Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Síða 24

Freyr - 01.10.1998, Síða 24
tappað úr þessum svínum og unnið úr því sermi, sem notað var til að dæla í heilbrigða grísi í varnarskyni. I Bandaríkjunum var samtímis oft dælt í grísina blóði úr svíni með svínapest. Þessi samtíma inndæling með varnarsermi og blóði sem í voru svínapestarveirur var víða not- að fram yfir síðari heimstyrjöld í Bandaríkjunum og þótti gefast vel en varð um leið til þess að halda veikinni við. Til að draga úr tjóni af völdum svínapestarinnar hér á landi var varnarsermi, framleitt í Bandaríkj- unum, víða notað og þótti reynast vel oftast nær, þó að sjálfsögðu væri ekki hægt að uppræta veikina á þann hátt. Af dagbókum Asgeirs Einarsson- ar frá þessum árum sést að hann hef- ur dælt sermi í grísi í flestum svína- búum í Reykjavík og nágrenni eða í 50-60 búum alls, en flest voru búin smá. Var aðgerðum hagað eftir út- breiðslu veikinnar á hverjum tíma. Þess er rétt að geta að áður en heimilað var að nota þetta banda- ríska varnarsermi var gerð tilraun árið 1942 með nokkra grísi, fjórir voru dældir með blóðvatni (sermi) en einn ekki dældur. Síðan voru allir grísimir smitaðir með smáskammti af blóði, sem tekið var úr svíni veiku af svínapest. Þeir grísir sem dældir voru með varnarsermi lifðu af, en sá sem skilinn var útundan drapst úr svínapest. Þótti þessi tilraun sýna ótvírætt gagnsemi þessa varnar- sermis og var það eins og að framan er sagt notað í mörgum svínabúum til að draga úr tjóni af völdum veik- innar. Þar sem svínabændur héldu áfram að nýta matarleifar frá eldhúsum hersins, oftast án þess að sjóða þær, stakk pestin sér sífellt niður öðru hvoru. Eftir að erlendur her hvarf brott af landinu 1945 og 1946 var matar- úrgangur frá hemum ekki lengur til- tækur og þá drógst svínabúskapur töluvert saman á þeim stöðum þar sem matarleifar úr eldhúsum hersins höfðu verið nýttar sem fóður. Samkvæmt skýrslu Hagstofu ís- lands voru fullorðin svín talin vera 1508 árið 1943. Fjórum árum síðar 1947 var tala fullorðina svína á landinu aðeins 125. Astæðan til þessarar fækkunar er sennilega sú að þegar ekki fékkst lengur eldhús- úrgangur frá setuliðinu til fóðurs fyrir svín hættu margir svínabúskap, auk þess breiddist svínapestin út á þessum árum og gerði svínabænd- um erfitt fyrir. Arið 1949 var undir- ritaður vamarsamningur við Banda- rfki Norður Ameríku eftir að ísland hafði gerst aðili að Atlantshafs- bandalaginu. Fljótlega eftir það fjölgaði hermönnum og erlendu starfsliði á Keflavíkurflugvelli. Með sérstökum ákvæðum í vamarsamn- ingum mátti flytja þangað erlendar kjötvörur af ýmsu tagi til afnota fyr- ir hermenn og annað erlent starfs- fólk á Keflavíkurílugvelli. Svínabændur leituðu fljótlega eftir því að geta notað matarleifar úr eldhúsum hersins á Keflavíkurflug- velli til skepnufóðurs. Var notkun matarleifa heimiluð ef þær væru soðnar áður en skepnur væm fóðr- aðar með þeim. Til að auðvelda eftirlit fengu ákveðnir aðilar þessa heimild. Þrátt fyrir að dregið hefði úr notkun matarleifa til skepnufóðurs á árunum eftir að herinn hvarf brott, hélt svínapest áfram að stinga sér niður öðru hverju og gerði t.d. veru- legt tjón veturinn 1949. Jafnframt fór að bera á því að sjúkdómseinkenni og líffærabreyt- ingar í sjúkum dýrum væm mildari heldur en var þegar veikin barst fyrst til landsins. Gat þá verið örð- ugt að greina sjúkdóminn með vissu í byrjun veikinnar, enda þá ekki þekktar þær rannsóknarstofuaðferð- ir til greiningar svínapestar sem nú er beitt og taldar nauðsynlegar. Á þessum árum (1944-1946) var unnið að því að þróa bóluefni gegn svínapest m.a. í Bretlandi og höfðu sérfræðingar við Tilraunastöðina á Keldum haft tækifæri til þess að fylgjast með rannsóknum þar sem einkum var unnið að þróun svo- nefnds „crystal violett” bóluefnis, en það veitti bólusettum svínum vöm gegn veikinni í allt að því eitt ár. Þá hafði enn ekki tekist að rækta svínapestarveirur í fmmugróðri og voru því lifandi heilbrigð svín notuð til veiruræktunar. Svínin vom sýkt með völdum stofnum af svínapest- arveiru og þegar veikin náði há- marki, sex til átta dögum eftir sýk- ingu, var safnað blóði úr svínunum. Var stundum safnað blóði úr sama svíni nokkrum sinnum. Til að gera veirumar í blóðinu óvirkar og hættulausar var í blóðið blandað litarefninu, krystalviolett ásamt ethylenglykol og ýmsum að- ferðum og prófunum beitt til þess að tryggja að bóluefnið væri hættulaust og kæmi að gagni, þ.e. veittu bólu- settum svínum ónæmi. Tilraunastöð Háskólans að Keld- um fékk nokkurt magn af þessu bóluefni til reynslu frá rannsóknar- stofnunni í Weybridge í Bretlandi þar sem bóluefnið var framleitt. Var hluti af svínum á nokkmrn búum bólusett með þessu bóluefni haustið 1949. Ekkert bólusettu svínanna fékk svínapest í faraldri sem geisaði veturinn á eftir þó að svín í nábýli veiktust af pestinni. Að fenginni þessari reynslu tókst fyrir forustu Ásgeirs O. Einarssonar að fá svínabændur til þess að taka upp bólusetningar með þessu bresku bóluefni gegn svínapest sem Til- raunastöðin á Keldum sá um að fengist flutt til landsins. Þessum bólusetningum var haldið áfram um árabil. Smám saman bar minna og minna á svínapest uns hún var talin horfin með öllu. Síðar kom í ljós, við frekari rann- sóknir erlendis, að nokkrir ann- markar voru á þessu bóluefni þó að það virðist ekki koma að sök hér á landi. Ekki munu nú tiltækar öruggar heimildir um það hvenær svínapest var síðast greind hér á landi með vissu, en talið er að tveir grísir haft fundirst með einkennum svínapestar fyrri hluta ársins 1955, þ.e. Þrettán árum eftir að veikin barst fyrst til landsins. Ásgeir O. Ásgeirsson héraðs- 24 - Freyr 1 2/98

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.