Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 6

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 6
yfirleitt trú um að þeir hafi ekki efni á að byggja nýtt fjós og byggja þess í stað mjaltabás utan á eldri byggingar og sérstaka geldneyta- kofa. Það endar síðan með því að menn verða alltaf í vonlausri að- stöðu til gegninga þar sem þeir hafa þegar kostað of miklu til til að hægt sé að henda íjárfestingunni. Menn verða að átta sig á því að það er engin lausn að byggja mjaltabás við básafjós og slíkt þekkist ekki annars staðar. Menn virðast hafa steingleymt að hugsa um skipu- lagningu á vinnunni og vinnuhrað- ann því það fer alltof mikill tími í að binda og leysa kýr til að geta mjólkað þær í stað þess að hafa þær lausar, enda taka mjaltir í mjaltabás á minni búum iðulega lengri tíma heldur en að mjólka þær á básum. í flestum ijósum erlendis er bónd- inn í mjaltagryfjunni allan tímann sem mjólkað er og þarf ekki að vera sífellt á ferðinni. Þar er mjög auðvelt fyrir einn ntann að mjólka 80-100 kýr. Þar verður þó að taka með í reikninginn að í sumum tilfellum er notuð tækni sem gæti aldrei gengið hér, í það minnsta ekki með íslensku kúnum. T.d. eru kýr sums staðar mjólkaðar aftan ffá en íslensku kýmar em of nástæðar að aftan til að það sé hægt. Með því styttist mjaltagryfjan og afköstin aukast og það þýðir að sjálfsögðu að mjaltir taka styttri tíma.“ Eins og að reka fyrirtæki Misjöfnum sögum fer af afkomu kúabænda en Arnar segist ekki geta kvartað. „Við höfum vissulega fjár- fest töluvert en alltaf getað séð fram úr hlutunum og aldrei verið hrædd við að prófa. Við höfum þó gætt þess að fara ekki of geyst í hlutina. Það er eins með þetta og að reka fyrirtæki, ef menn skipuleggja sig vel og gera þetta vel þá verður afkoman ágæt í þessu. Það er hins vegar ekki hægt að lifa af því að vera með 15-20 kýr, þá eru menn ekki að sinna fullu starfi.“ mjög hrifinn af þessu og hugsaði með mér að það væri alveg jafngott að taka að sér innflutninginn sjálfur eins og að láta vélasalana hér heima gera þetta en þeir voru ekki með slíkt tæki. Við keyptum vagn- inn sem var á sýningunni og siðar hafði ég samband við framleiðend- þegar hann er búinn að setja það upp í sínu eigin fjósi. „Eitt aðal- áhugamálið hjá mér er hönnun fjósa með tilliti til velferðar grip- anna og að reyna að hagræða vinn- unni sem best.“ Arnar hefur verið mjög duglegur við að sækja sýningar erlendis og Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti. Arnar ásamt komi sinni, Berglindi Bjarnadóttur, og börnum þeirra; Auði Olgu, Margréti Hrund og Eiríki. urna aftur og við tókum að okkur umboðið fyrir þá. Síðan þá hefur þetta hlaðið utan á sig en það má í raun frekar segja að þetta sé áhuga- mál en að það sé einhver dauðans alvara á bak við þetta.“ Arnar hefur selt tæplega tíu vagna og hefúr auk þess flutt inn fjósvélar og steinbita með góðum árangri. Einnig er hann að flytja inn sérstakt gjafakerfi sem hann ætlar að reyna að markaðssetja hér 6 - FREYR 11/99 kynna sér nýjungar í landbúnaðin- um. „Það háir okkur verulega í framleiðslunni hvað við erum illa upplýstir. Það er því nánast lífs- nauðsynlegt að menn kynni sér hvað er að gerast annars staðar. Mér finnst menn t.d.oft tregir og erfiðir sjálfum sér í byggingarmál- um og menn hafa eyðilagt mikið fyrir kúabúskap með endalausum viðbyggingum í stað þess að byggja frá grunni. Menn telja sér

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.