Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 16

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 16
Atferli nautgripa Inngangur Hin síðari ár hefur í auknum mæli verið litið til atferlis gripa til að skilgreina hvernig skepnurnar hafa það og hvort eitthvað sé að í umhverfinu sem betur megi fara. Náttúrulegt atferli mætti kalla þá hegðan skepnanna sem þær sýna úti í náttúrunni og er það núorðið eitt af grundvallaratriðum sem gengið er út frá við innanhúshönn- un ijósa. Náttúruleg hegðan Til að átta sig á því hvernig nátt- úruleg hegðan er getur verið gott að líta til ótamdra en skyldra dýra. í þessu sambandi hefur t.d. verið litið til holdakynja sem ganga úti í nátt- úrunni allt árið um kring og stjórna sér í raun sjálf, s.s. í Bandaríkjun- um og Ástralíu. Nautgripir eru hjarðdýr, rétt eins og hross og sauðfé. Úti i náttúrunni myndast venjulega ekki stærri en 70 dýra nautgripahjarðir, en komist hefur verið að því að kýr eiga ekki auðvelt með að þekkja „persónu- lega“ fleiri en 70 dýr. Burður Kýrnar draga sig í hlé frá hópn- um þegar burðurinn nálgast. Kýrin karar kálfinn nýfæddan, það þurrk- ar hann, örvar andardrátt, blóðrás og meltingu. Kálfurinn er staðinn upp innan klukkutíma og kominn á spena tveim tímum frá fæðingu. Nauðsynlegt er að kálfurinn fái næga broddmjólk strax fyrstu tím- ana eftir burðinn, ella verður ekki nægilegt uppsog af lífsnauðsynleg- um mótefhum. Fyrstu dagana eftir burð skilur kýrin kálfinn eftir í öruggu skjóli meðan hún er á beit. Eðli kálfsins er að bæla sig í felum meðan móðirin er í burtu. Þetta eðli kúnna sést mjög vel í holdanauta- hjörðinni á Hvanneyri en kýmar fela einmitt kálfana fyrstu dagana eftir Snorra Sigurðsson, kennara, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyrl eftir burð. Nokkurra daga gamall fylgir kálfurinn svo móðurinni í hjörðina. Samskipti kúa Samskipti kúa hafa verið rann- sökuð og hefur komið í ljós að þau byggjast að miklu leyti á merkja- sendingum. Þessi merki eru numin af öðrum kúm með sjón, heym, lykt og/eða snertingu. Staða líkamans skiptir einnig miklu máli í sam- skiptum kúa og sérstaklega höfuð og hnakki. „Goggunarröð“ kúa skiptir miklu máli í náttúrunni, sem e.t.v. næst ekki eins vel í fjósunum. Þetta getur leitt til þess að lágt sett- ar kýr breyta verulega atferli sínu. Dæmi um þetta finnast títt i bása- Qósum þar sem kýr geta ekki flúið eldri, frekari eða hærra settar kýr. Oft kemur þetta fram í minni vatns- drykkju hjá kúm með sameiginlega skál. Kýr mynda sér „skoðun“ á því 1. mynd. Nœr- ogfélagslegt svœði kúa. hve nálægt þeim aðrar kýr eiga að vera. Þessu svæði má skipta upp í tvo hluta, sk. nærsvæði og sk. fé- lagslegt svæði (7. mynd). Nærsvæð- ið má líta á sem það svæði sem kýrin þarf að hafa til að geta hreyft sig með eðlilegum hætti s.s. teygja sig, sleikja sig, standa upp og leggjast niður. Félagslega svæðið er hins vegar það svæði sem kýr virð- ast vilja hafa út af fyrir sig þegar hún sækist ekki eftir samskiptum við aðrar kýr. Hreyfingar Á 2. mynd má sjá „upprisu“ eins og hún fer fram í náttúrunni. Þegar kýmar standa upp leggja þær allan þunga sinn á annað ffamhnéð og hefur þetta álag verið mælt upp und- ir 350-400 kg þrýstingur niður í gegnum þetta eina hné. Kýmar virð- ast nota um 50-60 cm af hreyfirými við upprisuna og er því talið hæfi- legt að bindingar geti gefið kúnum álíka hreyfimöguleika. Minnsta fjarlægð frá höfði og hálsi niður að jörðinni er um 20 cm, sem hefur ákvarðað viðmiðanir um hámarks- hæð á jötukanti viða um heim. Val á legusvæði Kýmar velja sér legusvæði eftir nokkrum þáttum. Sjálfar kjósa þær þurrt, hreint, mjúkt og varið legu- svæði í halla. Undirlag með undir- burði virðist ávallt hafa vinninginn í samkeppni við önnur efhi. Hin síðari ár hafa margir fengið sér sk. harðar básamottur, sem seldar voru í öllum helstu verslunum bænda um land allt. Nú eru komnar á markað margfalt betri mottur fyrir kýr sem gefa kúnum mun betri möguleika á að líða vel á básunum. Þess ber þó að geta að básamottur einar og sér eru ekki nægilegar og ástæða til að brýna fyrir kúabændum að nota undirburð af einhverri gerð ofan á motturnar. Undirburðurinn gæti t.d. 16 - FREYR 11/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.