Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 18

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 18
Fóðrun og frjósemi Inngangur Margir þœttir hafa áhrif á frjó- semi mjólkurkúa. Mikilvœgastir eru fjósgerðin, fjósamaðurinn og fóðrunin. Lauslegar athuganir höfundar benda til þess að í hefðbundnum básafjósum sé fanghlutfallið við fyrstu sæðingu nálægt eða innan við 50%. Hins vegar er breytileik- inn mjög mikill, frá innan við 10% og upp i um 70%. Það er einnig greinilegt að ekki sést nema innan við helmingur beiðslanna á kúnum í þessum sömu fjósum. Þessi árangur er svipaður því sem sést er- lendis. Helsta ástæða þetta lélegrar frjó- semi er slakt beiðsliseftirlit. Það er vitað að í fjósum þar sem kýmar eru leystar í mjaltir er fanghlutfall- ið miklu hærra, líklega yfir 65% og fyrir kemur allt að 80%. Önnur ástæða fyrir lítilli frjósemi er fóðrun og er þar fyrst og fremst horft til orku- og próteinfóðrunar. Hér á landi var um tíma rekin fóðr- unarstefna sem bauð upp á frjó- semisvandamál. Það er sú aðferð að láta kýr mjólka af sér holdum. Margir bændur komust ótrúlega vel upp á lag með þessa fóðrunarað- ferð, fengu miklar afurðir með mjög litlu kjarnfóðri og sluppu samt við fóðrunarsjúkdóma eins og súrdoða. Hins vegar bauð aðferðin upp á ófrjósemi af ýmsum toga. Reikna má með að við bestu að- stæður haldi 70-80% mjólkurkúa þegar þeim er haldið eða þær eru sæddar. Þó frjóvgast hærra hlutfall eggjanna. Flestir fósturvísarnir sem verða ekki að kálfi drepast svo snemma að þeir hafa ekki áhrif á lengd næsta gangferils. Örlítill hluti drepst svo seint að næsta gangmáli seinkar nokkuð eða kýrin beiðir aftur eftir nokkrar vikur. Það mjólkurkúa eftir Þorstein Ólafsson, dýralækni, Búnaðar- sambandi Suðurlands er ekki vitað hvað veldur því að fósturvísarnir í kúm hafa minni lífslíkur en i öðru búfé, eins og ám. Vissir fóðrunarþættir eru þó taldir geta valdið þessu, samhliða mikilli fóðurþörf nythárra kúa. Skilyrði fyrir því að hægt sé að halda kúm eða sæða þær er að þær séu farnar að beiða og að beiðslin sjáist. Fóðrun hefúr áhrif á þessa þætti. Til þess að fóðra til hámarks frjósemi þurfa orka, prótein og nyt að vera í jafnvægi Neikvœtt orkujafnvœgi veldurþvi að fyrsta egglosi eftir burð seinkar, kýrnar verða dulgengar og fanghlutfallið verður lágt. Óhjákvæmilegt er að hámjólka kýr mjólki af sér holdum fýrstu vikumar eftir burð. I athugun á Stóra-Armóti var tveimur hópum af kúm gefið mismikið kjarnfóður. Annar hópurinn var kominn i orku- jafnvægi eftir tvær vikur en hinn eftir sex vikur. Erlendar rannsóknir benda til þess að þetta jafnvægi ná- ist ennþá seinna. Það má því búast við að hámjólka kýr séu að mjólka af sér holdum í sex til átta vikur eft- ir burð. Feitar kýr og fyrsta kálfs kvígur hafa minni átgetu en eldri kýr. Með því að íylgjast með holda- stigum kúnna má gera sér í hugar- lund hve mikla orku vantar í fóðrið. Þvi meiri sem holdrýrnunin er þvi meiri líkur eru á því að kýrin beiði ekki eða sjáist ekki beiða. Sumar rannsóknir benda til þess að sam- hengi sé milli neikvæðs orkujafn- vægis og lágs fanghlutfalls. Það er þekkt staðreynd að fanghlutfallið hækkar eftir því sem líður frá burði og er komið i hámark u.þ.b. 90 dögum eftir burð. Athugun frá fystu árum 9. ára- tugarins sýndi að kýr í níu íslensk- um ijósum í Eyjafirði og Árnes- sýslu fóru að beiða að jafnaði 40 dögum eftir burð. Það var mikill munur á milli fjósa, stystur var þessi tími 25 dagar í einu fjósi og lengstur 60 dagar í öðru. Ekki fannst nein ástæða fyrir þessum mun í þessum athugunum enda var fóðrunin ekki rannsökuð. Á Stóra- Ármóti er þessi tími nálægt 30 dögum. Undirbúningur fóðrunarinnar eftir burð hefst í lok geldstöðunnar. Mikilvægt er að kýrnar séu í hæfilegum holdum um burð. Á seinni árum hafa menn aftur farið að leggja áherslu á að meta hold kúnna með holdastigun. Æskilegt er að holdastig kúnna séu 3,5 til 4 við burð. Það er að segja að hún á að vera svo feit að það þurfi svolít- inn þrýsting til þess að finna rif- beinin, háþornin sjást ógreinilega og svæðið fyrir aftan mjaðmaspað- ana er vel holdfyllt. Hins vegar má kýrin alls ekki vera akfeit. Grunnfóðrið í íslenskum fjósum er hey af ýmsum gerðum. Til þess að fóðrunin geti verið markviss verður bóndinn að hafa einhverja hugmynd um hvernig heyið er samsett. Hann þarf að láta efnagreina það hey sem hann ætlar 18 - FREYR 11/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.