Við
stofnuðum t.d. ungmennafélag í
Snæfjalla- og Nauteyrarhreppi árið
1975 og það starfaði í nokkur ár af
fullum krafti.
Hér í Snæfjallahreppi voru um 40
manns þegar ég man fyrst eftir en nú
eru skráðir íbúar hér í Snæfjalla-
hreppi hinum foma, sem ég kalla
svo eftir að við sameinuðumst Isa-
fjarðarbæ, sjö íbúar, fimm í Æðey
en tveir í Unaðsdal, og enginn þeirra
er með heilsársbúsetu.
Varðandi búsetu hér í Djúpinu þá
er ekki hægt að neita því að útlitið er
slæmt. Þetta er félagsleg einangrun
fyrir fólk þegar það er orðið svona
fátt.
Á sama tíma og samgöngur
hafa verið að batna.
Já það má segja að það hafi orðið
bylting héma í samgöngum um
miðjan níunda áratuginn, þegar
vetrarsamband komst á yfir Stein-
grímsfjarðarheiði til Hólmavíkur.
Fyrir þann tíma máttu menn reikna
með að Þorskafjarðarheiði lokaðist í
síðasta lagi um og upp úr miðjum
október og opnaðist ekki fyrr en í
byrjun júní árið eftir.
Og Djúpvegurinn ekkert vís?
Nei, það komst ekki á vegartenging
héðan úr Djúpinu til Isafjarðar end-
anlega fyrr en 1975 að smíðuð var
brúin í Hestfirði, sem var síðasti
áfanginn á þeirri leið.
Samgöngur um þetta leyti um
Djúpið vom einkum með Fagranes-
inu og ætli það séu ekki til hér einar
tíu bryggjur fyrir það. Þá fóm allar
samgöngur, nema yfir sumarið, um
Isafjörð.
En ýmsir þeir sem búa hér
enn ætla ekki að láta deigan
síga?
Já, það virðist nokkur kjarni vera
ákveðinn í því. Menn hafa náttúru-
lega víða ágæta búskaparaðstöðu;
Freyr 1 2/98 - 9