Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 8
Helgi Þórarinsson og Guðrún Lárusdóttir í Æðey við dúnhreinsun. (Ljósm.
Ralph S. Palmer).
Nei, Æðey er ekki landnámsjörð,
landnámsmaður hérna hét Olafur
jafnakollur og bjó í Unaðsdal, í kjöl-
far hans kom svo Hávarður ísfirð-
ingur sem bjó á Blámýrum í Laugar-
dal, en hann flytur síðar hingað yfir
á ströndina hér á milli Æðeyjar og
Tyrðilmýrar, þeir heita Hávarðar-
staðir og eru núna friðlýstir af þjóð-
minjasafni.
Aður fyrr voru samgöngur aðal-
lega á bátum og þá var Æðey alveg í
þjóðbraut. Upphaflega var eyjunni
skipt í tvo hluta, mjög misstóra,
syðri hlutinn var mikið stærri, eða
um þrír fjórðu hlutar eyjunnar. Eyj-
unni var skipt með garði sem enn sér
móta fyrir. Norður á eyjunni eru
tóftir og túngarður í hring sem kall-
að er Norðurtún og síðan var önnur
byggð hér suður á eyjunni og þar eru
tóftir og garður í kring sem er kall-
aður Fornibær. Þegar jarðabókin er
gerð árið 1703 þá vita menn ekkert
um aldur eða tilurð þessara tófta, þá
er byggðin komin heim í þessa vík
þar sem bærinn er núna en hún er
kölluð Höfnin, enda lífhöfn og í
góðu skjóli. Auk þess eru fjórar tóft-
ir syðst á eyjunni, líklega eftir ver-
stöð sem ekkert var vitað um aldur á
árið 1703.
Annars er Æðey þekktust úr eldri
heimildum í sambandi við svoköll-
uð Spánverjavíg árið 1615. Hluti af
þeim voru framin hérna. Þetta voru
hvalveiðimenn sem höfðu misst
skip sín á Ströndum í ís og eitthvað
rænt sér til matar. Þrettán af þeim
fóru hér inn í Æðey, en alls voru
þetta 60-70 manns. Stærsti hluti
þeirra komst suður á Patreksfjörð og
bjargaðist þar með skútu sem þeir
komust yfir, en Ari sýslumaður
Magnússon í Ögri kom hingað yfir
með her manns og lét drepa fimm
manns hér en sjö úti á Sandeyri þar
sem þeir voru að skera hval.
Þetta er ljót saga en ég veit að
spænska sjónvarpið var að gera þátt
um þetta fyrir nokkrum árum og
sendi þá tvo kvikmyndatökumenn
hér á alla staði sem tengdust þessu
þó að ekkert væri að sjá þessu við-
komandi.
Hér er gamalt íbúðarhús,
hvenær var það byggt?
Þetta hús er byggt árið 1863, timb-
urhús byggt af Þorsteini Scheving
Þorsteinssyni sem bjó hér þá á hálfri
eyjunni. Forfeður mínir bjuggu á
þeim árum í torfbæ hér sunnar í vík-
inni. Ári eftir að þetta hús er byggt
ferst Þorsteinn með allri skipshöfn í
hákarlaróðri í desembermánuði og
spurðist aldrei neitt til þeirra. Ekkja
Þorsteins bjó einhvem tíma eftir
þetta héma, en eftir það er aðeins
um eitt býli að ræða í eyjunni en hér
hafði að öllum líkindum verið tví-
býli frá upphafi þangað til þetta.
Kom þetta hús tilsniðið frá
útlöndum?
Já, ég held að þetta hús sé norskt að
uppmna og hafi komið hingað til-
sniðið eins og fleiri hús á þeim tíma.
Það eru allir burðaviðir í því, sem
eru 6x6 þumlungar að gildleika,
númeraðir saman. Svo var þetta
klætt að utan með borðum sem vom
11/2x8 tommur í þvermál og lýsis-
eða tjöruborið í upphafi. Síðan voru
listar negldir yfir samskeyti klæðn-
ingarinnar til að loka þeim. Snemma
var svo sett á húsið bárujám.
Upphaflega voru þrjár burstir á
húsinu, sem snem til sjávar, en árið
1908 er því breytt í eitt ris. Fyrir
þann tíma var gengið upp í þessar
burstir á þremur stöðum.
Húsið er búið að standa sig vel,
en það er nú orðið 135 ára gamalt.
Svo er annað gamalt íbúðar-
hús hér?
Já, hér er gamalt íbúðarhús sem
móðir mín er alin upp í. Það var
upphaflega reist í Reykjanesi hér
við Isafjarðardjúp á tímum salt-
vinnslunnar sem Skúli fógeti kom
hér á fót á 18. öld og var á vissan
hátt hluti af Innréttingunum. Þessi
saltvinnsla hófst árið 1770 og held
ég að það hafi verið búið að gera
þrotabúið upp árið 1794. Á þessum
tímabili er húsið byggt, en ekki
nánar vitað hvaða ár, en 1878 er það
flutt hingað í Æðey og það gerði
langalangafi minn, Rósinkar Ama-
son. Hann lætur byggja það hér upp
og flytur í það frá Jakobi syni sínum
er bjó í Ögri, þar sem hann hafði
verið korninn í homið. Stór hluti
þess húss er orðinn rúmlega 200 ára
gamall.
8 - Freyr 1 2/98