Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 18
merki fyrir lífrænar vörur. Rétt er að nota tækifærið hér til að koma því á framfæri að ef aðrir aðilar innan íslensks mjólkuriðnaðar hafa áhuga á að nota þetta merki þá erum við tilbúnir til viðræðna þar að lútandi. MBF fékk svokallaða lífræna vottun í desember 1996. Þessi vottun var gefin út af Vottunastofunni TUNI ehf. Vottunin er viðurkenning á því að MBF uppfylli öll skilyrði sem krafist er til að taka á móti, vinna og dreifa lífrænum mjólkur- vörum. Um svipað leyti og vottunin lá fyrir hófst tilraunaframleiðsla. I tilraunavinnslunni komu í ljós mörg vandamál sem þurfti að leysa. Flelsta vandamálið er hið litla magn sem um er að ræða. Erfitt er að komast hjá mikilli rýmun, hætta er á vatns- blöndun. Mjólkin kemur aðeins frá einum framleiðanda, það er nokkuð sem við höfum ekki þekkt áður þar sem við vinnum ætíð með blöndunarmjólk frá mörgum fram- leiðendum. Það sýndi sig að þessu fylgja ákveðin vandamál. Minnstu breytingar, sem verða hjá bóndan- um, t.d. fóðurbreytingar, skila sér strax í afurðavinnslunni. Þannig geta sýringareiginleikar verið mjög mis- munandi frá einum degi til annars. Þegar velt er fyrir sér hver þróun- in í lífrænni mjólkurframleiðslu j muni verða hér á landi getur verið áhugavert að skoða þróun þessara mála í Danmörku, meðfylgjandi tafla sýnir nokkrar lykiltölur þaðan. Staðan í Danmörku Lífræn framleiðsla er nú um 4% af heildarframleiðslunni í Danmörku, en áætlað er að hún verði 10-15% árið 2000. Tvö stærstu mjólkuriðn- aðarfyrirtækin í Danmörku hafa nú saman yfir 75% markaðshlutdeild í lífrænni drykkjarmjólk, en þau geta hins vegar aðeins notað um 65% af J því lífræna hráefni sem þeim berst j til framleiðslu á lífrænum vörum. J Samt tryggja þau innleggjendum líf- rænnar mjólkur 20% hærra verð, auk aukagreiðslu sem fer eftir heild- armagni lífrænnar mjólkur. Minni mjólkurbúin geta nýtt meirihluta Tafla 1. Próunin í lífrænni framleidslu mjólkur í Danmörku 85/86 90/91 96/97 97/98 Mjólkurbændur, fjöldi 8 70 340 430 Mjólkurframleiðsla (millj. kg) 4 22 140 180 Fjöldi mjólkurbúa 1 5 5 5 Verðálag til framleiðenda + 20% + 28% + 26% sinnar lífrænu mjólkur til lífrænnar framleiðslu. Stuðningur við lífræna mjólkurframleiðslu Það sýnir vel þá tiltrú sem mjólkur- iðnaðurinn í Danmörku hefur á áframhaldandi aukningu í sölu líf- rænna mjólkurafurða að sum rnjólk- urbú hvetja bændur til að breyta yfir í lífræna framleiðslu með því að bjóða þeim allt að 15% aukaþóknun á tveggja ára aðlögunartíma. I Danmörku hafa stjómvöld mót- að stefnu sem leggur áherslu á að lífræn landbúnaðarframleiðsla verði aukin. Þannig bjóða þau upp á styrki á aðlögunartímanum til þess að vega upp á móti tekjutapi áður en auka- þóknun fæst fyrir afurðirnar. I kjöl- far reglugerðar sem sett var af land- búnaðarráðuneytinu um lífrænan landbúnað 1987 var 0-merkið kynnt fyrir neytendum, en það má nota endurgjaldslaust á alla lífrænt rækt- aða vöru. Stjómvöld hafa lagt mikla peninga í kynningu á 0-merkinu og hefur þeim þannig tekist að ávinna því traust almennings. Smásalan Dreifingin hefur aukist smám sam- an. A miðjum níunda áratugnum voru það fyrst og fremst sérverslanir með náttúru- og heilsuvörur sem buðu lífrænar vörur, en í dag fást líf- rænar mjólkurvörur í flestum dag- vöruverslunum. Brugsen-verslunar- keðjan hefur verið leiðandi afl í þessu ferli. Þar vom lífrænar mjólk- urvörur fyrst teknar í sölu og þar fluttust lífrænar vömr úr sérvöra í almennan vöruflokk. I því árangurs- rrka starfi var meðal annars beitt sjónvarpsauglýsingum, kynningum og verðlækkunum. Nú tíu áram seinna býður Bugsen upp á rúmlega 800 tegundir lífrænna vara, en þær vora 600 fyrir ári síðan. Veltan hefur aukist um 25-30% á ári síðustu árin. Hjá Brugsen fást nú um 70-75 tegundir lífrænna mjólkuraf- urða, en fyrir tíu áram síðan vora þær örfáar. Markaðshlutdeild lífrænnar drykkjarmjólkur er um 17% af heild- arsölu drykkjarmjólkur, sýrðar líf- rænar vörar hafa um 8% markaðs- hlutdeild og smjör og ostar um 2%. Ljóst er að verslanimar líta á líf- rænar vörur sem markastæki sem þær nota til að bæta ímynd sína. Þá er mikilvægt að vöruúrval sé mikið. Samkeppnin á milli smásala fer ekki síður fram í vöraúrvali en í verði. A síðustu áram era lágverðsvöra- markaðir einnig famir að bjóða líf- rænar vörur í takmörkuðu úrvali. Verðið er eins og annars staðar nokkru hærra en fyrir hefðbundna vöru. Mötuneyti Þegar neytendur framtíðarinnar, börnin, sneru aftur í skólana í ágúst síðastliðnum eftir sumarleyfi, drakku 24% þeirra lífræna mjólk, þrátt fyrir að þau þurfi að borga 15% hærra verð fyrir hana. Misserið á undan höfðu 19% þeirra drukkið líf- ræna mjólk. Það verður æ algengara að mötuneyti stofnana og stórfyrir- tækja bjóði upp á lífræna rétti, og einnig má nefna að flugeldhúsin eru farin að kaupa lífrænar vörur. Danmörk, samantekt Danir telja að þróunin hafi verið mjög viðunandi og að hún sé fyrst og fremst byggð á: 18- Freyr 12/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.