Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 10
Nautgripasœðingar
1998
r
Aárinu 1998 voru sæddar
25.587 kýr 1. sæðingu eða
84,4% kúa samkvæmt
talningu haustið 1997. Er þetta
örlítil minnkun frá árinu á undan
eins og sést á töflu 1 og mynd 1.
Á árunum fyrir 1993 voru sæðing-
ar miðaðar við talningu kúa og
kelfdra kvígna en frá og með 1993
er eingöngu miðað við kýr og því
eru hlutfallstölur á þátttöku sæð-
inga sl. sex ár ekki sambærilegar
við fyrri ár. Á mynd 1 má sjá að
þátttaka í sæðingum er sveiflu-
kennd með nokkura ára millibili.
90%
85%
80%
75%
70%
65%
60%
\<& \<^ \<& V#
Mynd 1. Þátttaka í sæðingum 1981 -1998
eftir
Sveinbjörn
Eyjólfsson
og
Guðlaug V.
Antonsson,
Nautastöð
Bænda-
samtaka
íslands,
Hvanneyri
menn einnig velt því fyrir sér
hver áhrif breyttrar fóðuröflunar
(rúlluheyskapar) eru.
Árangur hefur batnað hjá flest-
um búnaðarsamböndum en í ein-
staka tilfelli hefur hann versnað
án þess að fullnægjandi skýringar
hafi komið fram.
Notkun sæðinga er misjöfn eft-
ir búnaðarsamböndum. Mest er
þátttakan hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands en minnst hjá Norður-
Þingeyingum og Búnaðarsam-
bandi Kjalarnesþings. Á svæð-
um þar sem rétt þriðjungur kúnna
er sæddur verður að taka betur á í
ræktunarstarfinu og þar er notkun
sæðinga hornsteinninn. í töflu 1
má lesa eftir svæðum fjölda
fyrstu sæðinga, fjölda tvísæð-
inga, árangur sæðinga og hlut-
fallslega notkun af heildarfjölda
kúa á svæðinu.
Á árinu 1998 voru flestar sæð-
ingar í desember eða 3457 og í
janúar 3355 en fæstar eru sæð-
ingarnar í september 968. Best
halda kýr sem sæddar eru í júlí,
ágúst og september.
Mynd 2 sýnir árangur sæðinga
frá 1981 og er hann sveiflu-
kenndur líkt og þátttakan i sæð-
ingum. Árangur sæðinga 1998
var 71,0% og hefur góðu heilli
hækkað frá fyrra ári enda var
hann þá lélegri en nokkru sinni.
Ástæður þess að fanghlutfall
hefur lækkað eru ekki að fullu
kunnar. Þó er ljóst að færsla á
burði veldur þar nokkru um. Nú
eru mun fleiri kýr sæddar í þeim
mánuðum sem alltaf hafa gefið
lægra fanghlutfall. Þá hafa
10 - FREYR 11/99