Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 31
belgjurta. í öðru lagi má nefna
grófan sendinn jarðveg og í þriðja
lagi er vöntun á lífrænum efnum.
Bent hefur verið á [15] að með
því að líta á hringrás næringarefna
innan bús og losun næringarefna í
jarðvegi er allt að því hægt að
uppfylla næringarefnaþörf tún-
gróðurs á frjósamri mýrajörð og
móajörð. Gamalt ræktunarland á
jarðvegi sem er frjósamur að upp-
lagi er oft með meðal magni eða
meira af nýtanlegum fosfór og kalí
og er hið ákjósanlegasta til lif-
rænnar ræktar. Jarðvegur með ein-
hverjum takmörkunum þarf
ákveðna uppbyggingu frjósemi
sem getur þýtt verulegan aðflutn-
ing lífræns áburðar og kostnað því
fylgjandi.
Niðurlag
I þessari seinustu grein um nær-
ingarefni í jarðvegi er rétt að líta til
þeirrar fyrstu þar sem fjallað var um
ferli næringarefnanna, um losun
vegna veðrunar steinefna og rotnun-
ar líffænu efnanna og jafnframt um
bindingu bæði í lífrænum efnum og
í steinefhum. í líffænum landbúnaði
er þetta ferli afgerandi þar sem rækt-
unin byggir mjög á nýtingu þess sem
losnar. Vandamálið er að næringar-
efnin eru ekki alltaf í aðgengilegu
formi fyrir gróður. Sennilega á þetta
sérstaklega við á vorin meðan jarð-
vegurinn er kaldur. Jarðvegslífið er
að ná sér eftir veturinn og losun nær-
ingarefnanna er takmarkandi þáttur.
Vandinn er að finna réttan áburð,
rétta meðferð búfjáráburóarins og
réttan áburðartíma. Þekking á þess-
um ferlum og samhengjum er stopul
og því mikil þörf á að taka saman
reynslu bænda og vinna að mark-
vissum rannsóknum á einstökum
þáttum.
Enda leggur Fagráð i lífrænum
búskap sérstaka áherslu á að til-
raunum og rannsóknum verði beint
til nýtingur líffæns áburðar og hef-
ur sett það efst á lista um forgangs-
röðun tilrauna og rannsókna [10].
Fagráðið bendir á að rannsóknir á
búfjáráburði hafi verið nokkrar á
fyrri hluta aldarinnar en legið að
mestu niðri síðastliðin ár. Ekki er
síður þörf á rannsóknum á jarðvegi,
mati á hæfhi hans til að miðla nær-
ingarefnum og hringrás næringar-
efnanna. Þetta vantar tilfinnanlega í
athyglisverðri athugun á möguleik-
um lifrænnar sauðijárræktar í
Strandasýslu [1]. Þar er ekkert tillit
tekið til næringarefna jarðvegsins.
Hrein áburðarefni í búfjáráburði
„Strandabúsins" eru reiknuð upp á
44 kg N, 9 kg P og 33 kg K á hekt-
ara ræktaðs lands. í frjósömum
jarðvegi gæti þetta nægt til að ná
meðal uppskeru svo ffemi að nær-
ingarefhin séu í nýtanlegu formi
þegar túngróðurinn þarf á þeim að
halda
Niðurstöður og hugleiðingar
þessa greinaflokks byggja á veikum
grunni og það er mikil nauðsyn á
rannsókna og þróunarverkefnum
með bændum til að treysta þann
grunn sem áburðamotkun og nýting
næringarefna í líffænum landbúnaði
byggir á.
Heimildir
1. Arnlín Óladóttir 1998. Möguleikar
á lífrænni sauðfjárrækt í Stranda-
sýslu. Héraðsnefhd Strandasýslu.
63 bls.
2. Emanuel, C. 1992. Diingung. í: W.
Neuenburg/ S. Padel, Organisch-
biologischer Landbau in der
Praxis. BLV Verlagsgesellschaft,
Múnchen, bls. 87-96.
3. Fragstein, P. von 1996. Nutrient
management in organic farming. í:
New Research in Organic Agri-
culture. llth International
Scientific IFOAM Conference
Proceedings, 62-83.
4. Guðni Þorvaldsson 1993. Belgjurt-
ir á Islandi. Ráðunautafundur
1993, 20-26.
5. Hampl, U. 1996. Soil examination
in the field by spade sample diag-
nosis - precondition for ecological
soil management. I: New Research
in Organic Agriculture. 1 lth Inter-
national Scientific IFOAM Confer-
ence Proceedings, 60-61.
6. Lög nr. 162/1994 um lífræna
landbúnaðarframleiðslu. Stjórn-
artíðindi A 23 bls. 779-780,
Reglugerð nr. 219/1995 um líf-
ræna landbúnaðarframleiðslu.
Stjórnartíðindi B 34 bls. 422-444
og Reglugerð um (1.) breytingu á
reglugerð nr. 219/1995 um líf-
ræna landbúnaðarframleiðslu frá
4.2.1998. Stjórnartíðindi B 13
bls. 171-172.
7. Máder o.fl. 1996. Soil ecology -
the impact of organic and con-
ventional agriculture on soil biota
and its significance for soil
fertility. I: New Research in Org-
anic Agriculture. 1 lth International
Scientific IFOAM Conference Pro-
ceedings, 24-46.
8. Ólöf Björg Einarsdóttir og Magnús
Óskarsson, 1995. Lífrænn land-
búnaður - lífrænn áburður. Ráðu-
nautafundur 1995, 217-229.
9. Ólöf Einarsdóttir, 1996. Lífrænn
áburður. Samantekt íslenskra rann-
sókna 1900-1995. Rit Búvísinda-
deildar 16, 155 bls.
10. Ónefndur 1999. Samþykkt Fagráðs
í lífrænum búskap um áherslusvið
og forgangsröðun tilrauna og rann-
sókna. Freyr 95/2, 8-10.
11. Ríkharð Brynjólfsson 1992. Tvær
tilraunir með búfjáráburð á Hvann-
eyri. Rit Búvísindadeildar 1, 103-
112.
12. Scheller, E. 1996. Soil fertility and
soil examination. I: New Research
in Organic Agriculture. 1 lth Inter-
national Scientific IFOAM Con-
ference Proceedings, 47-59.
13. Þorsteinn Guðmundsson 1998. Nær-
ingarefni í jarðvegi. -1 Binding, ferli
og forði. Freyr 94/9, 20-23.
14. Þorsteinn Guðmundsson 1999.
Næringarefni í jarðvegi. - II Nýting
næringarefna og áburður í vistvæn-
um landbúnaði. Freyr 95/2, 19-25.
15. Þorsteinn Guðmundsson 1999.
Næringarefni í jarðvegi. - III Nýt-
ing næringareíha og áburður í vist-
vænum landbúnaði. Freyr 95/2,
19-25.
16. Þóroddur Sveinsson, 1998. Nær-
ingarefnabókhald fyrir kúabú.
Ráðunautafundur 1998, 124- 140.
FREYR 11/99 - 31