Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 19
Lífrœn mjólkurframleiðsla
Inngangur
Erindi þetta hef ég skrúfað saman að
beiðni Hólmgeirs Karlssonar, for-
manns TM (Tæknifélags mjólkur-
iðnaðrins). Ég hef valið að skipta
því í tvo hluta. I fyrri hlutanum leit-
ast ég aðallega við að útskýra þær
kröfur sem gerðar eru til framleið-
enda lífrænna landbúnaðarvara og
mjólkurafurða. I seinni hluta erind-
isins mun ég hins vegar láta hugann
reika og velta fyrir mér gæðakröfum
til lífrænnar mjólkur, og framtíðar-
horfum lífrænnar mjólkurvinnslu á
Islandi.
Hugmyndafræði lífræns
landbúnadar
Segja má að grunnsetningin í hug-
myndafræði lífrænslandbúnaðar sé
framleiðsla á landbúnaðarafurðum í
sátt við náttúruleg vistkerfi. Meng-
un eða röskun umhverfisins skal
vera í lágmarki, þetta tekur einnig til
tilvistar villtra dýra og náttúru-
vemdar yfirleitt. Leitast skal við að
auka eða viðhalda frjósemi jarð-
vegsins. Að lokum má nefna að
mikil áhersla er lögð á mannúðlega
meðferð dýra.
• Hópi frumherja (bænda, mjólk-
urbúa, smásala og neytenda) með
rétt viðhorf og þor.
• Stjómvöldum sem sáu tækifæri,
settu reglur, auglýstu upp merki
og veittu fjármagni á öllum stig-
um frá túni bóndans heim á borð
neytandans.
• Stórum smásala sem var ákveð-
inn og með framkvæmdaáætlun.
• Viðhofsbreytingu hjá almenningi.
• Fagmennsku, gæðum, kynningu
og úrvali.
Lokaorð
Mér vitanlega hefur ekki verið mót-
uð eða kynnt opinber stefna varð-
Eftir
Audun Hermannsson,
gæðastjóra og for-
stöðumann vöru-
þróunar í MBF, Selfossi
Aðlögunarferlið
Frá því að bóndi tekur ákvörðun um
að breyta hluta eða allri framleiðsl-
unni úr hefðbundinni yfir í lífræna
framleiðslu og þangað til hann getur
farið að selja afurðirnar sem slíkar,
verður hann að ganga í gegnum að-
lögunarferli sem tekur a.m.k. tvö ár.
I upphafi er hin lífræna fram-
leiðslueining skilgreind og afmörk-
uð landfræðilega, en einnig þarf að
afmarka hana fjárhagslega. Þess
vegna verður bóndi sem aðeins er að
hluta til í lífrænni framleiðslu að
skilja hana algerlega frá hinni hefð-
bundnu rekstrarlega.
Bóndinn skal leggja fram aðlög-
unaráætlun sem vottunaraðillinn
þarf að samþykkja. Mikil áhersla er
lögð á nákvæmt skýrsluhald, sem
fyrst og fremst á að auðvelda allt
eftirlit með framleiðandanum.
andi lífræna framleiðslu hér á landi.
Sömuleiðis hefur íslenskur mjólkur-
iðnaður ekki mótað eða markað sér
stefnu í þessum málum. Það er hins
vegar staðreynd að lífræn mjólkur-
vara er komin á markaðinn hjá okk-
ur. Fleiri mjólkurframleiðendur
munu fara út í lífræna framleiðslu á
næstu árum og vörutegundunum á
eftir að fjölga. Því væri mjög æski-
legt að íslenskur mjólkuriðnaður
markaði sér stefnu í þessum málum,
hvort sem opinberir aðilar gera slíkt
eða ekki.
Erindi þetta hefur áður birst í tíma-
ritinu Mjólkurmál, 1. tbl. 1998.
Aðlögunartíminn er 24 mánuðir
og á þeim tíma framleiðir bóndinn
skv. stöðlum um lífrænan landbún-
að, en án þess að mega selja vöruna
sem slíka. Þetta tímabil er því flest-
um framleiðendum mjög erfitt fjár-
hagslega.
Kröfur til lífrænnar
framleiðslu
Ef við lítum á þær kröfur sem gerðar
eru til lífrænnar ræktunnar, þ.e. fóð-
uröilunar þegar rætt er um mjólkur-
framleiðslu, þá eru þær í meginat-
riðum þessar:
* Bannað er að eitra gegn mein-
dýrum og illgresi.
* Miklar takmarkanir eru á notkun
tilbúins áburðar.
Bann við notkun eiturs hefur lítil
áhrif hérlendis, þar sem lítil þörf er
fyrir notkun slíkra efna. Erlendis
hefur þetta bann í för með sér mikla
vinnu við upprætingu illgresis og
meindýra og halda ýmsir því fram
að þessi vinnuþörf muni í síðasta
enda takmarka framleiðslugetu líf-
ræns landbúnaðar þar sem þetta
vinnuafl finnist ekki í sveitunum.
Sé litið á þær kröfur sem gerðar
eru til lífrænnar búfjárræktar og þar
með talinnar mjólkurframleiðslu, þá
skal stefnt að því að allt búfé sé fætt
og alið upp á lífrænum býlum. Þó er
leyfilegt, ef þörf krefur, að endur-
nýja eða stækka hjörðina um allt að
105% á ári með utanaðkomandi
gripum. Aður en heimilt er að nýta
afurðimar sem lífrænar verður
skepnan að hafa gengið í gegnum 12
vikna aðlögun. Til kjötframleiðslu
má eingöngu nota dýr fædd á lífræn-
um býlum.
Stefnt skal að því að allt fóður sé
lífrænt ræktað og aldrei minna en
80%. Þá er lögð áhersla á mannúð-
lega meðferð dýra, sérstaklega ung-
viðis, t.d. er mælt með því að kálfar
gangi undir mæðmm sínum og
bannað er að venja þá undan fyrr en
við tíu vikna aldur.
Freyr 12/98 - 19