Freyr

Årgang

Freyr - 15.10.1998, Side 28

Freyr - 15.10.1998, Side 28
Samhengi ýmissa framleiðslueiginleika minka Oft skortir fylgniútreikninga á samhengi ýmissa eiginleika þegar til þeirra á að taka. Tilgangur þessarar greinar er að safna slíkum útreikningum í eitt yfirlit. Efni og aðferðir Arið 1994 voru u.þ.b. 25 mismun- andi eiginleikar rannsakaðir í 196 villiminkahögnum úr framleiðslu- línu tilraunabúsins SYD á Jótlandi Þegar sóst er eftir ákveðnum eig- inleika við val lífdýra, hefur sam- hengið við aðra eiginleika afgerandi þýðingu, þ.e. í hvaða átt aðrir eigin- leikar hreyfa sig. Hugtakið fylgni er notað til að sýna samhengið, eink- unn er gefin fyrir hana og er fylgni tveggja eiginleika jákvæð þegar þeir vaxa samhliða en neikvæð ef þeir breytast í gagnstæðar áttir. Neikvæð fylgni eða andfylgni getur verið æskileg þegar óskað er eftir hárri einkunn fyrir einn eiginleika en lágri fyrir annan. Það hve fylgni- einkunn er há segir nokkuð um styrkleika samhengisins. Einkunn nálægt 0 þýðir næstum enga fylgni, en einkunn nálægt plús eða mínus 1 mjög mikla. Eftirtaldir eiginleikar voru mæld- ir eða dæmdir og einkunnir gefnar: Gotdagur. F rjósemiseinkunn. Gæði (lífdýr) 1 -5, þar sem 5 er besta einkunn. Hreinleiki (lífdýr) 1-5, þar sem 5 merkir rauðasta blæ. Litur (lífdýr) 1-5, þar sem 5 merkir dekksta lit. Nagað (lífdýr) 0-1, þar sem 1 merk- ir nagað. Nagari (lífdýr) 0-1, þar sem 1 merk- ir að búrfélaginn hefur einkunn- ina 1 fyrir nagað. Þyngd (lífdýr vegin 28.6., 27.7., eftir Ullu Lund lUielsen, Tilrauna og rádgjaf- arstöð loðdýraræktar í Holsterbro, Danmörku 24.8., 21.9., 19.10., 4.11.) í grömmum. Skinngæði (skinn) 1-12, þar sem 12 er besta einkunn. Hreinleiki (skinn)l-5, þar sem 5 merkir rauðasta blæ. Litur (skinn) 1-5, þar sem 5 merkir dekksta lit. Hnakkanag (skinn) nagaður hnakki 1 -4, þar sem 1 merkir ekkert nag en 4 mikið. Skrokknag (skinn) nagaður skrokk- ur 1-4, þar sem 1 merkir ekkert nag en 4 mikið. Skottnag (skinn) nagað skott 1-4, þar sem 1 merkir ekkert nag en 4 mikið. Silki (skinn) 0-1, þar sem 1 merkir silki. Skinnlengd (skinn mæld fyrir og eftir þönun og við skinnaflokk- un) í mm. Lenging við þönun þ.e. mismunur á skinnlengd fyrir og eftir þönun, mæld í mm. I töflu þeirri sem hér fer á eftir er aðeins getið þeirra niðurstaðna sem marktækar voru. Þrjár stjömur sýna öruggasta niðurstöðu en ein stjama ótryggasta. (* = 0,5, ** = 0,01, *** = 0,001). Athugasemdir við nokkrar af niðurstöðunum Lýsingin „nagað“ á ekki í öllum tilvikum við hnakkanag á skinni. Oft er dýrið einnig nagað á skrokki. Mikil fylgni er milli nags á hnakka og skrokki en ekki við skottnag. Nag á skotti er algengast hjá stórum högnum. Nagari kemur oftast úr stórum gotum. Gotdagur hefur mikil áhrif á þyngd hvolpa framan af, þ.e. í júní og að nokkru leyti í júlí en ekki þegar á líður. Hvolpar úr stórum gotum eru gjarnari á að naga en verða sjálfir sjaldnar fyrir nagi. Fylgni milli gæðadóms við líf- dýraflokkun og skinnaflokkun reynd- ist í þessari athugun aðeins hljóta einkunnina 0,42. 28 - Freyr 1 3/98

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.