Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 2
Búkolla
Landnámsmennirnir lögðu á hafið
með litlar skrautlegar kýr.
Islenska þjóðin frá örófi alda
aö þessum stofni býr.
Rólegum skepnum heima og í haga
og hraust og aldrað varð fólk,
sem lifði á saltfiski, súru skyri,
sýru og kúamjólk.
Fjósið sjálft er hljóðlátur heimur
og hávaði er aldrei um þann
sem gefur, mokar, kembir og klórar,
kúm sem hann þekkir og ann.
Og kýrnar veita okkur hvíta drykkinn,
með krafti í vaxandi fólk,
en eftir fœðingu fálmar barnið,
fyrst eftir brjósti og mjólk.
A Ijósu vori, er lifna grösin,
er leyst út hin skrautlega hjörð.
Samstundis upphefst þá öskur og lœti,
og atlaga brosleg og hörð.
Þunglamalega er þotið um túnin,
þróttmikil sýning með brag.
Með hausinn við jörðu og halann á lofti
er hamast einn vorbjartan dag.
Slöngvað er tungu um grasbrúsk við götu,
og gangan þá löturhæg.
Þó stundum sé talað um geðvonda gripi,
er geðróin eðlislœg.
Búkolla er íslensk af eldgömlu kyni
og œtt hennar litrík og hrein.
Mjólk hennar gefur mannanna börnum
mátt og hin sterku bein.
Pálmi Eyjólfsson.
Norsk Hydro dregur
sig út úr
áburðarframleiðslu
Stórfyrirtækið Norsk Hydro sem
upphaflega var stofnað til að fram-
leiða áburð hefur nú ákveðið að
draga sig út úr þeirri framleiðslu en
beina kröftum sínum einkum að
framleiðslu léttmálma, svo sem
aluminíum, og olíu- og gasvinnslu.
Um helmingur af veltu fyrirtækis-
ins er nú í áburðarframleiðslu, eða
um 40 milljarðar n. kr.
Astæðan fyrir þessari stefnu-
breytingu er að áburðarframleiðslan
skilar ekki nógum hagnaði. Þess er
einnig vænst að það dragi úr áburð-
arnotkun í Evrópu á næsta áratug og
að samdrátturinn verði 7% á
köfnunarefni, 4% á kalí og 10% á
fosfór.
(Dagens Næringsliv/Bondebladet
nr. 41/1999)
Díoksíneitrun ekki úr
sögunni
Vandamál við díoksineitrun í
matvælum er e.t.v. meira en áður
hefur verði talið.
ítarlegar rannsóknir á kjöti í
Belgíu sýna að stórgripir sem eru á
beit nálægt iðnaðarsvæðum eru
með svo mikið dóksín í sér að þeir
standast ekki heilbrigðiskröfur
ESB. Að áliti talsmanns ESB er
margt sem bendir til þess að þetta sé
ekkert sérbelgískt mál heldur al-
mennt vandamál, að sögn danska
blaðsins Politiken.
Reglurnar um díoksinmagn i mat-
vælum gilda hins vegar eingöngu
fyrir Belgíu. ESB hefur engar sam-
eiginlegar reglur fyrir díoksínmagn
í fóðri búíjár eða í matvælum fyrir
fólk.
(Bondebladet nr. 41/1999)
Altalað d
kaffistofunni
Sonur íslands
Á fyrstu áratugum aldar-
innar rak Bændaskólinn á
Hólum svínabú. Eitt sinn
gerðist það á Hólum að
felldur var fullorðinn göltur.
Það varð Konráði Arngríms-
syni bónda og kennara á
Ytri-Brekkum í Blönduhlíð,
foður Björns sem lengi var
bústjóri á Vífilsstöðum,
tilefni að eftirfarandi vísu:
Galti dó en fékk þó fyrst
fylli sína úr skyrdöllonum,
Ennþó hefnr íslaitd ntisst
einn af sínunt allrabestu
soiiunt.
2 - FREYR 11/99