Freyr - 15.10.1998, Page 9
Kristín Finnbogadóttir rekur lodkanínubú
á Þórustöðum í Ölfusi:
Það vantar leiðbeiningar
Loðkanínurækt á sér ekki langa
sögur hér á landi. Nokkrar kan-
ínur voru fluttar til landsins í febrúar
sl. og meðal þeirra sem hófu þá
ræktun var Kristín Finnbogadóttir
ásamt sambýlismanni sínum, Kristni
Gamalíelssyni. Kristinn lést í vor en
Kristín hefur haldið búskapnum
áfram.
Hvernig bar það að að þú
fórst að reka kanínubú?
Það kom hingað kona í fyrrahaust til
að kenna fólki að meta minkaskinn.
Hún talaði um að þessi búgrein
myndi henta mjög vel á Islandi þar
sem hér væri mikið af ónotuðum hús-
um og nóg af heyi en á því nærast
kanínumar aðallega. í kjölfarið pönt-
uðu um 20 aðilar sér nokkur dýr hver.
Á hverju eru dýrin fóðruð?
Danir telja að hægt sé að fóðra þau
90% á heyi. Við höfum hins vegar
gefið þeim alls konar grænmeti og
ávexti en við fáum að hirða ýmsan
matarúrgang í kaupfélaginu. Við
byrjuðum á því að prófa allar teg-
undir en síðan hefur maður hætt
með eitt og annað. Þau þola vel epli,
sæmilega banana og svo gefum við
þeim kál, annað en hvítkál. Það er
lrka mjög gott að gefa þeim brauð.
Svo þurfa þær einhvem fóðurbæti,
sérstaklega í kringum got og á
meðan þær eru með unga.
Hvað ertu með margar kan-
ínur?
Við fluttum inn 28 kanínur. Sóttkví-
in var síðan aflögð í ágúst og þá var
farið að úthluta til þeirra bænda sem
áttu eftir að fá sinn hlut. Þær em því
orðnar um 50 og þær fjölga sér ört.
Hvað fer mikið af heyi í kan-
ínurnar?
Þær hafa frjálsan aðgang að heyi.
Það er reyndar misjafnt hvað þær éta
mikið en það getur þó verið töluvert,
sérstaklega ef þær hafa ekki annað
að éta.
Hvað fer mikill tími í hirðing-
una?
Mér finnst þetta vera þónokkuð
tímafrekt. Ef þær gætu hins vegar
séð sjálfar um brynningu og við
þyrftum ekki að gefa þeim grænmeti
Kristín Finnbogadóttir sýnir börnum eina af loðkanímun sínum. Börnin eru augljóslega hriftn af þessum fallegu dýrum.
Freyr 1 3/98 - 9