Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 8

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 8
Er rétt að valsa byggið fyrir súrsun? Súrsun er algengasta aðferðin við verkun byggkorns hér- lendis enda ódýr í flestum til- vikum. Aðferðin byggist á útilokun súrefnis frá korninu. Varðveisla fóðurefnanna ræðst af því hvaða braut gerjunin tekur. Þurrkstig kornsins hefur mikil áhrif á gerjun- arstigið. I fullþroska byggkorni er þurrefnið orðið um og yfir 60%. Á því þurrkstigi verður gerjun í bygg- inu næsta takmörkuð. Bæði erlend reynsla og innlend sýnir að ekki ætti að súrsa kornið blautara. Reynslan til þessa Erlendis er bændum ráðlagt að valsa byggkornið fyrir súrsun. Fyrir því eru einkum þau rök að þannig verði næring kornsins súrs- unargerlunum aðgengilegri heldur en í heilu byggi. Líka fellur valsaður kornmassinn betur saman en heil byggkornin (1). Þannig á súrefni ógreiðari leið um kornið og verkun ætti að verða öruggari. Til þess að tryggja eðlilega nýtingu fóðurefnanna í meltingarvegi jórt- urdýranna þarf hvort eð er að valsa byggið. Kann að vera hagræði í þvi að ljúka völsuninni strax eftir korn- skurðinn fremur en taka til við hana í smá- skömmtum allan gjafatímann. Verkið kallar á valsara með af- kastagetu sem svarar til afkasta við kornskurð- inn. Fram til þessa hafa flestir bændur hérlendis súrsað byggið heilt og valsað það rétt fyrir gjafir. Ekki er að eftir Bjarna Guðmunds- son og Kristján Óttar Eymundsson Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri sjá að þessi háttur hafi skaðað þá til muna hvað verkun komsins snertir. Dæmi frá bændum um völsun byggs fyrir súrsun haustið 1997 sýndu að það bygg varð nokkru súrara en hitt sem heilt var. Hins vegar þykir ýmsum mikill tími fara í völsun að vetri og að afköst vals- aranna, sem nú eru almennt notaðir, séu of lítil. Athugun gerð 1998 Haustið 1998 gerði Kristján Óttar Eymundsson rannsókn á súrverkun byggs úr mismunandi X Q. CT </) 3 '> co 1. mynd. Ahrif þurrkstigs á sýrustig í heilu og völsuðu byggkorni eftirþriggja mánaða verkun. ræktun Jónatans Hermannssonar á tilraunastöðinni á Korpu (2). Liður í rannsókninni var athugun á áhrif- um forvölsunar á gerjun í korninu. Byggkornið var verkað í smáílát- um með gaslás. Þau voru 1 lítri að rúmmáli. Kornið var geymt í þrjá mánuði í óupphituðu en einangr- uðu húsnæði. Reynd voru fern þurrkstig kornsins: 45-77%; þrenn þau lægri voru fengin með því að bæta vatni í kornið. Engar endur- tekningar innan sömu meðferðar voru hafðar enda aðeins um athug- un að ræða. Niðurstöður athugunarinnar Á verkunar- og geymslutíma gerðist sýnilega mun meira í vals- aða bygginu en hinu heila; sýru- stigið varð til muna lægra í valsaða bygginu (sjá 1. mynd). Þetta átti einkum við í byggkorni sem hafði minna þurrefhi en 70%. Athyglisvert er að gerjunarmun- urinn kom ekki fram í mjólkursýru- magni byggsins sem var raunar mjög lítið; völsunin virtist ekki hafa áhrif á það. Eins og niður- stöðutölurnar í 1. töflu sýna lá munurinn hins vegar í ediksýru- og etanólmyndun- inni, en eftir henni er síst sótst við súrverkun fóðurs. Tölurnar í töflunni sýna einnig með skýr- um hætti hvernig úr gerjuninni dregur með hækkandi þurrk- stigi: Þá kom það einnig fram að valsaða bygg- kornið léttist —•------Heilt bygg - - - A- - - Valsað bygg 8 - FREYR 11/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.