Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 11

Freyr - 01.10.1998, Blaðsíða 11
Dúnnýting, hreiðurskýli og uppeldi ædarunga Rannsóknir á æðarfugli á Bessastödum á Álftanesi árin 1993-1996 Inngangur Vorið 1993 hófust á Bessastöðum á Alftanesi rannsóknir á ýmsum þátt- um tengdum nýtingu æðardúns og lifnaðarháttum æðarfugls. Að verk- efni þessu stóðu Náttúrufræðistofn- un Islands, Veiðistjóraembættið, sem hætti fljótlega þátttöku í verk- efninu vegna breyttra starfshátta þess, Æðarræktarfélag Islands og Bændasamtök íslands, (hlunninda- ráðunautur). Daníel Hansen, um- sjónarmaður æðarvarpsins á Bessa- stöðum, vann einnig að rannsóknun- um, en þær voru framkvæmdar með góðfúslegu leyfi Forseta íslands. Fyrir frumkvæði Æðarræktarfélags Islands fékkst nokkurt fé á fjárlög- um til rannsóknanna, þótt það fjár- magn sem til ráðstöfunar var til verkefnisins takmarkaði mjög um- fang þess. Rannsóknimar í heild voru í um- sjá Náttúrufræðistofnunar Islands, sem m.a. stóð að umfangsmiklum merkingum æðarfugls á svæðinu, en undirritaður, ásamt Daníel Hansen, skipulagði og sá um þá þætti sem hér verður greint frá. I. Mismunandi aðferðir við dúntekju Inngangur Þótt aðferðir við dúntekju haft lengst af byggst á áratuga- eða aldagamalli reynslu og hefðum, þar sem eldri kynslóðir kenndu þeim yngri það sem reynslan hafði sýnt að best hentaði á hverjum stað, þá virðast vinnuaðferðimar hafa verið mis- munandi t.d. eftir landshlutum. Ekki Fyrsta ferðin til sjávar. (Myndir: Árni Snœbjörnsson). er óeðlilegt að aðferðimar tækju mið af veðurfari og landfræðilegum aðstæðum á hverjum stað. A síðari áratugum hafa þó aðferðir við dún- tekju tekið vemlegum breytingum. Sú aðferð að taka allan dún strax eða fljótlega eftir að fulldúnað er hefur breiðst út. Flestir sem aðhyllast þessa aðferð setja hey eða sinu í stað dúnsins, þótt framkvæmd hennar geti verið breytileg í smáatriðum. Vinsældir þessarar aðferðar byggj- ast á því að víða er nú fáliðað við dúnleitir og aðferðin sparar vinnu, dúnnýting verður betri og hreinsun auðveldari. Margir efast um ágæti þessarar aðferðar og benda á að það hljóti að vera lilgangur náttúrunnar að dúnninn sé til einangrunar á með- an á útungun stendur. Einnig er bent á, að þótt útungun heppnist þrátt fyr- ir að allur dúnn sé tekinn snemma, þá taki slíkt meiri orku frá kollunni og geti verið hættulegt ef skyndilega gerir kuldakast og auki þá líkur á að hún haldi ekki út allan útungunar- tímann eða drepist frekar að útung- un lokinni. Þá telja ýmsir að aðferð- in geti virkað sem rányrkja í augum surnra dúnkaupenda og spillt um leið þeirri góðu ímynd sem æðar- dúnninn hefur. Benda má á fróðlega grein í Blika (nr. 18: 59-64-júní 1997), um „Þyngdartap æðarkolla á álegutím- anum”, en þar kemur m.a. fram að í tilraun í Æðey 1982-84 léttust æðar- kollur að meðaltali um 27% á álegu- tímanum. Tilraunaskipulag Til þess að reyna að kanna mismun- andi dúntekjuaðferðir var eftirfar- andi tilraun gerð, en við skipulag hennar var reynt að taka mið af þeim aðferðum sem notaðar hafa verið eða eru í notkun. I) Breiðfirska aðferðin a). Farið er 2-3svar í hvert hreiður eftir að fulldúnað er og dálítið af dúni tekið í hvert skipti, en þurrt hey sett undir og síðasti dúnninn (af- gangurinn) tekinn við útleiðslu. Freyr 1 2/98 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.