Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 7
Miklar breytingar eru nú að eiga
sér stað í leiðbeiningaþjónustu og
heíur Búnaðarsamband Suðurlands
m.a. sett í gang verkefnið Sunnu sem
felur í sér að bændur fá ákveðinn
leiðbeiningarpakka gegn gjaldi.
Amar hefur tekið þátt í þessu verk-
efni. „Þetta fyrirkomulag mun veita
búnaðarsamböndunum ákveðið að-
hald því nú verða þau að auka við
þekkingu sína og selja sig til að
bændur vilji nota þjónustu þeirra.
Það þarf líka að gera mikið átak til
að fylgjast betur með nýjungum er-
lendis. Það er líka alveg ljóst að það
er lagt mun meira fjármagn i rann-
sóknarstarf og leiðbeiningarþjónustu
í landbúnaði erlendis en hér heima.“
Arnar er hins vegar á því Búnað-
arsamband Suðurlands eigi ekki að
reka tilraunabú eins og gert er í
dag. „Mér fyndist eðlilegt að til-
raunabúin væru t.d. á Hvanneyri
eða á þeim stöðum þar sem þekk-
ingin er fyrir hendi. Þessi bú verða
líka að vera af ákveðinni
stærðargráðu til að þau geti talist
nothæf sem tilraunabú."
Kvóti sem allra lengst
Misjafnar skoðanir hafa verið á
því hvernig best sé að stjórna
mjólkurframleiðslunni, sérstaklega
í kjölfar vandamálsins sem skap-
aðist vegna mikillar umframmjólk-
ur í vor. Arnar segist vona að
kvótakerfið verði áfram við lýði.
„Það eru engar forsendur til að
leggja þetta kerfi af í núverandi
mynd. Framleiðslan er í jafhvægi
nema þegar mjólkursamlögin gera
mistök á borð við þau sem þau
gerðu síðastliðið haust þegar þau
lýstu því yfir að próteinhluti allrar
umffammjólkur yrði greiddur. Þá
fór allt upp í loft. Þess vegna óska
ég þess að kvótinn verði sem allra
lengst og að verðið á kvótanum
stýrist af framboði og eftirspurn.“
Arnar telur það með ólíkindum
að ekki hafi verið gripið í taumana
áður en mjólkurframleiðslan var
orðin alltof mikil. „Við Sunnlend-
ingar erum hins vegar í töluvert
annarri aðstöðu en aðrir þar sem
bændur eiga afurðastöðvarnar
sjálfir. Það hlýtur því að vera hags-
munamál okkar að stöðva þetta.
Þarna eru stjórnendur afúrðastöðv-
anna ábyrgir og það er ljóst að
þeim urðu á mikil mistök og hefðu
átt að grípa miklu fyrr inn í. Það
vissu allir hvert stefndi en menn
biðu og vonuðu að þetta myndi
lagast sem svo gerðist ekki. Það
gengur ekki að reka fyrirtæki af
svona ábyrgðarleysi. Bændur
brugðust líka mjög einkennilega
við. Þeim var lofuð greiðsla upp á
22-25 krónur fyrir litrann af
umframmjólk og settu þá allt af
stað. Ef menn hafa efni á að fram-
leiða fyrir þetta verð þá hafa þeir
líka efni á að kaupa kvóta. Þessi
mistök eru hins vegar gríðarleg og
allir munu stórtapa á þessu.“
Amar telur að framtíð kúabú-
skaparins ráðist af því hvernig
mönnum gangi að tileinka sér nýj-
ungar. „I fjósbyggingum felst fram-
tíðin í lausagöngufjósunum en ég
hef trú á að mjólkurróbótamir eigi
eftir að hafa töluverð áhrif í þeim
málum líka. Hins vegar verður að
viðurkennast að þegar búum fækk-
ar samhliða því að þau stækka verð-
ur erfiðara að halda hinum dreifðu
byggðum lifandi. Það er stórt
vandamál sem menn sjá ekki ennþá
hvemig hægt er að leysa því að
sveitimar verða ekki mjög lífvæn-
legar ef bændum fækkar verulega.
Hitt er svo annað mál að krafa neyt-
enda er sífellt lægra vöruverð en
bændur verða að gæta þess að
ganga ekki það langt í þeim efnum
að einungis verði í boði annars
flokks landbúnaðarafurðir," segir
Arnar að lokum. HI
Hver er hlutur
bóndansí
smásöluverðinu ?
í Frakklandi hafa um árabil átt
sér stað hörð orðaskipti milli
bænda og smásöluverslana um
hlut bóndans í smásöluverðinu og
álagningu verslunarinnar.
Samtök franskra bænda hafa
barist fyrir því að við verðmerk-
ingu matvara sé einnig gefinn
upp hlutur framleiðandans í end-
anlegu verði og sýna neytendum
með þvi móti að það séu ekki þeir
sem halda verðinu uppi.
Nýlega hefur landbúnaðarráð-
herra Frakklands ákveðið að
merkja skuli ákveðnar vörur bæði
með smásöluverði og því verði
sem bóndinn fær fyrir sinn hlut.
Ákvörðunin varðar vörur þar
sem framleiðendaverð hefur verið
afar lágt svo sem tómata, gúrkur,
epli, perur, apríkósur og vínber.
Þetta er í fyrsta sinn sem
bændasamtökum tekst að fá þess-
um kröfum framfylgt, en reglurn-
ar gilda að svo stöddu í 1-3 mán-
uði, eftir vörum. Að þeim tíma
liðnum mun ráðherrann ákveða
hvort reglurnar eigi að gilda um
fleiri vörur þar sem framleiðenda-
verðið er lágt og um gildistíma
þessara ákvarðana.
(Internationella Perspektiv
nr. 26/1999).
Forfallaþjónusta í
dönskum landbúnaði
Forfallaþjónusta í landbúnaði í
Danmörku hefúr um árabil notið
framlags á fjárlögum en nú hefúr
verið ákveðið að fella þær
greiðslur niður. Danski fjármála-
ráðherrann, Mogens Lykketoft,
áætlar að árlegur sparnaður af þvi
fyrir ríkið nemi um d.kr. 35 millj.
Danir hafa umárabil rekið for-
fallaþjónustu í veikindatilfellum
bænda og barna þeirra sem og við
endurmenntunarnám þeirra. Á
síðasta ári nýttu um 10 þúsund
bændur sér þessa þjónustu.
(Boncleblaclet nr. 36/1999).
FREYR 11/99 - 7