Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 22

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 22
Svínapest á Islandi Svínapest (Hog eholera, Swine fever) er bráðsmitandi sjúkdóm- ur sem veirur valda. Sjúkdómurinn leggst á svín á öllum aldri, en mis- þungt; harðast úti verða að öðru jöfnu ungir grísir. Veikin er ein- göngu bundin við svín, tamin og villt. Önnur húsdýr taka ekki veik- ina. Vegna þess hve svínapest dreg- ur mörg svín til dauða alla jafnan, dregur úr þrifum og viðkomu og hve varnaraðgerðir gegn henni valda þungum búsifjum beint og óbeint, er svínapest meiri ógnvaldur en aðrir svínasjúkdómar. Nýjasta dæmi um þetta er að á síðasta ári (1997) herjaði svínapest í Hollandi, þar sem svínabú eru stór og liggja þétt saman. Olli veikin óhemju tjóni og lamaði svínarækt þar í landi, um 10 milljónir svína drápust eða voru drepin til þess að hefta útbreiðslu veikinnar. Er veikin nú loks í rénum eftir að hafa herjað í rúmt ár í landinu. Óbeint tjón sem af veikinni leiddi er talið að muni verða enn meira en hið beina tjón er dýr drápust eða voru felld í vamar- skyni. Talið er að svínapestin hafi borist til Hollands frá Þýskalandi; en þar í landi hafa menn barist við veikina í þrjú ár 1993-1997, og enn ekki tek- ist að kveða hana niður að fulllu þó að yfir tvær milljónir svína hafi drepist eða verið felld til að hamla útbreiðslu veikinnar. A síðustu fimm árum (1993- 1998) hefur svínapest verið staðfest í 20 löndum í Evrópu og eru Norð- urlönd og Bretlandseyjar einu lönd- in þar sem veikin hefur ekki verið staðfest þessi ár, þó að hún hafi gert vart við sig á árum áður í þessum löndum. Ráðamenn hjá Efnahagsbanda- laginu hafa ekki heimilað að nota bóluefni til þess að hamla gegn veikinni. Astæðan er talin vera sú að bóluefni gegn svínapest eru ekki sögð vera einhlít vöm og því hætt við að veikin geti orðið landlæg væri bóluefni notað. Það sem þó vegur ef til vill þyngra er að lönd sem kaupa mikið af svínaafurðum banna innflutning á svínafurðum frá löndum þar sem bóluefni gegn svínapest er notað. Eins og samgöngum og flutning- um á svínum innan Evrópusam- bandsins er nú háttað, þar sem allt skal vera sem frjálsast, er aldrei að vita hvar pestin stingur sér niður næst. Frá Hollandi barst svínapestin t.d. allt suður til Spánar á liðnu ári með flutningi svína sem talin vom heilbrigð. Enn er verið að berjast við svína- pest í ýmsum löndum Evrópu þegar þetta er ritað vorið 1998, (Þýska- landi, Belgíu, Ítalíu, Spáni) og á ýmsu gengur í þeirri baráttu. Lönd í Evrópu sem enn em utan Evrópubandalagsins munu hins vegar sum beita bólusetningu til að hamla gegn veikinni og þar er pestin því landlæg. Því þarf aðgæslu við allan flutn- ing á svínum og matarleifum ef þær eru nýttar til svínafóðurs. I því sam- bandi verður að hafa í huga að svín geta verið smitberar löngu eftir að þau hafa náð heilsu eftir svínapest og fyrir kemur einnig að svín geta dreift smiti skamma hríð áður en sjúkdómseinkenni koma fram enda eru einkennin stundum óljós í byrj- un eins og reynsla hefur oft sýnt, þegar um milda stofna svínapestar- veim er að ræða. Svínapest á íslandi Til Islands hefur svínapest borist einu sinni svo að vitað sé, olli hún miklu tjóni og tók það mörg ár, áður en tókst að útrýma henni að fullu. Asgeir Ó. Einarsson sem þá var starfandi dýralæknir í Reykjavík greinir svo frá: „27. júní 1942 var mér fyrst gert aðvart um þessa veiki frá Bjarmalandi við Laugames. Þar vom 13 svín. Sýktust þau hvert á fætur öðm. Sum drápust úr pestinni, en öðram var slátrað. Frá Bjarma- landi barst veikin með sláturdýmm til tveggja annarra svínabúa, að Klömbrum við Rauðarárstíg og til svínabús Sláturfélags Suðurlands”. Asgeir telur að veikin hafi borist með svínakjöti frá Ameríku en svín- um í Reykjavík og nágrenni var gef- inn matarúrgangur frá ameríska setuliðinu. Rétt er að geta þess að meðan á styrjöldinni stóð var ekki unnt að framfylgja banni við inn- flutningi sláturafurða, sem herinn þurfti að nota í eldhúsum sínum. Fljótlega breiddist veikin út til fleiri svínabúa í nágrenni Reykja- víkur, t.d. að Urðum við Engjaveg, Reykjum í Mosfellssveit, svínabúi Bakara, Kleppspítalabúinu, Upp- landi við Suðurlandsbraut o.fl. Ymist mátti rekja upptök veik- innar til notkunar ósoðins matarúr- gangs eða samgangs fólks frá smit- uðum búum eða frá sláturhúsi þar sem smituðum dýrum hafði verið lógað og menn báru þaðan smit á skófatnaði. I byrjum styrjaldarinnar hljóp mikill vöxtur í svínahald í Reykja- vík og nærsveitum. Byggðist það á því að svínabændur fengu þá tæki- færi til að nýta matarleifar úr eld- húsum setuliðsins án endurgjalds. I þessum eldhúsúrgangi leyndust oft kjötleifar ýmisskonar, sumar hráar. Eftir að svínaeigendur gátu nýtt þetta fóður í stórum stfl margfaldaðist 22 - Freyr 12/98

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.