Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 20
Fóðrun og umhirða
mjólkurkúa kringum burð
rátt fyrir uppgang í atvinnulíf-
inu og meiri hagvöxt en við
höfum átt að venjast hefur af-
koma í mjólkurffamleiðslunni ekki
verið ásættanleg undanfarin ár, - þó
svo að hún hafi skánað á undan-
gengnum tveimur árum samanborið
við árin á undan. A gildistíma núver-
andi mjólkursamnings býr mjólkur-
framleiðslan við nokkuð stöðugar og
þekktar ytri starfsaðstæður sem ættu
að geta skapað skilyrði fyrir bætta af-
komu.
Eftir samdrátt í fjárfestingum og
ffamkvæmdum ffam yfir miðjan ára-
tuginn ríkir nú meiri bjartsýni i bú-
greininni og víða eru í gangi eða á
undirbúningsstigi miklar fram-
kvæmdir hjá kúabændum. Fjárfest-
ingar i tækjum og búnaði eru blóm-
legar.
Á síðastliðnu hausti hét mjólkur-
iðnaðurinn greiðslum fyrir umffam-
mjólk vegna tæprar birgðastöðu í ost-
um. Samfara hagstæðri heyskapartíð
og góðum heyfeng, hagstæðu verði á
kjamfóðri og áðumefndu greiðslufyr-
irheiti tók mjólkurframleiðslan
hressilega við sér. Niðurstöður
skýrsluhalds sýna meiri afurðaaukn-
ingu effir grip milli ára en áður hefur
átt sér stað. Sú aukning varð mest á
síðustu mánuðum ársins. Margt
bendir því til þess að ofangreindir
þættir hafi beint og óbeint leitt til þess
að afiirðageta mjólkurkúnna nýttist
betur en verið hafði. Kjamfóðurgjöf
jókst lítillega en kýmar virðist hafa
svarað henni að mestu.
Samanburðartölur úr búreikningum
undanfarin ár sýna mikinn afurðamun
milli búa og einnig mikinn mun í
fjárhagsafkomu á kúabúum af svip-
aðri stærð. Þvi eiga margir kúabænd-
ur að geta sótt afkomubata í bættan
innri rekstur búanna. Með kerf-
isbundnum vinnubrögðum eiga þeir
að geta náð aukinni hagkvæmni út úr
eftir
Gunnar
Guðmundsson,
nautgripa-
ræktar-
ráðunaut
mörgum liðum búrekstrarins. Þó að
vel sé gert þá má alltaf gera betur.
Mikilvægur tími
Mikilvægur tími í mjólkurfram-
| leiðslunni er hafinn. Margarkýrbera
I um þessar mundir, fjöldi kvíga er að
koma inn í ffamleiðslu, umskipti
verða ffá beit til innifóðrunar og
álagsgreiðslur (C-greiðsla) á mjólk
koma til sögunnar. Það getur skipt
i miklu fyrir afkomu kúabóndans
1 hvemig til tekst að vinna úr þessum
þáttum á sem hagkvæmastan hátt.
Á tímanum fyrir og fyrst eftir burð-
; inn ræðst hver útkoma mjaltaskeiðs-
j ins verður hjá hverjum og einum grip,
- bæði hvað varðar nyt, efnamagn í
mjólk, heilsufar og fijósemi. Út-
j koma í mjólkurffamleiðslunni á sl. ári
bendir til að það sé hægt að ná auk-
inni nyt út úr hveijum grip með auk-
inni nákvæmni í fóðrun þeirra og
breyttri notkun kjamfóðurs, ekki síst
á fyrstu vikunum eftir burð.
Hér verður stiklað á fáeinum mikil-
vægum þáttum um fóðmn og um-
hirðu kúnna á þessu mikilvæga tíma-
bili. Þó verður ekki í stuttri grein
unnt að fara ítarlega ofan í hvem ein-
stakan þátt.
Geldstaðan
- undirbúningur
kúnna fyrir burð
Síðustu 3-4 vikumar fyrir burð
kallast undirbúningsskeið, - síðari
helmingur geldstöðunnar. Geldstað-
an er afar mikilvægur tími í ffam-
leiðsluferli kúnna, en æskilegt er að
kýmar standi geldar í 6-8 vikur.
í geldstöðunni á sér stað nauðsyn-
leg endumýjun og enduruppbygging
vefja í júgrinu. Einnig verða þá mikil
umskipti í vakastarfsemi kýrinnar
samfara fósturþroskanum. Ekki er
æskilegt að kýrin mjólki jafnhliða
þeim umskiptum. Of stutt geldstaða,
að ekki sé talað um þegar kýmar
mjólka saman, kemur ævinlega niður
á mjólkurframleiðslu komandi
mjólkurskeiðs.
Á seinni hluta geldstöðunnar þarf
kýrin að aðlagast smám saman því
fóðri sem bíður hennar eftir burðinn.
Meltingarstarfsemin eða örveruflóran
í vömbinni þarf góðan tíma til að
aðlagast orkuríkara eða kolvetnarík-
ara fóðri, - eftir einhliða fóðrun á
meðalgóðu, trénisríku eða jafnvel
slöku gróffóðri á síðari hluta fyrra
mjólkurskeiðs og ffaman af geld-
stöðutímanum.
Án nægilega langrar og réttrar að-
lögunuar er hætta á að eðlilegt jafn-
vægi í vambarstarfsemi náist ekki, -
og kýrin eða öllu heldur melt-
ingarstarfsemin standi ekki undir
væntingum og þoli ekki það stór-
aukna álag sem verður á komandi
mjólkurskeiði.
Mikilvægar aðrar ástæður fyrir því
að gefa fóðrun kúnna á þessu tímabili
sérstakan gaum eru m. a.:
* Kýrnar þurfa að vera í æskilegum
eða „réttum" holdum
* Öi-veruflóran í vömbinni þarf tíma
til að aðlagast breyttu fóðri
* Vambarsepamir á innra yfirborði
vambar og kepps þurfa að vera vel
þroskaðar til þess að mikið uppsog
næringarefna geti átt sér stað
Næringarástand
- holdafar kúnna
um burð
Það er þekkt að feitar kýr eru lyst-
20 - FREYR 11/99