Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 10

Freyr - 01.10.1998, Qupperneq 10
byggingar, vélar og ræktun, auk þess sem hér er mjög landgott fyrir fé. Reyndar er hér orðin yfirdrifin ræktun vegna jarða sem ekki er lengur búið á. Bara hér á Snæfjalla- strönd eru um 90-95 hektarar af túni og af því eru nýttir í sumar um 10 ha. Vestfirðirnir allir hafa verið á undanhaldi með búskap á síðustu árum. Já, það hefur fækkað bændum á öllu svæði Búnaðarsambandsins, t.d. verulega kringum Patreksfjörð og svo í vesturhluta Austur-Barða- strandarsýslu. Grunnavíkin er í byggð þegar við flytjum hingað árið 1961, en hún fór í eyði 1962. Þar var síðasta byggð í Grunnavrkurhreppi að undanskildum Hombjargsvita, en þar var aflögð búseta fyrir 4-5 árum. Það sem gerir auk þess byggðinni erfitt fyrir er að víða eru langar vegalengdir til þéttbýlisstaða og samgöngur erfiðar að ýmsu leyti, þannig að það er ekkert hlaupið í aðra vinnu til að brúa bilið sem skapast þegar búskapurinn dregst saman. Þú hefur tekið þátt í starf- semi Æðarræktarfélags Is- lands og ert fulltrúi þess á búnaðarþingi, hvernig er staða æðarræktarinnar núna? Það má segja að staða hennar sé þokkaleg núna. Við erum að vísu að ganga inn í tímabil verðlækkunar, en verð á dúninum hefur alla tíð sveiflast. Það komst einna hæst fyrir tæpum tveimur árum, þá fór það upp í kr. 60.000 á kg, en var komið nú í vor niður í kr. 50.000. Það er svo sem þokkalegt verð en menn horfa alltaf til þess sem best hefur verið. Verðið virðist sveiflast á ein- hverra ára bili, síðasta kreppan hófst með verðhruni á verðbréfamarkaði í Japan. Nú, er líka kreppa í Japan og það hefur áhrif á munaðarvöru sem þessa. Verulegur hluti af íslenska æðardúninum fer til Japans, bæði Jónas í Æðey með Alexíusi, syni sín- um, við minkaveiði. (Ljósm. KalrínAI- exíusdónir). með beinni sölu og eitthvað fer gegnum Þýskaland, bæði í sængum og óunnið. Fyrir 10-15 árum var nær allur útflutningur til Þýskalands. Við það að selja beint til Japan var ekki verið að vinna nýjan markað, heldur að losna við millilið. Það sem vantar er að finna önnur markaðssvæði fyrir þessa vöru til þess að draga úr verðsveiflunum. En fer æðarræktin vaxandi? Já, það hefur heldur verið í þá áttina. Hins vegar skiptir veðráttan miklu í þessari grein. Bleyta á vorin spillir t.d. dúninum, hann getur fúnað í hreiðurbotnum og rýmar þá meira við hreinsunina. Miklir vindar á viðkvæmasta tíma, þegar útleiðsla stendur sem hæst, rýrir líka dúninn, kollan er far- in en hreiðrin opin og menn komast ekki yfir að leita á einum degi og þá getur fokið dálítið. Svo er það allur vargurinn sem leggst á fuglinn?__________ Já, minknum hefur verið að fjölga síðustu ár hér um slóðir. Þegar ég byrjaði að veiða hann 1968, þá náði ég þetta 10-14 dýrum á ári hér í Snæfjallahreppnum. Síðustu ár hef ég hins vegar alltaf farið á þriðja tuginn og komist mest í 38 dýr. Fyrsti minkurinn var unnin hér í Æðey árið 1955, en frá um 1965 hefur veiðst hér að meðaltali eitt- hvað rúmlega einn minkur á ári. Ég hef komist upp í fjóra mest. En þú veiðir ekki ref? Nei, ég hef ekki verið í grenja- vinnslu en ég hef skotið hlaupadýr. Refnum hefur fjölgað vemlega hér í hreppnum undanfarin ár. Um margra ára skeið var mikið um hann héma á vetuma en síðan var eins og hann hyrfi héðan af ströndinni þegar kom fram á vor, a.m.k. hluti af hon- um, því að grenjafjöldi var ekki í sama mæli og slóðirnar að vetrinum. Ég hef samanburð á slóðum á vet- urna svona frá 1965. I vor breyttist þetta, það var eins og hann hyrfí ekki frá ströndinni eins og oft áður. Ég er að velta því fyrir mér hvort baklandið sé orðið svona þéttsetið af tófu. Nú er verið að rannsaka ref norður í Homvík. Þar hafa yrðlingar verið fóðraðir og fangaðir og ætlunin er að festa á þá radíósenda í haust til að fylgjast með ferðum þeirra. Fyrir nokkrum árum var stofnað svokallað Friðland á Homströndum, sem er vestan línu sem dregin er úr Hrafnfjarðarbotni í Jökulfjörðum yfir í Fumljörð á Ströndum. Þar var síðar skellt á friðun á ref og mink án þess að nokkur rannsókn hefði farið fram á lífríkinu. Síðan er því borið við, þegar reynt er að malda í móinn um að það þurfi að veiða þama til að refur og minkur flæði ekki út úr þessu svæði, að það séu engar sann- anir til fyrir því að þetta gerist. Eitt- hvað virkar þetta undarleg rök- semdafærsla hjá líffræðingum Veiðistjóraembættisins. Hyggst þú halda áfram því fyrirkomulagi, sem þú hefur haft, að búa hér á sumrin og dveljast syðra á veturna? Já, ég vil helst halda þessu munstri eins og verið hefur, við stefnum ekki að því að búa hér vetrarlangt aftur, a.m.k. ekki meðan á skólagöngu drengjanna stendur. Ef ekki reynist unnt að fá fólk til að vera hér á vet- uma þá verður að loka hér yfir þann tíma. 10-Freyr 12/98

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.