Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 31
Tala búfjár,
heyfengur og uppskera
garðávaxta 1997
Um langt árabil hafa birst árlega í
Hagtíðindum töflur um bú-
stofn, heyfeng og uppskeru garð-
ávaxta á landinu á liðnu ári með
samanburði við næstliðið ár. þessar
töflur birtust fyrst í janúarblaði Hag-
tíðinda 1969 og þá frá 1965, síðan í
júlíblaði 1970 og eftir það í apríl-
eða maíblaði ár hvert. Talnaefni
þetta er fengið frá Bændasamtökum
Islands, og er það byggt á forða-
gæsluskýrslum búfjáreftirlitsmanna
í hverju sveitarfélagi í samræmi við
ákvæði laga nr. 46/1991 um búfjár-
hald. Er búféð talið á haustin að lok-
inni sláturtíð og fram eftir vetri.
Með töflunum fylgja eftirfarandi at-
hugasemdir:
l. Nautgripir. Til kálfa teljast nú
allir nautgripir l árs og yngri en
voru áður 6 mánaða og yngri.
2. Hœnsni. Aðeins eru taldir stofn-
fuglar, þ.e. 154.844 varphænsni,
23.931 holdahænsni og 24.704
líffuglar árið 1997, en ekki
holdakjúklingar sem til 1991
voru taldir með holdahænsnum.
3. Svín. Aður fyrr voru aðeins talin
fullorðin dýr en nú bætast einnig
við smágrísir.
4. Loðdýr. Hér eru aðeins talin líf-
dýr, annars vegar minkalæður og
högnar og hins vegar refalæður
og steggir.
5. Annar bústofn. Auk þess búfjár
sem fram kemur í töflunum voru
skráðar 2.741 önd, 375 gæsir,
905 kalkúnar og 417 geitur árið
1997.
6. Garðávextir. Auk kartaflna og
rófna voru skráð 74 tonn af gul-
rótum 1997.
Tála búfjár og jarðargróði 1991-1997
1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
Nautgripir 77.681 76.034 73.912 71.923 73.199 74.816 74.791
þar af kýr 31.641 30.359 30.032 30.518 30.428 29.854 29.502
Sauðfé 510.782 487.312 488.787 499.110 458.341 463.935 477.306
Hross 74.069 75.171 76.726 78.517 78.202 80.518 79.804
Geitur 350 318 330 337 350 403 417
Varphænsni 197.123 178.954 173.933 165.007 164.402 166.336 154.844
Svín 3.315 3.474 3.610 3.752 3.726 3.543 3.514
Refir 5.029 5.419 5.814 6.864 7.308 9.316 8.889
Minkar 38.617 29.035 32.588 33.573 29.941 43.010 45.044
Kanínur 1.570 430 173 128 84 75 144
Þurrhey, m3 2.391.574 2.087.369 1.725.000 1.676.369 1.288.940 1.368.256 908.594
Vothey, m3 962.943 912.492 1.069.618 1.384.686 1.214.624 1.553.802 1.745.246
þar af votheysrúllur, m3 - 782.519 945.348 1.261.273 1.109.429 1.446.965 1.690.959
Heykögglar, tonn - 666 295 375 243 1.491 60
Kom, tonn - 408 495 794 485 2.061 2.902
Kartöflur, tonn 15.131 6.292 3.913 11.145 7.324 11.214 8.557
Rófur, tonn 643 386 679 1.010 328 902 414
Freyr 12/98 - 31