Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 27

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 27
Frá iðnaðarþjóðfélagi til hringrásar- og þekkingarsamfélags Gufuvélin var fundin upp árið 1776 og lagði grunninn að nýju tímabili í sögu mannsins, iðnaðar- samfélaginu. Margt bendir til að nú séum við á leið inn í nýtt tímaskeið, sem byggist á nýrri tækni, nýjum viðhorfum til náttúrunnar og manns- ins, nýjum skipulags- og búsetu- formum, eða m.ö.o. nýjan tíma. Þegar iðnaðarsamfélagið hóf inn- reið sína á 18. öldinni breyttist öll samfélagsskipanin. Viðhorf og möguleikar á að hagnýta náttúru- auðlindir gjörbreyttust. Fólk yfirgaf kyrrðina í dreifbýlinu og ilutti í háv- aða borgarsamfélagsins og tileink- aði sér smám saman nýja afstöðu til tímans. „Hringrásar”-tímaskyn í samfélagi landbúnaðar, þar sem árs- tíðabundin störf lutu sínum lögmál- um ár eftir ár, var leyst af hólmi af „beinnar línu”-tímaskyni iðnaðar- ins, sem einkenndist af óbilandi trú á framtíðina, verksmiðjuflautum og stimpilklukkum. Nýtt skipulags- form birtist - verksmiðjan - og hin- ar pólitísku valdastofnanir breyttust, þingræðislegt lýðræði tók við af stéttaþingunum. Víða um heim var komið á frjálsri atvinnustarfsemi og í Evrópu voru stofnuð vel skipulögð ríki, með hjálp þjóðsöngva, skóla með samræmdar námsskrár og sam- eiginlega lestrarbók. Grundvöllurinn að iðnbylting- unni var vélvæðingin - gufuvélin og síðar brennslu- og rafmótorar. Tvær síðustu aldir hefur hver flóðbylgjan eftir aðra gengið yfir hinn vestræna heim með uppfinningar og fjölda- framleiðslu og fullkomnað jafnt og þétt iðnaðarþjóðfélagið. Fyrsta bylgjan bylti vefnaðariðnaðinum, þar á eftir kom tímabil uppbygging- ar jámbrauta og skipaskurða. Um sl. aldamót var það rafvæðing og raf- mótorar sem voru í fararbroddi framfaranna, og síðustu hálfa öldina höfum við lifað á bílaöld. Vélarnar gáfu manninum kraft og ný tækifæri til að hreyfa sig og flytja til hluti. Undanfarna öld hafa ferðahraði og ferðalög hundraðfald- ast á Vesturlöndum, jafnframt því að orkuvinnsla hefur þúsundfaldast. Arið 1948 var smárinn (transistor- inn) fundinn upp og rafeindafræðin hefur orðið fyrirmynd að hinum nýja tíma sem við köllum upplýsinga- samfélagið. Upplýsingatæknin er ein af þremur tæknibyltingum sem virð- ist ætla að breyta þjóðfélaginu á jafn róttækan hátt og vélamar þegar þær komu fram á sjónarsviðið. Hinar tvær em líftæknin og efnatæknin. Sú bylting sem við stöndum nú andspænis einkennist af breytingum á fjölmörgum sviðum, breytingum sem áríðandi er takast skynsamlega á við. það verður best gert með því að gera sér ljósar breytingamar og afleiðingar þeirra og setja sér mark- mið um hvemig við viljum að þró- unin verði. Frá stöðugleika til breytinga Iðnaðarþjóðfélagið einkenndist af stöðugum breytingum, en þó eftir föstu og fyrirsjáanlegu kerfi. Sá skilningur ríkir að unnt sé að sjá fyrir framtíðina og skipuleggja hana. Um þessar mundir gerast breytingamar enn hraðar en áður og em jafnframt ófyrirséðari. þróunin í upplýsinga- tækni er t.d. lík því að sprenging hafi orðið. Öðm hvoru skapast ringulreið sem sýnir okkur að ófyrirséðir hlutir gerast - Berlínarmúrar geta fallið. Iðnaðarþjóðfélagið þarfnaðist skyldurækinna og hlýðinna starfs- manna. þekkingarþjóðfélagið gengur út frá sjálfstæði, hugmyndaauðgi og samstarfshæfileikum. Nútímafólk, Elín Heiða Valsdóttir, Úthlíð, Skaftártungu, V.-Skaft. Geirmundur Sigurðsson, Kiðafelli, Kjós, Kjósarsýslu. Guðni Ragnarsson, Guðnastöðum, A.-Landeyjum. Rangárvallas. Helgi Valur Armannsson, Borgarvík 1, Borgamesi. Iris Armannsdóttir, Kjalvararstöðum, Reykholtsdal, Borgarfirði. ísólfur Líndal Þórisson, Lækjamóti, Víðidal, V.-Hún. Jens Þór Sigurðsson, Völusteinsstræti 2, Bolungarvík. Kristján Eldjárn Þorgeirsson, Reyrhaga II, Selfossi. Kristján Jónsson, Hjallavegi 16, Isafirði. Magnús V. Vésteinsson, Hólum, Helgafellssveit, Snæfellsnesi. Páll Eggert Olafsson, Þorvaldseyri, A.-Eyjaíjallahreppi, Rangárvallasýslu. Pálmar Harðarson, Neðstaleiti 6, Reykjavík. Sigríður Elín Elnudóttir, Norðurvangi 1, Hafnarfirði. Sigurður Erlingsson, Vanabyggð lOc, Akureyri. Skúli M. Níelsson, Fremri-Fitjum, Fremri-Torfustaðahr. V.-Hún. Torfi H. Björnsson, Melum I, Arneshreppi, Strandasýslu. Tómas Arason, Blikastíg 16, Bessastaðahreppi. Valdimar Þór Jónsson, Litlu-Hámundastöðum, Askógshr. Eyjaf. Valtýr Guðmundsson, Frostafold 37, Reykjavík. Vilhjálmur A. Vilhjálmsson, Hlemmiskeiði II, Skeiðum, Ámessýslu. Þórður Úlfarsson, Syðri-Brekkum, Sauðaneshreppi, A.-Hún. Þorsteinn P. Newton, Klapparstíg 44, Reykjavík. Þröstur Aðalbjarnarson, Ekru, Öxarfirði, N.-Þing. Þuríður Davíðsdóttir, Hrísgerði, Fnjóskadal, S.-Þing. Freyr 1 2/98 - 27

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.