Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 14

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 14
II Hreiðurskýli Yfirlitsmynd yfir hluta varplandsins á Bessastöðum, þar sem tilraunin með mismunandi aðferðir við dúntekju fór fram. Myndin er tekin um 20. maí 1993. Sú aðferð að taka allan dúninn strax og fulldúnað er gefur mestan dún til nytja, þótt ekki komi fram tölfræðilega marktækur munur á milli aðferða. Það hlýtur að vera augljóst að þannig fæst alltaf mestur dúnn. Hitt er e.t.v. athyglisvert hversu munurinn er lítill á milli breiðfirsku aðferðanna, sérstaklega aðferðar b, og þess að taka allan dúninn strax. Samkvæmt rannsókn- um sem áður hefur verið minnst á léttast kollumar mikið á álegutím- anum. Hver er tilgangur náttúrunnar með því að leggja til dún í hreiðrið? Getur það ekki m.a. verið til þess að draga úr orkutapi kollunnar á álegu- tímanum. Ef aðferðir við dúntekju leiða til þess að kollan léttist meira en annars hefði orðið, þá er um leið verið að taka áhættu eða hafa óbein áhrif á lífaldur þeirra. A meðan ekki hefur verið kannað hvort eða hversu mikið það eykur álagið á kollumar að taka allan dún- inn strax og fulldúnað er virðist ástæða til þess að nota þessa aðferð með varúð. Hvort marktækur munur hefði komið fram ef athuganimar hefðu staðið lengur er að sjálfsögðu úti- lokað að segja til um. Eins má velta því fyrir sér hvort niðurstaða hefði orðið önnur ef tíðarfar hefði verið breytilegra en raun varð á. Hitt lá hins vegar fyrir að fjármunir voru þrotnir og eins vom aðstæður breytt- ar þannig að ekki var unnt að halda athuguninni lengur úti þótt fullur vilji væri til. Inngangur Þekkt er að víða sækir æðarfugl í skjól eða skúta sem tiltækir eru í varplandinu frá náttúrunnar hendi. Bæði veitir slíkt einhveija vöm gegn flugvargi, auk þess sem slíkt stuðlar væntanlega að ömggari út- ungun í hrakviðrum. Þá hafa menn veitt því athygli að dúnnýting verð- ur betri við slíkar aðstæður, vegna þess að minna fýkur úr hreiður- börmum og minni hætta er á foki ef kollan fer af hreiðri. Einnig er skýl- unum yfirleitt valinn staður þar sem þurrt er undir og sumar gerðir varna því beinlínis að regn nái að komast í dúninn. Því hafa margir lagt talsvert upp úr því að koma upp skýlum eða skjóli í varplandinu, bæði til að búa í haginn fyrir fuglinn og einnig til að laða hann að þar sem vænlegast og best er til varps. Skýli þau sem not- uð hafa verið eru margs konar og virðist það mjög breytilegt eftir svæðum hversu fljótt og í hvaða gerðir fuglinn sækir helst. Því var ákveðið að reyna nokkrar gerðir hreiðurskýla, en tilgangurinn með uppsetningu þeirra á Bessa- stöðum var sá að kanna hversu fljótt æðarkollumar nýttu sér þennan bún- að og hvort mismunur væri á milli gerða af skýlum. Tilgangurinn var einnig sá að reyna það síðar, ef æð- arfugl settist að í skýlunum, hvort dúnnýting eða afrán væri frábmgið því sem gerðist í hreiðrum á sama svæði utan skýla. í byrjun maí 1993 vom settar upp fjórar gerðir af varpskýlum fyrir æð- arkollur (10 af hverri gerð). í maí- byrjun vorið eftir var 5 skýlum af hverri gerð bætt við. Skýlin voru sett upp á þurrlendu og skjóllitlu nesi sem gengur út í Lambhúsatjöm. Fremur strjált varp var fyrir á svæð- inu. I öll skýlin var gerð skál til að mynda hreiðurbotninn og þurrt hey sett í á hverju vori fyrir varp. Hreiðurskýlin voru af eftirfar- andi gerðum. Járnhús. Hús frá Vímeti hf. í Borg- amesi, gerð úr afgangs þakstáli. Þau em eins og bókstafurinn v að 3. tafla. Landnám í skýlunum, fjöldi kolla 1993 1994 1995 1996 Meðaltal Járnhús 13% 7% 7% 7% 9% Bíldekk 40% 13% 20% 40% 28% Tréskýli 53% 13% 33% 33% 33% Grjótskýli 53% 27% 40% 53% 43% 40% 15% 25% 33% 14-Freyr 12/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.