Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 7

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 7
Bœrinn í Æðey stendur við vog sem nefndur er Höfnin. Lengst til hœgri er íbúðarhúsið en annað húsfrá vinstri er gamalt bœjarhús, sem flutt var í Æðey árið 1878. (Freysmynd). ir fyrir Japani. þær athuganir hafa verið stundaðar hér í níu ár og felast einkum í því af okkar hálfu að skipta um spólur í tækjunum og fylgjast með að þau séu í lagi. Það eru reknar svona stöðvar á þremur stöðum hér á landi; í Æðey, Mánarbakka á Tjör- nesi og Augastöðum í Hálsasveit í Borgarfirði, sem segja má að sé höf- uðstöðin. Það eru 14 ár síðan þetta verkefni hófst hér á landi og það er pólrann- sóknarstöð við háskóla í Japan sem stendur fyrir þessu, en Raunvísinda- deild Háskólans hefur umsjón með rannsóknunum hér á landi og þangað fara segulbandsspólumar frá okkur. Hvernig gengur að fá fólk hingað til vetursetu? Það má segja að það hafi alltaf tekist en það hefur gengið misvel. Katrín fer suður með bömin þegar skólar byija um mánaðamótin ágúst/sept- ember en það er teygjanlegt hvenær ég fer, þetta frá því snemma í októ- ber og fram undir miðjan nóvember. Hingað vestur hef ég svo verið að koma fyrst þetta um 15. apríl og allt fram undir 20. maí. Á Æðey upprekstur fyrir fé í landi? Já, Æðey á land á Snæfjallaströnd, innri landamerkin eru rétt fyrir inn- an eyjuna og áfram um 5-6 km hér út eftir, þ.e. langleiðina að Ytra- Skarði sem er dalur inn í hlíðina. Þetta land hefur ekki verið notað af okkar hálfu síðan 1991. A þessu svæði er einnig dalverpi uppi í hlíð- inni, er heitir Innra Skarð og fellur Skarká þar niður. I henni er hár foss er heitir Möngufoss og sést hann víða að í Djúpi. Voru smalamennskur sam- eiginlegar með öðrum bæj- um? Það voru Æðey og Tyrðilmýri sem sáu um fjallskil hér út Snæfjalla- ströndina eftir að ég kom til sögunn- ar en þá var allt komið í eyði hér fyr- ir utan. Svo fór Mýrarféð (Tyrðil- mýrarféð) að sækja yfir í Grunnavík og þá þurftum við að fara þangað eftir því þannig að þetta voru orðnar tveggja daga smalamennskur. Það var farið á bát út eftir og svo gang- andi inn eftir og fylgdi báturinn allt- af eftir og leiðbeindi gangnamönn- unum. Það eru komin hátt í 30 ár síðan við byijuðum að talstöðva- væða þetta með CB-stöðvum eða labbrabbtækjum. Sá sem var í bátn- um hélt sig nokkuð frá landi og sá alla hlíðina og gat stjórnað mönnun- um eins og taflmönnum á borði, hvort þeir þyrftu að hækka sig eða lækka eða hvort kind væri að hlaupa í vitlausa átt. Aftur á móti sáu Bæir á Snæ- fjallaströnd um smalamennsku yfir í Leiruljörðinn og út á móts við féð í Grunnavík, því að það er þekkt að fé frá sitt hvorum bænum gengur ekki saman. Þegar Mýrarféð fór að koma inn í Grunnavíkina þá ýtti það smám saman fénu frá Neðribæ lengra og yfir á Höfðaströndina, úr Grunna- víkinni. Hefur verið stundað útræði frá Æðey? Já, það var stundað hér áður, t.d. fósturfaðir móður minnar, Jónas Jónasson, sem bjó hér um sfðustu aldamót og var ættaður frá Svansvík í Isafirði, hann stundaði héðan bæði vorvertíð, sumarvertíð og haustver- tíð, en reri vetrarvertíð úr Bolungar- vík. Hann verkaði saltfisk á vertíð- unum héma og í Bolungarvík á vetr- arvertíðum og stundaði þetta allt til 1934 að hann flutti suður. Hvað eru elstu heimildir um byggð í Æðey, er þetta land- námsjörð? Freyr 1 2/98 - 7

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.