Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 5
í upphafi voru Arnar og Berglind
með um 10 rollur sem þau hafa nú
selt og einnig nokkur hross sem
Amar segir einungis vera tap á.
„Það getur verið í lagi að vera með
nokkra hesta ef menn hafa gaman
að hestamennsku en ég held að það
sé eina vitið að einbeita sér að kún-
um.
Að margra mati er heyskapurinn
það erfiðasta við búskapinn en
Arnari finnst hann barnaleikur
miðað við vorverkin. „Þá þarf
maður að gera allt í einu; vinna upp
flög og keyra út haug o.fl. Það er
oft enginn tími til að gera þetta allt
og svo er oft ýmist rigning, frost
eða brakandi þurrkur. Við höfum
alltaf haldið þeim sið að keyra
allan hauginn út um vorið og höld-
um að við fáum meira úr því en að
vera að dreifa honum yfir allt
árið.“
Nýtt kúakyn
Amar hefur, eins og svo margir
aðrir kúabændur, tekið þátt í þeirri
umræðu sem verið hefur um inn-
flutning á nýju kúakyni. „Eg hef
haldið þeirri skoðun á lofti að það
sé glórulaust að skipta ekki um
kúakyn. Eg hef hins vegar spurt
sjálfan mig að því hvort fylgis-
menn innflutningsins hafi gert mis-
tök með því að svara ekki þeim
skrifum sem birst hafa í blöðum
undanfarið. Það hefur verið skrifað
óhemju mikið um þetta í blöðum
og þær greinar hafa oft verið svo
illa fram settar að þær hafa varla
verið svaraverðar.
Þessi skrif hafa þó orðið til þess
að umræðan hefur síast inn í þjóð-
arsálina og menn fá á tilfinninguna
að þarna sé stórvarasamt mál á
ferðinni. Svo tekur steininn úr þeg-
ar forsætisráðherra tekur málið upp
í þjóðhátíðarræðunni sem einhvers
konar þjóðemishyggju.
Það hefur fjöldi manns komið
með rök sem eru varasöm fýrir
landbúnaðinn í heild og geta hrein-
lega dregið úr neyslu á mjólk og
mjólkurafurðum. Þá er ég m.a. að
tala um umræðuna um betakassein
en það er svo lítið rannsakað mál
að ekki er hægt að fullyrða neitt um
það. Þeir vita það sem vilja vita að
ef þetta skiptir máli, þ.e. prótínin í
mjólkinni, þá er hægt að rækta
þetta upp á stuttum tíma í öðra
kúakyni líka. Það er hins vegar
sjálfsagt að fara varlega og sú
tilraun sem talað er um að gera í
innflutningi fer mjög varlega. Það
era því lítið annað en tilfinningar
og fáfræði í kringum þetta.“
Og Arnar færir rök fyrir því
hvers vegna hann vill flytja inn nýtt
kúakyn. „Við getum ekki gert
okkur vonir um að við berum meiri
tekjur úr býtum. Vinnuþátturinn er
hins vegar mun minni við erlendu
kynin og gerir starfið allt öðruvísi.
Auk þess verða gripirnir að passa í
þær innréttingar sem þeim era ætl-
aðar í stað þess að stærðirnar séu
upp og ofan. Þá er hægt að fram-
leiða töluvert meira á hvem fer-
metra í íjósi með norskum kúm en
þeim islensku. Island er nú eina
þjóðin í allri Norður-Evrópu sem er
að streða við að framleiða mjólk úr
gömlu landkyni.“
Nokkrir hafa hins vegar bent á að
notkun mjólkurróbóta geti hugsan-
lega gert það að verkum að bygg-
ingarlag íslensku kúnna sé ekki svo
óhagstætt og hafa jafnvel talað um
þá sem hugsanlegan bjargvætt ís-
lenska kúakynsins. „Það getur vel
verið að sú umræða eigi rétt á sér.
Hins vegar kostar einn róbót mjög
mikið, um 12 milljónir króna, og ef
hann er fullnýtt á um 70 íslenskum
kúm fæst úr því aðeins um 300-350
þúsund lítra framleiðsla. Hollend-
ingar era hins vegar að framleiða
allt upp í 650-700 þúsund lítra á
einum róbót með jafnmörgum
kúm. Það segir sig því sjálft hvað
afskriftir af tækinu eru miklu hag-
kvæmari í stærri einingum en í
þeim minni. Þetta segir manni líka
að ef svona ijárfesting á að borga
sig verða einingarnar að stækka
gríðarlega."
Arnar hefur mikið hugleitt kaup
á mjólkurróbót og meðal annars er
Qósið sem nú er í byggingu í Gunn-
bjarnarholti hannað fyrir róbót.
„Það kom annað hvort til greina að
byggja annað hús við hliðina á
Qósinu til að geta lengt mjaltabás-
inn eða byggja nýtt fjós við endann
á núverandi fjósi sem þá myndi
henta fyrir róbót og það var sú leið
sem við ákváðum að fara. Við get-
um hins vegar dregið að kaupa
hann og haldið áfram að mjólka í
básnum eins og hann er um ein-
hvern tíma þannig að við eram
ekki nauðbeygð til að kaupa hann
strax.“
í framhaldi af þessu berst í tal
annað hitamál, þ.e. hveru stór búin
eiga að vera. „Stærðin fer algjör-
lega eftir því hvort við ætlum að
skipta um kúakyn því ef við ætlum
að gera það getum við leyft okkur
að stækka búin ennþá meira.
Stækkunin þarf að vera það mikil
að ef fólk býr ekki við almennilega
vinnuaðstöðu er þetta bara þræla-
hald. Þetta snýst algjörlega um
vinnuaðstöðu fólks því menn sem
reka 250 þús. lítra bú geta haft
minna að gera en þeir sem fram-
leiða aðeins 90-100 þús. lítra í lé-
legri aðstöðu. Til að tæknin geti
unnið með manni verður fram-
leiðslueiningin að vera hæfilega
stór. Ég er hins vegar þeirrar skoð-
unar að framtíðarbústærð sé fjöl-
skyldubú og ég tel það vera mjög
hentuga einingu. Það er hins vegar
erfitt að tala um einhvera sérstaka
stærð í lítrum því hún fer líka eftir
kúakyninu og hversu grimmt menn
tæknivæðast. Ég tel þó að ekki sé
hagkvæmt hér á landi að hafa
mikið stærri bú en fjölskyldubú.“
Flytur inn vélar
Arnar hefúr nú um nokkurt skeið
flutt inn vélar sjálfur og selt til
bænda víðs vegar um landið. „Ég
hef gert nokkuð af því að fara á
sýningar erlendis og fann á einni
slíkri í Danmörku fyrir tveimur ár-
um rúllugjafavagn sem tekur í sig
rúllumar sjálfur, sker þær í þunnar
sneiðar og gefur svo til beggja
hliða á fóðurgangi. Mannshöndin
kemur þarna hvergi nærri. Ég varð
FREYR 11/99-5