Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1998, Síða 35

Freyr - 15.10.1998, Síða 35
Aðalfundur Sambands ís- lenskra loðdýrabœnda 1998 Aðalfundur Sambands íslenskra loðdýrabænda var haldinn að Flúðum laugardaginn 22. ágúst í blíðskaparveðri. A föstudeginum var búdagur sem haldin hefur verið undanfarin ár daginn fyrir aðalfund, að þessu sinni voru búin Mön og Asgerði skoðuð, auk ýmissa tækja sem voru til sýnis. A fundinn mættu um 16 fulltrúar víðsvegar af land- inu. Þó vantaði nokkra til að fylla þann fjölda fulltrúa sem rétt höfðu til fundarsetu. Auk þess komu nokkrir gestir. Hákon Sigurgrímsson sagði að landbúnaðarráðuneytið hefði kann- að starfsskilyrði loðdýraræktarinnar og beðið Byggðastofnun um að gera úttekt á fóðurframleiðslu loðdýra- fóðurs. I framhaldi af því vann Byggðastofnun skýrslu í vor. Þar kemur meðal annars fram að fóður- framleiðslan er dýrari hérlendis þrátt fyrir ódýrara hráefni. Landbúnað- arráðuneytið óskaði frekari upplýs- inga frá Byggðastofnun varðandi rekstrarumhverfi fóðurstöðva. Reglugerð um kanínurækt hefur verið endurskoðuð með tilliti til feldkanínuræktar Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka ís- lands, lagði áherslu á að unnið yrði frekar að gæðastjómun í framleiðslu loðdýrafóðurs og ræddi nokkuð um starfssamning milli BI og SIL sem lá fyrir fundinum og hugrenningar loðdýrabænda um aðild að BÍ. Hann taldi rétt að menn ræddu slík mál en sagði jafnframt sitt álit vera að staða loðdýrabænda myndi veikjast við að standa einir. Magnús B. Jónson skólastjóri á Hvanneyri fór lítillega yfir það sam- starf sem er á milli Hvanneyrar og SIL o. fl. í tengslum við loðdýra- ræktina og sagði að skólinn væri kannski ekki mjög sýnilegur í dag- legu starfi loðdýrabænda en þar væri unnið að margvíslegum verk- efnum í sambandi við búgreinina. Hann sagði að búið væri að fá Alf- heiði Marinósdóttur til starfa við gæðastjómun í fóðurgerð. Nú er komið meira samstarf á milli Bændaskólans og annarra háskóla í landbúnaðarvísindum á Norður- löndunum í Ameríku og Kanada, þetta yki svigrúm nemenda búvís- indadeildar til frekara náms og sér- hæfingar. Jón Guðbjömsson framkvæmda- stjóri Framleiðnisjóðs sagði meðal annars að aðstaða sjóðsins hefur breyst, minna fjármagn er til ráð- stöfunar og þá minni umsvif, og skarpari línur í fjárveitingum. Helstu ályktanir fundarins vom eftirfarandi: • Þeir bændur sem taka ekki blóð- sýni v/plasmacytosis fá ekki að senda skinn á landssýningu SÍL. Auk þess verði skinnaverkunar- stöð sem verkar skinn fyrir fleiri loðdýrabændur gert að fá blóð- sýnatöku-staðfestingu frá bænd- um sem verkað er fyrir. • Stjóm félagsins beiti sér fyrir námskeiðahaldi úti á félagssvæð- um loðdýrabænda í samráði við Endurmenntunardeildina á Hvanneyri. • Skorað var á landbúnaðarráð- herra og ráðamenn Bændaskól- ans á Hvanneyri að efla loðdýra- tilraunir á Hvanneyri. • Stjóm SIL beiti sér fyrir nýrri heildarskipulagningu í loðdýra- ræktinni. Þar komi meðal annars fram áætlun um uppbyggingu og framleiðslu í greininni, endur- skipulagning og breytingar á eldri búum, staðsetning, upp- bygging og þróun fóðurfram- leiðslunnar, félagskerfi og fag- svið loðdýraræktarinnar. • Að stjóm SÍL taki upp viðræður við Lánasjóð landbúnaðarins um endurmat á reglum um kostnað- armat húsa og annars búnaðar, einnig reglur um hámarksbú- stærð. Og athuga hvort fasteigna- mat sé í einhverium tilvikum of hátt. • Stjóm SÍL hefji þegar viðræður um breytingu á þeim hluta sjóða- gjalda er rennur til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins • Stjórn SÍL var falið að taka upp viðræður um aðild að BÍ og þjón- ustu BI ásamt samstarfssamningi samtakanna. Kosnir voru tveir aðalmenn í stjóm, Bjami Stefánsson Túni var endurkjörinn en Bjami Ólafsson Selfossi er nýr í stjóm samtakanna og varamenn þeirra em Úlfar Sveinsson Syðri-Ingveldarstöðum og Stefán Guðmundsson Mön. Reynir Barðdal Sauðárkróki og Haraldur Stefánsson Brautarholti | em félagskjömir endurskoðendur og Jón Sigurðsson Sauðárkróki til vara. En stjóm félagsins er þá þannig skipuð í dag: Ámi V. Kristjánsson Brúnagerði Bjami Ólafsson Selfossi Bjami Stefánsson Túni, formaður Reynir Sigursteinsson Hlíðarbergi Þorbjöm Sigurðsson Ásgerði II. I lok fundarins minntist Bjami Stefánsson formaður SIL á bann og aðrar hömlur í loðdýrarækt í öðmm löndum, það gæfi ákveðið svigrúm hérlendis um tíma, en slík sjónarmið geta komið upp hérlendis hvenær sem er svo við verðum að vera vel á verði. Freyr 1 3/98 - 35

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.