Freyr

Årgang

Freyr - 15.10.1998, Side 37

Freyr - 15.10.1998, Side 37
 Innflutningur loðdýra frá 1983 Minkar Ar Fjöldi Uppruni Sóttkví 1983 2.000 Danmörk (Jótland) 5 bú víðsvegar um land 1987 200 Danmörk Möðruvöllum í Hörgárdal (Borgundarhólmur) 1989 200 Noregur (Rogaland) Möðruvöllum í Hörgárdal 1995 320 Danmörk (Sjáland) Hvanneyri og Vopnafirði 1996 235 Danmörk (Sjáland) Hjarðarhaga í Skagafirði Refir Ár Fjöldi Uppruni Sóttkví 1983 300 Noregur 5 bú víðsvegar um land 1985 40 Noregur Isafirði 1986 78 Noregur Glæsibæ í Eyjafirði 1987 200 Noregur Hyrnu í Skagafirði 1995 35 Noregur Hvanneyri 1996 29 Finnland Hjarðarhaga í Skagafirði þannig að hættan á að hingað berist sjúkdómar sé í lágmarki. Smithætta við innflutning Til þesss að koma í veg fyrir að áður óþekktir sjúkdómar berist hingað við innflutning er þrennt veigamest: 1. Að vel sé vandað til vals á lífdýr- um við innflutning 2. Að innfluttum dýrum sé haldið það lengi í sóttkví að tryggt sé að þau beri ekki með sér sjúkdóma 3. Að innflutt dýr séu undir stöðugu eftirliti. 7. Val á lífdýrum Við val á lífdýrum er mikilvægt að kanna vel heilbrigðisástand á þeim stöðum, sem leitað er til um kaup á dýrum. Sjúkdómar, sem eru óþekkt- ir hér, geta hafa verið landlægir erlendis um árabil og menn því hættir að veita þeim eftirtekt eða þá að þeim er haldið niðri með bólu- setningu. Berist slfkir sjúkdómar hingað geta þeir valdið stórtjóni. Mest hætta er á því að sjúkdómar berist með svökölluðum duldum smitberum, þ.e. dýrum sem virðast vera heilbrigð, en bera engu að síður smit. Slíkir smitberar eru algengir þar sem bólusetning er notuð til að halda sjúkdómum í skefjum. Af þessum sökum hefur einungis verið heimilaður innflutningur frá búum sem nota ekki bólusetningiu til vamar tilteknum sjúkdómum. Til þess að koma í veg fyrir að hingað berist sjúkdómar sem eru landlægir annars staðar og stofninn því kom- inn með visst ónæmi gegn verður að leita ítarlegra upplýsinga um sjúk- dómaástand á viðkomandi lands- svæði og búi, skoða hvert einstakt dýr og taka sýni til rannsóknar eftir þörfum. Meðal annars blóðsýni úr minkum vegna plasmacytosisprófs og úr refum vegna nosematosis- prófs. Einnig þarf að skoða dýrin sérstaklega m.t.t. sníkjudýra. Því færri dýr sem flutt eru inn, þeim mun auðveldari og öruggari verður þessi forskoðun. 2. Einangrun eftir innflutning Lengd einangrunar verður að miðast við það að nokkuð tryggt sé að inn- flutningurinn hafí ekki í för með sér sjúkdómahættu. Samkvæmt núgild- andi lögum og reglugerðum skal halda innfluttum minkum í sóttkví í 16 mánuði en innfluttum refum í 12 mánuði. Ennfremur eru ákvæði um að aldrei megi flytja út af sóttkvíar- búi innflutt dýr heldur eingöngu af- kvæmi þeirra. Settar eru mjög strangar reglur um umgengi á sótt- kvíarbúum og er öllum öðrum en starfsfólki og eftirlitsaðilum óheim- ill aðgangur á meðan á einangrun stendur. 3. Eftirlit Nauðsynlegt að innflutt dýr séu undir stöðugu eftirliti. Fylgjast þarf nákvæmlega með heilbrigðisástandi og taka, ef þörf krefur, sýni til frek- ari rannsókna. Þá er mjög mikilvægt að öll dýr sem drepast á meðan á sóttkví stendur séu send til rann- sóknar. Loðdýrasjúkdómar, sem borist gætu til landsins með innfluttum dýrum Hér á eftir er í stuttu máli getið nokkurra sjúkdóma í loðdýrum sem við verðum sérstaklega að gjalda varhuga við þegar flutt eru inn loð- dýr. Refir Hvolpaveiki (hundafár, hvalpesyke (n), distemper (e)) er veirusjúkdóm- ur í hundum, refum og minkum og getur valdið miklu tjóni. Sjúkdóm- urinn er landlægur í hundum erlend- is og er bólusett gegn honum. Hvolpaveiki verður vart öðru hvoru á Norðurlöndum og hefur borist inn á loðdýrabú með hundum eða með innfluttum dýrum annars staðar frá t.d. Kanada. Brugðist er við sjúk- dómnum með bólusetningu. Smitandi Iifrar/heilabólga (HCC) er veirusjúkdómur í hundum og ref- um. Kemur öðru hvoru fyrir á loð- dýrabúum í nágrannalöndum okkar og getur valdið talsverðum hvolpa- dauða. Sjúkdómsins hefur einu sinni orðið vart á refabúi hér á landi. Þang- að barst hann líklega með hundum, en smitandi lifrarbólga (HCC) er landlæg í hundum hér og er haldið í skefjum með bólusetningu. Sjúk- dómsins hefur orðið vart í villtum íslenskum ref sem var fangaður til eldis á refabúi. Refavanki (nosematosis) er sníkju- dýrasjúkdómur af völdum einfrum- Freyr 1 3/98 - 37

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.