Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 17
Um vinnslu og sölu
lífrœnnar mjólkur
Aðdragandi
Upphafið að lífrænni mjólkurvöru-
vinnslu í Mjólkurbúi Flóamanna má
rekja til stofnunar samtakanna Líf-
ræns samfélags í Mýrdal fyrir
nokkrum árum.
Það var á árinu 1995 að nokkrir
mjólkurframleiðendur í Mýrdal
hófu að laga framleiðslu sína að líf-
rænum framleiðsluháttum. Til þess
að grundvöllur væri fyrir slrkri
framleiðslu urðu þeir að tryggja sér
að afurðastöðin gæti greitt þeim
ákveðið umframverð fyrir afurðir
sínar. Ráðgjafi frá SOIL-Associa-
tion, vottunarstofu bresku umhverf-
isstofnuninnar, var þeim innan
handar við úrlausn mála og eftir að
þeir höfðu heimsótt mjólkurbúið
ráðlögðu þeir bændunum eindregið
að leita náins samstarfs um sín mál
við MBF. Formlegt erindi þess efnis
barst síðan mjólkurbúinu snemma
árs 1996.
I kjölfarið gerðum við forkönnun
á því hvað þyrfti til, þannig að hægt
væri að hefja vinnslu á lífrænni
mjólkurafurð í MBF og hvemig
skyldi staðið að flutningum og mót-
töku á lífrænni mjólk, hvaða vöm-
tegundir kæmi til greina að fram-
leiða, hvemig hægt væri að verð-
leggja þær og hver yrði arðsemin.
Niðurstöður þessarar könnunar vom
síðan kynntar stjóm MBF og var af-
staða stjómarinnar til málsins mjög
jákvæð.
Undirbúningur
Eftir samþykkt stjómar var hafist
handa við undirbúning að móttöku
lífrænnar mjólkur í búinu. Nú var
ljóst að umfangið yrði nokkru
minna en talið var í fyrstu, þar sem
aðeins einn framleiðandi hafði kom-
—
Eftir
Birgi Gudmundsson
mjólkurbússtjóra,
Mjólkurbúi Flóamanna
___________________
ist í gegnum allt aðlögunarferlið.
Hagkvæmasta flutningsaðferðin var
talin sú að láta vöruflutningabíl, sem
flytur mjólkurvömr í V-Skaftafells-
sýslu, flytja með sér tank með
áfastri dælu og koma við hjá fram-
leiðandanum, sem býr í Mýrdalnum
og taka mjólkina á leið sinni til baka
á Selfoss.
Næst þurftu menn að svara því
hvemig væri hægt að nýta mjólkina,
hvaða vörutegund eða vörutegundir
kæmi til greina að framleiða. Valið
féll á ab-mjólk, ófitusprengda, í 1/2
lítra umbúðum. Talið var að eftir-
spumin væri í samræmi við það
magn sem í boði var og að einnig
væri mögulegt að framleiða vöruna
innan þess ramma sem lífræn vottun
setti, án mikilla nýfjárfestinga. Þá
þótti ab-mjólk höfða til þess hóps
fólks, sem sæktist eftir lífrænum
vömm, og hafa það verðþol sem til
þurfti. Með því að pakka vömnni í
1/2 lítra umbúðir fengjust fleiri
einingar til skiptanna.
Við hönnun umbúða var reynt að
aðskilja lífrænu vöruna vel frá hinni
hefðbundnu, þó skyldi hún hafa
ákveðna skírskotun til skyldleikans.
Einnig var hannað sérstakt vöm-
Hjónin i' Veslri-Pétursey, Bergur Elíasson og Hrönn Lárusdóttir, ásamt börtium
sínum. Árið 1997framleiddu þau rúmlega 60.000 lítra afmjólk sem hlaut lífrœna
vottun.
Freyr 12/98 - 17