Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1999, Qupperneq 25

Freyr - 01.10.1999, Qupperneq 25
Nœringarefni í jarðvegi - IV Nýting næringarefna og áburðar í lífrænum landbúnaði - Inngangur Lífræn ræktun hefur á seinustu árum stöðugt verið að aukast í ná- grannalöndum okkar og einnig náð nokkurri útbreiðslu hér á landi. Líf- ræn ræktun lítur ströngum reglum um allt framleiðsluferlið, m.a. um næringarefni jurta og áburðarnotk- un. Leitast er við að reglur um líf- ræna ræktun séu í megindráttum hinar sömu hvarvetna í heiminum en með ákveðnu tilliti til staðhátta. Ákvæði um lífræna landbúnaðar- framleiðslu eru í lögum (nr. 162/1994) og reglugerð (219/1995 með breytingu nr. 90/1998) [6] seg- ir nánar til um einstaka þætti fram- leiðslunnar. Segja má að grunnhugmyndir um nýtingu næringarefna í lífræn- um landbúnaði séu tvær. í fyrsta lagi að halda næringarefnum innan hvers bús í hringrás. Lögð er áhreslu á að ná eins lokaðri hring- rás og mögulegt er [3]. Með því að nota búfjáráburð og annan lífrænan úrgang, oft meðhöndlaðan og að hluta rotinn, er leitast við að auka lifstarfsemi jarðvegsins og umsetn- ingu næringarefna í honum, að bæta byggingu og ná aukinni rótar- dýpt og ná þannig til stærri hluta næringarefnaforðans. í öðru lagi er notkun auðleystra tilbúinna áburð- arsalta bönnuð. Ástæður fyrir þessu banni eru margar, m.a. að fá hollari matvæli, að koma í veg fyrir mengun vegna útskolunar áburðar- salta og að ná meira jafnvægi i dreifingu næringarefna i jarðvegin- um og fleira mætti telja til. Með því að halda stíft í þetta bann sker hinn lífræni landbúnaður sig greinilega frá hinum vistvæna landbúnaði þar sem reglur um nýtingu áburðarefna eru allrúmar. eftir Þorstein Guðmundsson m Jwk A jarðvegs- 7 fræðing JfN/ L í fyrrnefndri reglugerð eru ákvæði um áburðarnotkun i megin- dráttum sem hér segir: * Á hverju lífrænu býli skulu áburðaráætlanir gerðar þar sem lífrænt efni, er til fellur á býlinu, skal vera undirstaða áætlunar- innar. * Gæta skal þess að lífræn efni í jarðvegi og gróðurmold við- haldist eða aukist. * Aðeins er heimilt að nota ákveð- in áburaðefni til viðbótar, í meg- indráttum eru það lífræn úr- gangsefni og ýmis bergefni eða sölt eins og þau koma fyrir i náttúrunni * Sýrustigi jarðvegs skal viðhald- ið með tilliti til jarðvegsgerðar og þeirra nytjajurta sem ræktað- ar eru. * Þar sem allur áburður getur verið mengunarvaldur skal þess gætt að hvorki jarðvegur, grunnvatn, ár, lækir, vötn, jarðargróður eða afurðir mengist eða spillist. * Meðferð og dreifing búfjár- og safnhaugaáburðar skal vera með þeim hætti að sem minnst af næringareihum tapist og meng- un haldist í lágmarki. * Heildarmagn búfjáráburðar, sem borinn er á ár hvert, má ekki vera meira en til gæti fallið á býlinu með hæfilegri áhöfh bú- fjár. Á garðyrkjubýlum má víkja frá þessari reglu. * Hámarksfjöldi búfjár skal mið- ast við einn fullorðinn nautgrip eða 10 vetrarfóðraðar kindur á hvern hektara ræktaðs lands. I reglugerðinni eru nánari ákvæði m.a. um aðfluttan lífrænan áburð, uppruna, meðferð, magn og innihald skaðlegra efha. Einnig eru ákvæði um undantekningar fýrir bú, sem eru í aðlögun, og um sam- vinnu við vottunarstofur. Rammi reglugerðarinnar er í raun skýr en taka þarf tillit til aðstæðna á hveijum stað í ríkara mæli en í hefð- bundnum landbúnaði vegna þess að stefnt er að minni aðflutningi og þess vegna er meira undir nýtingu staðbundinna þátta komið. í þessari grein verður leitast við að gera nokkrum atriðum sem varða jarðveg og áburð í lífrænni rækt nánari skil. Jarðvegur Jarðvegurinn og náttúruleg fijó- semi landsins skipta mun meira máli í lífrænni rækt en í hefðbundnum landbúnaði. Þar sem landið er að upplagi fijósamt er einfaldara að ná og halda viðunandi uppskeru en þar sem jarðvegurinn er rýr. Á fijósömu landi er markmiðið að halda fijó- seminni við, bæta byggingu og auka lífstarfsemi jarðvegsins til að ná góðri umsetningu næringarefhanna, mikilli rótardýpt og tryggja góða uppskeru með líffænum áburði. Á Islandi mun fijósamur jarðvegur, en það eru fijó móajörð og mýrajörð hallamýra og fijósamra flóa, alltaf vera með mikið magn líffænna efna þannig að uppbygging þeirra er ekki nauðsynleg. Á rýru landi getur þurft að auka magn líffænna efna. Heildar- magn hinna ýmsu næringarefha í jarðvegi er ótrúlega mikið (7. tafla) en þau eru að langmestu leyti mjög FREYR 11/99 - 25

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.