Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 12

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 12
1. tafla. Veðurfar í Reykjavík í maí og júní 1993-1996* Meðaltal 1993 1994 1995 1996 1961-1990 maí júní maf júní maí júní maí júní maí júnf Úrkoma, mm 65,5 33,3 67,0 46,8 20,7 38,1 48,4 55,3 43,8 50,0 Fjöldi úrkomud. 17 15 20 17 14 23 18 16 16,6 17,4 Meðalhiti, °C 5,4 9,1 6,9 8,0 6,7 9,0 7,2 9,8 6,3 9,0 Meðalvindhr. hn. 12,7 9,3 8,4 9,3 7,4 9,2 8,6 9,4 10,3 10,1 Sólskinsstundir 203 136 212 210 216 110 203 155 192 161 *Upplýsingar frá Veðurstofu Islands 2) Breiðfirska aðferðin b). Farið er 2-3svar í hvert hreiður eftir að fulldúnað er og dálítið af dúni tekið í hvert skipti, en þurrt hey sett undir. Allur dúnn tekinn þeg- ar örstutt er í útleiðslu og þurrt hey sett í staðinn. 3) Hreiður og dúnn algjörlega óhreyft allan tímann og dúnn ein- ungis tekinn við eða eftir út- leiðslu. 4) Allur dúnn tekinn strax og full- dúnað er og þurrt hey sett í stað- inn. Sá háttur að kenna tvær fyrstu aðferðimar við ákveðinn landshluta byggist á því að þar voru þær og eru jafnvel enn notaðar, en ekkert er fullyrt um að þessar aðferðir hafi ekki einnig verið notaðar víðar. A hverju vori árin 1993-1996 var farið um varpsvæðið þegar fulldún- að var. Merkt voru 60 hreiður af handahófi í hverja meðferð (alls 240 hreiður) og strax næsta dag hófst vinna samkvæmt ofangreindu skipulagi. Athugunarsvæðið var hið sama öll árin, eða þýft mólendi NA af Bessastaðatjöm, talsvert mosa- vaxið eins og víða er í varplandinu á Bessastöðum. Landið er þurrt í þurr- um og meðalþurrum árum, en neðri hluti þess blotnar upp í samfelldri vætutíð. Öll árin var farið í fyrstu yfirferð á tímabilinu 24. maí-3l. maí ár hvert, allt eftir því hversu snemma fuglinn settist upp. Síðasta dúnleit var svo farin tæplega þrem vikum síðar. Egg voru talin í hverri yfirferð. Við útleiðslu voru svo eggjaskum talin til þess að meta hversu margir ungar hefðu klakist út. Tíðarfar l. tafla sýnir yfirlit yfir veðurfar í Reykjavík í maí og júní árin sem tilraunin stóð. Taflan sýnir mælingu nokkurra veðurfarsþátta í þeim mán- uðum sem varp stendur yfir, en bent skal á að meginþungi varpsins er á tímabilinu 20. maí til 20. júní. Til frekari útskýringar á því sem þessar veðurfarsmælingar sýna má nefna; að í maí 1993 féll 84% úr- komunnar fyrstu 10 daga mánaðar- ins, þ.e. fyrir varp, og jafnframt var kalt þann tíma en hlýnaði síðari hluta mánaðarins; að 27. júní 1993 féll 57% mánaðarúrkomunnar; að 30. maí 1994 féll 54% mánaðarúr- komunnar, 10 júní 1994 féll þriðj- ungur mánaðarúrkomunnar og 16. júní 1996 féll 65% af mánaðarúr- komunni, en mjög þurrviðrasamt var fyrri hluta mánaðarins. Af þessu 2. tafla. Aðferðir við dúntekju Niðurstöðumar eru meðaltal fjögurra ára, 1993-1996 Aðferðir Eggja fjöldi alls* Meðal- eggja fjöldií hreiðri Fjöldi ungaúr eggjum, alls** Fjöldi ungaúr eggjum, % Hreins- aður dúnn alls, kg Hreins- aður dúnn úr hreiðri, gr. Hlutfall dúns*** Hreiður rænd eða yfirgefin á tímabilinu Fúlegg, fundin l)Breiðfirska aðferð a) 224 3,8 181 81 0,932 15,53 91 4,0 3,5 2)Breiðfirska aðferð b) 226 3,8 170 75 0,982 16,34 96 3,8 2,3 3) Óhreyft 215 3,6 162 75 0,891 14,85 87 5,8 2,5 4) Allt tekið strax 228 3,8 183 80 1,023 17,05 100 2,0 2,0 * Eggjafjöldi alls í 60 hreiðrum, þegar fulldúnað var. ** Fundið með því að telja eggjaskurn við útleiðslu. *** Aðferðin sem gefur mestan dún er sett sem 100 hvert ár, aðrar aðferðir eru síðan reiknaðar sem hlutfall af því. 12-Freyr 12/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.