Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 12

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 12
Mjaltavélar á breytingaskeiði r Eg er oft spurður ráða um endurnýjun mjaltabúnaðar og hvort mér finnist að endurnýjunar sé þörf. Því verður ekki svarað nema að gefnum ákveðnum forsendum. Ef vel gengur með þann búnað sem fyrir er, júgurheilbrigði er gott og menn sætta sig við vinnuaðstöð- una og þann tíma sem í mjaltirnar fer, þá er í raun engin ástæða til breytinga aðeins breytinganna vegna. Mörg dæmi eru um bændur sem mjólka með 75 ml mjaltatækj- um og gengur ágætlega. Mannlegi þátturinn vegur ætíð þungt þannig að unnt er með nostri, aðgætni og alúð við gripina að ná ágætis árangri með nánast hvaða búnaði sem er. Ég ítreka enn og aftur það sem ég hef áður sagt í greinaskrifum, ef þú ert góður/góð við kúna og aðbúnaður hennar er viðunandi þá er hún mun líklegri til að standast ýmiss konar álag sem getur valdið hækkun frumutölu heldur en kýr sem er hrædd við þig vegna framkomu þinnar svo að ekki sé talað urn ef henni líður í ofanálag illa vegna bágs aðbúnaðar. Þetta er borðleggjandi. Fjölmargir aðrir þættir geta haft bein og óbein áhrif á júgurheil- brigði, s.s. mjaltavélin, innrétt- ingar og uppeldisaðstæður ung- viðisins, þ.m.t. sog ungkálfa og jafnvel eldri gripa. En ég ætla hér að að fjalla aðeins um mjaltavél- arnar. Til athugunar við mjaltir Áhætta við vélmjaltir er all- nokkur og búnaður til mjalta mis- heppilegur með júgurheilsu kýr- innar í huga. Unnt er með mörgu móti að draga úr áhættu af völd- um vélmjalta og lágmarka álag á Sökum þess hve hátt þarf að draga mjólkina upp mjólkur- slönguna verður soghæðin að vera nokkuð há eða um 48 kPa (kíló Paskal) á kerfinu sem þýðir um 44 kPa soghæð við spena- enda. Sogsveiflur eru tíðar og flutningsgeta kerfisins fyrir fljót- mjólka kýr er alls ófullnægjandi. Sér í lagi þar sem hámjólka kýr eru mjólkaðar samtímis þá sjáum við bæði tæki, slöngur og kerfið næst kúnni, sem mjólkuð er, standa fullt af mjólk oft í mjalta- tímanum. Nú í seinni tíð hef ég reynt að krafsa í bakkann með því að fá bóndann til að breyta gamla rör- mjaltakerfinu ef það er ekki í um- ræðunni að afleggja það með öllu fyrir nýrri og skepnuvænni búnað, s.s. mjaltabás og láglínukerfi, manninum til hagsbóta líkamlega séð og kúnni til hagsbóta með tilliti til áhættuminni mjalta og minna álagsájúgurogspena. Þettakostar stórfé sem of lítið er af í bændastétt þannig að stungið er upp á atriðum til hressingar á gamla rörmjalta- kerfinu. Eftirfarandi mundi gera mikið gagn ef við hugsum um júgur- heilbrigði kýrinnar og þú vilt hressa upp á gamla rörmjalta- kerfið. Fullvissaðu þig um að sogskiptarnir séu í fullkomnu lagi, þeir eru heili mjaltanna, vinni þeir vitlaust er voðinn vís. Gerðu aldrei spenagúmmiin of gömul, 2200 - 2400 mjaltir er hæfilegt ef þvottur er góður. Leggðu þau aldrei í klór, hann eyðileggur þau. Notaðu spenagúmmí sem henta flestum kúm i þínu fjósi. Ekki kaupa bara eitthvað. Sértu ekki þegar búinn að því þá skiptu gamla lóðsogjafnanum út fyrir ná- kúna og mun ég hér reyna að stikla stóru um helstu kosti og ókosti algengustu gerða mjalta- kerfa hérlendis og þá hvað unnt sé að bæta með tilliti til júgur- heilbrigðis. Vélfotukerfið er kúnni trúlega afar hagstætt, þar fer saman lág soghæð, rétt tog á mjaltatækin með tilfærslu fötunnar fram í básinn og nokkuð er nostrað við kúna undir mjöltum þannig að hún fær meira traust á mjaltafólki og verður ró- legri. Þetta hef ég oft séð í eldri fjósum. Fötukerfið er hins vegar mannin- um afar erfitt vegna burðar með þungar fotur ffam í mjólkurhús, auk þess sem hætta á gerlamengun mjólkurinnar er meiri en í lokuðu mjaltakerfi sé það rétt þrifið. Áríðandi er þó þegar fötur eru tengdar rörmjaltakerfi við mjaltir nýbæra og meðhöndlaðra kúa að lækka sog við spenaenda með því að hafa balanslóð í fötu- lokinu, lóðið fæst hjá næsta mjólkureftirlitsmanni. Á eftir vélfötunni fundu menn upp rör- mjaltakerfið og um svipað leyti kútakerfið og mjaltagryfjuna. Hálínu rörmjaltakerfið var fram- leitt með þægindi mannsins og minni mengun mjólkurinnar í huga. Min skoðun er sú að þarna steingleymdu menn kúnni og líðan hennar. eftir Kristján Gunnarsson, mjólkur- eftirlits- mann Ms. KEA 12 - FREYR 11/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.