Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 30

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 30
búnum matvælum. Hlutur hefð- bundins matar, svo sem maís sem þarfnast tiltölulega lítils vatns til vaxtar, minnkar í neyslunni. Með því að draga úr kjötneyslu okkar gætum við Vesturlandsbúar dregið úr vatnsþörfinni. Endurvinnsla Mikið af því vatni sem notað er er unnt að endumýta til sömu eða ann- arra þarfa. Mestu möguleikar á end- urvinnslu er í iðnaðinum. Vatn sem notað er til kælingar og upphitunar ætti að vera unnt að nota í auknum mæli til annarra þarfa í framleiðsl- unni. Aðeins lítill hluti af frárennslis- vatni í heiminum er notað til vökv- unar eða áburðar í landbúnaði. Frá- rennslisvatn, sem einnig inniheldur t.d. fosfór, er verðmæti sem þarf að halda betur utan um, þar sem nýtan- legur fosfór í jörðu er takmarkaður. Vatn og öryggispólitík Nú má finna um 200 vatnasvæði í heiminum þar sem fleiri en eitt ríki nýta vatn frá sömu ánni eða fljótinu. Þau lönd sem liggja að efri hluta ánna geta með stíflum eða vatnsleiðslum valdið því að lönd sem liggja að ánum neðar fái ekki það vatn sem þau þurfa og telja sig eiga rétt á. Spumingunni um það hver eigi vatn- ið, eða öllu heldur hver eigi rigning- una, er afar erfitt að svara og búast má við að í framtíðinni leiði það til margvíslegra átaka víða um heim. Nú þegar eru dæmi um það að vatnsskortur valdi óróa landa á milli. Eitt hið kunnasta er hemám Israela á vesturbakka árinnar Jordan sem sér landinu fyrir meirihluta þess vatns sem það þarfnast og þrýstir á ísraela um að halda þessu landi. Fljótið Ganges sem rennur um Indland hefur ósa sína í Bangladesh. Indverjar leiða úr því vatn handa milljónaborginni Calcutta. A ákveðnum tímum árs skerðist vatnið sem Bangladesh fær verulega, og það veldur straumi flóttamanna til Indlands, en þar eru lítil tök á að taka við fleiri fólki. Árekstra vegna vatns er einnig að finna í Evrópu en þá oftar hvað varðar gæði vatns en magn. I Sví- þjóð er mengum Eystrasalts áhyggjuefni en það er dæmigert um vandamál þar sem mörg lönd eiga aðild að. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (CSD) hélt í apríl sl. sjötta fund sinn í framhaldi af Ríó- ráðstefnunni 1992. Aðalefni hans að þessu sinni var ferskt vatn til iðnað- amota. Vegna þess hve vatn tengist mjög öryggismálum er þessi málafflokkur afar viðkvæmur innan Sameinuðu þjóðanna og samtökin gegna lykil- hlutverki við lausn þeirra. Internationella Perspektiv nr. 22/1998. Þýtt og stytt M.E. Molar Ónæmi gegn fúkkalyfjum alþjódlegt vandamál Sýklaógnin, „The Microbial Threat”, var heiti ráðstefnu sem nokkur dönsk ráðuneyti efndu til í samvinnu við Framkvæmda- nefnd ESB í Kaupmannahöfn dagana 9. og 10. september sl. Á ráðstefnunni kom fram að ónæmi gegn fúkkalyfjum væri verulegt heilsufarsvandamál í Evrópu. Vamir gegn útbreiðslu þessa ónæm- is hljóta að byggjast á alþjóðlegu samstarfi. Miklar umræður urðu um notkun vaxtaraukandi lyfja í búfjárrækt og var meirihluti þátt- takenda andvígur slíkri notkun. Þátttakendur voru um 300 og þar af voru margir læknar og dýralæknar sem og starfsmenn heilbrigðisyfirvalda jafnt innan ESB sem frá öðmm Evrópulöndum. Þá voru starfsmenn lyfjaiðn- aðarins meðal þátttakenda. Á ráðstefnunni var samþykkt ályktun, svokölluð „Copenhagen Recommendation”, þar sem fram kemur að lyíjaónæmi sé vax- andi vandamál. Jafnvel þó að lyfjaiðnaðurinn sé hvattur til að framleiða ný sýklalyf kom fram að heilsufarsvandamál yrðu ekki leyst með þeim hætti í framtíðinni. Fulltrúar lyfjaiðnaðarins á ráðstefnunni beittu sér fyrir því að engar ályktanir væru gerðar um vaxtaraukandi lyf handa búfé. Spjótunum var þar einkum beint gegn Svíþjóð sem lagst hefur gegn sltkri notkun. Við skoðanakönnun meðal fulltrúa kom í Ijós að meirihluti þeirra taldi að notkun vaxtarörvandi lyfja væri ekki verjandi og að í stað lyfjanna ættu bændur m.a. að halda í heiðri góða búmennsku. Minnihlutinn vildi hins vegar láta meta áhætt- una af lyfjanotkun í þessu skyni áður en næsta skref væri tekið. (Internationella Perspektiv, nr. 28/1998). Altalað á KAFFISTOFUIUNI Handtak endurnýjad Eftirfarandi hringhendur eftir Rósberg G. Snædal bárust inn á borð Freys: Hlýjar kenndir ylja önd, eldar tendrast því að mína brenndi hœgrí hönd handtak endurnýjað. Dojhar skinn og daprast trú, dvín að sinni bragur. Lœknir minn og líkn ert þú langi vinnudagur. 30 - Freyr 1 2/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.