Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 29

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 29
Þegar Golda Meir var utanríkisráðherra ísraels kom hún í opinbera heimsókn til íslands. Eftir að hafa kynnt sér land og þjóð, kvað hún upp úr með það að Island vœri draumaland; nóg vatn og engir nágrannar. Myndir er af Ölfusárósum. (Freysmynd). Hreint vatn er takmörkuð auðlind Keppni um hreint vatn í heimin- um vex jafnframt því sem fólki fjölgar. Þessi takmarkaða auðlind, vatnið, er nauðsynleg jafnt til fram- leiðslu matar sem og marga annarra þarfa í daglegu lífi fólks. Samkeppnin um vatnið fer fram jafnt innan landa og milli þeirra. Meirihluti af fjölgun jarðarbúa á næstunni mun verða í hinum fátækari hlutum heims þar sem vatnsskortur er víða þegar fyrir hendi. Því er spáð að eftir 20 ár muni íbúafjöldi jarðar verða um 8 milljarðar sem kallar á 35% aukningu í notkun vatns. Landbúnaðurinn er stærsti not- andi ferskvatns, en þess er vænst að notkun á vatni til heimilisnota muni aukast meira en á vatni til ræktunar- þarfa á næstunni. Jafnframt því sem fólki ijölgar og aðgengilegt vatnsmagn á mann fer minnkandi mun hvers kyns mengun á því aukast. Breyttur lífsstíll Nú býr tæplega helmingur jarðarbúa í borgum. Borgarmyndunin vex stöðugt og eftir 25 ár er búist við að 60% jarðarbúa verði borgarbúar. Stækkandi borgir auka samkeppnina um vatnið sem er nauðsynlegt jafnt til eldunar, þvotta og í iðnað, auk landbúnaðar. Nábýli eykur hættu á að sjúk- dómar dreifi sér. Þar sem flest frá- rennsliskerfi byggjast á vatnsnotkun þarfnast borgir meiri vatns í saman- burði við búsetu í dreifbýli þar sem framrennsliskerfi gegna þar ekki eins miklu hlutverki. Grunnþörf hvers einstaklings fyrir vatn til drykkjar, þvotta, eldun- ar o.s.frv. er áætlað 50 lítrar á dag. Sums staðar í heiminum, t.d. í Afr- íku sunnan Sahara, er notkunin minni þar sem vatn er þar af skom- um skammti. I Bandaríkjunum hins vegar not- ar hver íbúi 660 lítra af vatni á dag þrátt fyrir það að á ákveðnum svæð- um þar er vatnsskortur. Sú fólks- fjölgun í borgum sem vænst er mun að öllum líkindum valda því að sí- fellt fleira fólk fær ekki grunnþörf- um sínum fyrir vatni fullnægt. Aukin velmegun ásamt fólks- fjölgun í borgum leiðir oft til breyttra neysluvenja. Mataræði sækir í átt til þess sem ríkir á Vestur- löndum, með aukinni neyslu á kjöti, hveiti, ávöxtum, grænmeti og til- Freyr 1 2/98 - 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.