Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 23

Freyr - 01.10.1999, Blaðsíða 23
óhjákvæmilega einhverri röskun á vambargeijun og ekki síður hlutfalli milli uppsogaðra rokgjamra fitusýra frá vömb. Eðlilegt er að reikna með að minnkunin í þurreínisáti komi frekar eða jafnvel fyrst og fremst niður á gróffóðri. Takist að halda þurrefiiisáti uppi síðustu dagana fyrir burð má að öllum líkindum koma í veg fyrir eða að draga verulega úr meltingar- og efhaskiptaröskun í ffamhaldinu eftir burðinn. Ef kýr missa átið verða þær að afla sér nauðsynlegrar næringar með því að ganga á líkamsforðann. Hann er að langstærstum hluta fituforði. Það leiðir aftur til þess að magn fijálsra fitusýra í blóði hækkar. Stöðugt fleiri niðurstöður rannsókna benda til náins samhengis á milli magns fijálsra fitusýra í blóði annars vegar og hins vegar þurrefnisáts, efhaskipta kring- um og eftir burðinn og afurða. Kúm, sem mælast með hátt fitu- sýrumagn i blóði fyrir burð, er hætt- ara við að fá lystarleysi, súrdoða, vinstrarsnúningi og fastar hildir. Aukning fóðrunar (orkustyrks) eftir burð Um burð verða mikil umskipti í næringarbúskap mjólkurkúnna og álagið á fóðurát, meltingu og efna- skipti aukast umtalsvert með vaxandi mjólkurffamleiðslu. Til þess að kým- ar komist áfallalítið í gegnum þetta tímabil þarf undirbúningurinn að vera nákvæmur eins og hér að ffaman er rakið, en einnig þarf að fylgja aukinni næringarþörf kúnna vel eftir. Ekki er æskilegt að hefja aukningu fóðurstyrksins löngu fyrir burð, - en 2 til 3 fóðureiningar umfram reiknaðar þarfir 2 til 3 síðustu vik- umar fyrir burð er talið hæfilegt. Mögur kýr hefur nánast engan næringarforða til að mjólka af eftir burð og of feit kýr étur minna fóður vegna hærra fitusýrumagns í blóð- inu. Því feitari sem kýmar em um burð því meiri hætta er á efnaskipta- röskun og sjúkdómum. Á geldstöðutímanum dregur smám saman úr áti (aukið rými fósturs, iðra- fita) á sama tíma og næringarþörfin fer vaxandi. Með stigvaxandi orku- styrk fóðursins fyrir burð jafnhliða minnkandi áti má koma í veg fyrir óæskileg áhrif þess á meltingu og efnaskipti kringum burð. Kjarnfóðurgjöf eftir burð Eftir burð eykst gróffóðurát kúnna hægar en nytin. Það veldur því að kýrin verður að fá stígandi hlut kjamfóðurs til þess að mæta orku- og efhaþörfum. Aukningin í kjamfóðri verður að vera jöfn og ekki of ör til þess að aðstæður í vömbinni þoli breytinguna og nái að aðlagast henni. Aukning sem nemur 200 til 300 g á dag ætti í flestum tilvikum að vera innan þeirra marka sem kýmar þola. Stórstig aukning kjamfóðurgjafar eft- ir burð leiðir óhjákvæmilega til þess að það dregur úr gróffóðuráti og því meira dregur úr gróffóðurátinu fyrir hvert kg kjamfóðurs því auðmeltara og orkurikara sem gróffóðrið er. Við það verður kjamfóðurgjöfin að miðast. Hafa skal einnig í huga að einstakar kýr þola kjamfóðuraukn- inguna misvel. Þaðertilbótaaðgefa kjamfóðurskammtinn oftar og þá minna í einu. Þennan tíma er mikil- vægt að fylgjast náið með gróffóður- átinu. Mjólkurkúm er eðlilegt að mjólka af holdum og léttast fyrst eftir burð- inn. Því meiri hæfhi sem kýrin hefur til að ummynda líkamsforða yfir í af- urðir því betra. Líkamsforðinn er nánast eingöngu orkuforði (fíta). Ef létting kúnna er umtalsverð er ástæða til að auka prótein í fóðrinu til þess að ekki myndist ójafnvægi á milli orku og próteins sem skepnunni standa til boða í efnaskiptunum. Æskilegt er að aukningin sé í formi hágæðapróteins sem er frekar torleysanlegt í vömb (fiskimjöl). Aðbúnaður kúnna Fyrir burðinn þarf kýrin að hafa það náðugt og henni þarf að líða vel. Þetta felur í sér að eftirtaldir þættir þurfa að vera í lagi: A) rými, birta, næði (ekki hávaði) B) loftræsting (hiti og raki) C) félagslega aðlögun ef um hópa er að ræða Rannsóknir hafa sýnt að kýr sem fá að vera einar í burðarstium í fáeina daga um og eftir burð með kálfínn hjá sér, eru mun minna strekktar og hafa mælst með lægra fitusýruinnihald í blóðinu. Þess konar aðstæður eru ekki alls staðar fyrir hendi. Ef þú sem lest þetta ert bónd- inn/gripahirðirinn sem sækir kvíguna í hópstíu til ungneytanna og flytur hana í fjósið og bindur hana þar á bás skömmu fyrir burð, er æskilegt að þú hugleiðir ýmsa þætti aðbúnaðar og undirbúningsfóðrunar kringum burð? Er líklegt að kvígan haldi áfram að éta af taumlausri græðgi og mjólki vel? Samantekt og nokkur áhersluatriði; 1. Góður undirbúningur kúnna síð- ustu vikumar fyrir burð og mark- viss aðlögun fóðrunar að breyt- ingum í næringarþörfum og þurrefhisáti em lykilatriði i því að ná miklum afurðum út úr hveijum grip og minnka líkur á efna- skiptaröskun og áföllum. 2. Kringum burðinn er kýrin við- kvæm og þarfhast eftirlits, athygli og nákæmrar umönnunar. Hún fetar efnaskiptalegt einstigi þar sem áhrif hugsanlegs misgengis koma ekki alltaf strax i ljós. Til forvama er rétt að skoða: - Hvemig hefur henni vegnað við fyrir burði? - Er liklegt að eitthvað kunni nú að fara úrskeiðis? 3. Eitt mikilvægasta atriðið er; - að lita eftir hvemig og hve mikið kýrin étur. Það er ekki nóg að hafa tilfinningu fyrir því, - það þarf einfaldlega að mæla. 4. Margvísleg hjálparefni eru á markaði og önnur sem auðvelt er að nálgast sem geta komið að gagni við að hjálpa kúnni yfir erf- iðasta hjallann fyrst effir burð þeg- ar henni reynist torvelt að full- nægja næringarþörf í gegnum fóð- urupptökuna (s. s. súrdoða- skammtar, própýlen glykól (glys- Framhald á bls. 24 FREYR 11/99 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.