Freyr

Årgang

Freyr - 15.10.1998, Side 17

Freyr - 15.10.1998, Side 17
legum framförum í stofninum um sama prósentustig. Áhrifin af þessu voru þó mismunandi eftir því hve stór hluti hvolpanna var lífdýra- dæmdur. Fyrstu 20% af hvolpunum, sem voru ekki lífdýradæmd, leiddu aðeins til 10% framfaraskerðingar í heildar ræktunarárangrinum. Hins vegar orsökuðu síðustu 10% af hvolp- unum, sem voru ekki lífdýradæmd- ir, (þ.e.a.s. enginn hvolpur dæmdur) 20% framfaraskerðingu og var þá útkoman orðin, engar ræktunarfram- farir þegar á heildina var litið. Athuganir á hæfni dómara En ekki er nóg að dæma bara og dæma, eitthvert samhengi verður að vera í hlutunum. Út frá fræðilegu sjónarmiði má segja að auðvelt sé að mæla fijósemi og stærð dýra, það er bara að nota skýrsluhaldið, telja og vigta. Vandamálið virðist hins vegar vera töluvert þegar skoðaður er ár- angur af hinu huglæga mati. Athug- un sem gerð var í Noregi 1969 á samræmi milli þriggja dómara við lífdýradóm og endurtekinn dóm þeirra á sama dýri sýndi háa fylgni milli dómara og endurtekinna mæl- inga á stærð og lit dýra r = 0,63- 0,93. Samræmið var ekki eins gott þegar verið var að dæma dýpt og þéttleika feldsins, en fylgnin milli endurtekinna dóma var frá r = 0,31 til r = 0,63 og á þéttleikanum frá r = 0,17 til r = 0,59 hjá sama dómara. Við dóminn á þéttleika feldsins kom fram mikill munur milli dómara. Könnun var gerð í Finnlandi 1983 þar sem 30 högnar voru dæmdir tvisvar af sömu dómurum. Þar reyndist fylgnin milli endurtekinna dóma vera r = 0,41. I sambærilegri tilraun sem gerð var á þremur býlum í Danmörku með u.þ.b. 4000 dýr kom í ljós að fylgni milli endurtek- inna mælinga á þéttleika feldsins og dýpt hans var r = 0,49, en heldur hærri fylgni fékkst milli dóma á lit og hreinleika. Það er ljóst af þessum athugun- um að mönnum gengur verr að dæma þéttleika og dýpt feldsins heldur en lit og stærð dýrsins og að huglæga matið á feldgæðunum er breytilegt milli dómara og milli end- urtekinna dóma á sama dýri af hálfu sama dómara. I þessum greinum var ekki minnst á starfsreynslu þeirra manna sem þátt tóku í athugunum. Að lokum Hér hefur verið velt upp nokkrum fróðleik úr rannsóknum sem gerðar hafa verið á mismunandi ræktunar- aðferðum. Ég ætla ekki að leggja dóm á hvað sé rétt að gera enda get- ur það verið fleira en eitt og mis- munandi eftir stöðu hvers og eins. Til gamans má þó benda þeim á, sem eru ekki vissir um „ræktunar- stöðu“ sína, að skoða söluskýrslum- ar t.d. Framleiðsluyfirlitið, en sú skýrsla kemur árlega frá uppboðs- húsinu og inniheldur mjög vel sund- urliðaða flokkun á allri framleiðslu viðkomandi árs. Þar er unnt á mjög auðveldan hátt að bera sig saman við meðaltalið á uppboðshúsinu, t.d. undir liðnum gæðatölur, en þar er uppboðshúsið með töluna 100 fyrir hvem og einn eiginleika (lit, stærð, gæði og hreinleika) en framleiðand- inn fær síðan tölu fyrir sömu eigin- leika sem liggur öðm hvom megin við hundraðið. Þessi samantekt hér og önnur grein í blaðinu (Samband lífdýra- dóms og skinnaeiginleika hjá svart- mink) gefa þó að mínu mati mjög sterkar vísbendingar um mikilvæga þætti sem rétt getur verið að hafa í huga. Til lengri tíma litið benda allar rannsóknir á að best sé fyrir menn að dæma sem stærstan hluta dýr- anna og hafa inni í ræktunarmark- miði sínu alla þá þætti ræktunar- starfsins sem ætlunin er að bæta með kynbótum. Til að geta ráðið við að vega alla þessa þætti saman, oft með mismunandi áherslum á milli ræktenda, hlýtur það að vera kostur að nota ræktunarforrit eins og t.d. Danmink þar sem hægt er að búa til eina einkunn fyrir einstaklinginn byggða á dómum hans sjálfs og nán- ustu ættingja. Ræktunarmarkmið hvers og eins hlýtur þó að vera grunnurinn að framförum í ræktunarstarfmu. Þar sem um huglægt mat er að ræða, oft á eiginleikum með frekar lágt arf- gengi, verður það að teljast mikil- vægt að lágmarka sveiflur í mati á þeim ár frá ári. Við mat á hinum huglægu eiginleikum þarf því að hafa einhverja ákveðna stefnu og skoðun á því hvemig „drauma- dýrið“ á að líta út og reyna síðan að framfylgja henni. Með öðram orð- um hlýtur að vera mikilvægt að tryggja að sami aðili leggi dóm á hinn huglæga þátt ár eftir ár. Ætli ör- uggasta leiðin til þess sé ekki að þjálfa sjálfan sig upp í að dæma þannig að maður geti framkvæmt og framfylgt eigin stefnu? Heimildarskrá Bprsting, E., 1992. A multi-trait selection experiment with standard mink, to eva- luate computer supported mink breed- ing. Danish Fur Breeders Association. 78 s. Bprsting, E. 1996. Frasortering f0r Iivdyr- vurdering. Heimasíða Fyn og Sydjyl- lands Pelsdyravlserforening. Einar Eðvald Einarsson. 1997. Samband lífdýradóms og skinnaeiginleika hjá svartmink (Scanblack). Aðalritgerð, Bú- vísindadeildin Hvanneyri 1997; 30 s. Falconer, D.S. 1989. Introduction to Quantitative Genetics. 3. edition. 432 s. ISBN 0-470-21162-8 Lohi, O., E. Bprsting., U. Joutsenlahti., K. R. Johannessen., E. J. Einarsson., G. Lagerkvist & Magnús B. Jónsson. 1986. Analyses of pelt prices as an aid in breeding programmes. NJF-Utred- ning/Rapport (54): 1-9. Magnús B. Jónsson, 1971. Variasionsár- saker for noen produksjonsegenskaper hos mink. Meld. Norg. Landbr.Högsk. 50(6): 57 s. Borg, P., 1997. Hvor mange tæver skal der være i en linie og hvor mange hvalpe behpves livdyrbedpmt? Medlemsblad for Dansk pelsdyravlerforening. 58(9): 410-411. Vilva. V. & H. Kenttamies. 1988. Pheno- typic and Genetic Parameters for Body Size and Fur Characteristics in Mink. Acta Agric. Scand. 38:243-252. Freyr 13/98 - 17

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.